Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 34

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 34
FRÆÐIGREINAR / SMASJARAÐGERÐIR legt heldur afskræmt og villandi og alis ekki sannleik- anum samkvæmt. Ljósið var heilagt (sbr.: verði ljós!) og hugmyndir manna um sjón og ljósfræði mjög frumstæðar. En það sem varð til að auka verulega áhuga manna og ýta undir eftirspum eftir gleraugum var aukin lestr- arkunnátta samfara síaukinni þörf fyrir meiri fram- leiðslu á bókum og ýmiss konar skjölum, gerð og notkun pappírs í Evrópu, en þangað barst pappírsgerð fyrst með krossförum og Aröbum á 12. öld, og síðast en ekki síst uppfinning prentlistarinnar um 1450. Litlar framfarir urðu í gerð sjónglerja fyrr en á 18. öld þegar slípun glerja fór að byggjast á þekkingu manna á því hvernig ljósið brotnar í glerinu. Saga gleraugnanna verður svo ekki rakin lengra hér enda þá komið nokkuð langt út fyrir efnið. Sjónaukinn Hin raunverulega bylting var í því fólgin að setja eitt sjóngler fram fyrir annað og kíkja í gegnum bæði í einu. Um þennan atburð skrifaði Galileo Galilei svo árið 1623: „Við erum vissir um að sá sem fann upp sjónaukann hafi verið óbrotinn gleraugnasmiður sem við að handleika nokkur mismunandi löguð gler varð það á aftilviljun að horfa í gegnum tvö þeirra í einu, annað kúpt en hitt íhvolft, og með því að halda þeim í mismunandi fjarlœgð frá augunum tók eftir hinni óvœntu útkomu og fann þannig upp sjónaukann“. Þetta gæti hafa átt sér stað á fleiri en einu gleraugna- verkstæði á sama tíma en líklegast er að atburðurinn hafi átt sér stað um aldamótin 1600 í Middelburg í Hollandi þar sem tvö börn voru að leik og beindu sjónum sínum að fjarlægum kirkjutumi og vöktu síð- an athygli á uppgötvun sinni. Sótt var um einkaleyfi árið 1608 en ýmsir urðu til að eigna sér þessa upp- götvun og skal ekki farið nánar út í það (3-5). Sjónaukinn var í fyrstu ætlaður til hernaðarþarfa og því í raun hernaðarleyndarmál en ekki hélst Hol- lendingum betur á þessari uppgötvun sinni en svo að þegar árið 1609 höfðu yfirvöld víða um Evrópu tryggt sér sjónauka. Það leið ekki nema tæpur mánuður frá því sótt var um einkaleyfi í Hollandi þar til fréttin hafði borist ráðamönnum í Feneyjum. Nákunnugur þeim var Galileo Galilei sem um þessar mundir bjó í nálægri borg Padua þar sem hann hafði verið prófessor í stærðfræði um 15 ára skeið. Það er sennilega ekki öll- um kunnugt að jafnframt því að vera mikill vísinda- maður var hann afburða tækjasmiður og starfrækti verkstæði þar sem hann framleiddi ýmiss konar mæl- ingatæki, áttavita og fleira og hafði af því drjúgar tekjur. Þegar í júlí 1609 hafði hann orðið sér úti um lýsingu á sjónaukanum sem hann svo bjó til og gaf yfirvöldum í Feneyjum. Hann hélt áfram að endur- bæta sjónaukann þar til í lok árs 1609 að hann gat stækkað þrítugfalt sem var það mesta sem hægt var að gera með þessari gerð sjónauka á þessum tíma. Þetta var svokallaður sjónauki Galileos (Galilean telescope). En þá skeði hið ótrúlega og óguðlega. Nokkuð sem engan hafði órað fyrir að gæti gerst. Galileo beindi sjónauka sínum til himins í janúar árið 1610 og sá það sem aldrei hafði áður sést og olli lærðum sem leikum undrun og óróa. Hann sá óslétt yfirborð tunglsins, fjóra fylgihnetti Júpiters, kvartilaskipti Venusar, óteljandi fastastjörnur himinsins og vetrar- brautina í öllum sínum mikilleika. Otrúlegar upp- götvanir þrátt fyrir ófullkomið verkfæri sem sann- færðu Galileo endanlega um sannleiksgildi sólmiðju- kenningar Kópernikusar (1543) og aflaði honum að Iokum svo mikilla óvinsælda páfadóms að hann var dæmdur í stofufangelsi til æviloka. Smásjáin Smásjáin varð til um svipað leyti og sjónaukinn og einnig í Hollandi. Fljótlega eftir að fyrstu sjónauk- arnir urðu til voru gerðar tilraunir með að beina þeim að smærri hlutum og nálægum, en menn höfðu ekki árangur sem erfiði. Galileo sjálfur reyndi þetta en það sýndi sig að samsett eða tvíglerja smásjá gaf mjög ógreinilega mynd. Fyrstu rannsóknir með smásjám voru því gerðar með einglerja smásjám. Þótt um að- eins eitt sjóngler væri að ræða var allur umbúnaður og stærð glersins, sem var ákaflega lítið, þannig að alls ekki væri hægt að líkja því við einfalt stækkun- argler eins og við þekkjum það nú á dögum. Smásjáin mætti sömu mótstöðu og vantrú og gler- augun og sjónaukinn og, það sem verra var, af henni gátu ekki verið nein hernaðarleg not! Arið 1665 var gefin út bókin Micrographia eftir Robert Hoek en hún fjallaði um ljós og liti og innihélt 57 undraverðar, teiknaðar myndir af því sem fyrir hann hafði borið í smásjánni. Ymsir fleiri urðu til að lýsa reynslu sinni af smásjánni. Antoni Leeuwenhoek var ólærður hol- lenskur kaupmaður sem um og eftir 1650 endurbætti smásjána svo um munaði. Þrátt fyrir að hann notaði aðeins eitt sjóngler gat hann náð 500 faldri stækkun og séð til dæmis í dropa af vatni dýr svo örsmá að þau urðu ekki séð með berum augum. Með afrekum sín- um opnaði hann sýn inn í heim fjölmargra vfsinda- greina, svo sem örverufræði, vefjafræði, grasafræði og svo framvegis. Fyrir þetta hefur hann verið kallað- ur faðir smásjárinnar. En það var svo fyrst um og eftir 1826 að tvíglerja eða samsettar smásjár eins og þær gerast í dag komust í almenna notkun eftir að ensk- um vínkaupmanni og gleraugnasmið að nafni Joseph Jackson Lister, en hann var faðir þess Listers sem frægastur varð fyrir sýklaeyðandi skurðaðgerðir (antiseptic surgery), tókst að endurbæta smásjána og aðferðirnar og færa til nútímalegs horfs (5-7). Skurðsmásjáin Frá og með árinu 1898 framleiddi Carl Zeiss fyrirtæk- ið í Þýskalandi fjölmörg sjóntæki fyrir augnlækning- 432 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.