Læknablaðið - 15.06.2000, Side 36
FRÆÐIGREINAR / SMASJARAÐGERÐIR
og taugaskurðlækningadeildinni. í flestum þessara
aðgerða er skurðsmásjáin notuð. Peir sjúkdómar sem
þar um ræðir eru fyrst og fremst æðagúlar og æða-
flækjur (AV-anomaly) í eða við heila, æxli í eða við
heila og mænu, æxli í heiladingli, trigeminal neuralgia
(vangahvot) og brjósklos í hálsi og baki, en tvö síðast-
nefndu atriðin eru langalgengust. Ekki verður annað
sagt en að nýtingin á þeim skurðsmásjám, sem keypt-
ar hafa verið, sé afar góð. Nýjasta skurðsmásjáin hef-
ur verið í mikilli og nánast stanslausri notkun síðan
hún var keypt, að stórum hluta fyrir gjafafé, árið
1994. Fyrstu 12 mánuðina var hún notuð 460 sinnum
eða í um 70% aðgerða og árið 1997 var hún notuð um
það bil 500 sinnum eða í tæplega 80% aðgerða.
Árið 1998 var skurðsmásjáin notuð í 470 aðgerð-
um eða í um það bil 75% aðgerða.
Tölvustýrðar skurðsmásjár
Á síðari árum hafa heila- og taugaskurðlækningar í
vaxandi mæli þróast í þá átt að gera aðgerðirnar
smærri í sniðum og áreynsluminni fyrir sjúklinginn.
Talað er um skurðsmásjárnálgun (microsurgical ap-
proach). Skurðsmásjár eru nú oft tengdar tölvu með
staðsetningarforriti svo alltaf má sjá á sjónvarpsskjá
hvar í heilanum viðkomandi er staddur, það er á hvað
verið er að horfa. Petta tengist einnig sams konar
staðsetningu á verkfærum. I smásjánni birtist einnig
mynd af heilanum með staðsetningunni. Til eru smá-
sjár sem ganga eftir braut í loftinu og færast sjálfvirkt
til eftir því sem þeim er fyrir lagt. Með þannig tækni
er þá sennilega ekki langt í að sumar aðgerðir, til
dæmis á heilaæxlum, verði alveg sjálfvirkar og gerðar
með vélmenni, það er skurður í húð, borhola og æxli
brennt í burtu með leysigeisla. Þá þarf raunar ekkert
að sjá nema tölvuskjáinn!
Heimildir
1. Glasses. In: Nault WH, ed. The world book encyclopedia. Vol.
19. D. Chicago, Frankfurt, London, et al: Field Enterprises
Educational Corporation; 1975: 210-1.
2. Burke J. Matter of fact. In: Burke J, ed. The day the universe
changed. Boston, Toronto: Little Brown and Co; 1985: 91-124.
3. Boorstin DJ. A vision troubled and surprised. In: Boorstin DJ,
ed. The discoverers. New York: The Random House; 1983:
312-22.
4. Burke J. Infinetely reasonable. In: Burke J, ed. The day the
universe changed. Boston, Toronto: Little Brown and Co;
1985:147.
5. Telescope. In: Nault WH, ed The world book encyclopedia.
Vol. 19.. D. Chicago, Frankfurt, London, et al: Field Enter-
prises Educational Corporation; 1975: 84.
6. Boorstin DJ. New worlds within. In: Boorstin DJ, ed. The dis-
coverers. New York: The Random House; 1983:327-32.
7. Singer C, Underwood EA. Microscopical examination of the
animal body. In: Singer C, Underwood EA, eds. A short his-
tory of medicine. 2nd ed. New York, Oxford: Oxford Uni-
versity Press; 1962:124-35.
8. Þorsteinsson E. Heyrnarbætandi aðgeröir. Fyrri hluti. Lækna-
blaðið 1969; 55:1-13.
9. Þorsteinsson E. Heyrnarbætandi aðgerðir. Sköpulagsaðgerðir
á hljóðhimnum og miðeyra. Síðari hluti. Læknablaðið 1972;
58: 1-25.
10. Hannesson ÓB. Smásjáraðgerðir við augnlækningar. Ný
glákuaðgerð kynnt. Læknablaðið 1978; 64: 84-90.
PULMICORT TURBUHALER Draco, 880157
INNÚÐADUFT; R 03 B A 02 R B
Hver úðastaukur inniheldur 200 úðaskammta. Hver
úðaskammtur inniheldur: Budesonidum INN 100
míkróg, 200 míkróg eða 400 mfkróg. Eiginlcikar: Lyf-
ið er afbrigði af prednisólóni (sykursteri). U.þ.b. 20-
40% af gefnum skammti kemst til lungna eftir inn-
öndun. Af því magni, sem kyngt er, verður u.þ.b. 90%
óvirkt eftir fyrstu umferð um lifur. Lyfið hefur því
litlar almennar steraverkanir. Hámarksþéttni í plasma
eftir innöndun á 1 mg af búdesóníði er u.þ.b. 3,5
nmól/1 og næst eftir um 20 mínútur. Ábendingar:
Asthma bronchiale. Frábendingar: Ofnæmi fyrir ein-
hverju innihaldsefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf:
Forðast ber að gefa lyfið meðan á meðgöngu stendur
nema brýna nauðsyn beri til. Ef ekki er hægt að
komast hjá gjöf sykurstera á meðgöngu, er mælt með
notkun innúðalyfs vegna Iítilla almennra áhrifa þess
miðað við sykurstera til inntöku.
Aukaverkanir:
Algengar (>!%): öndunarvegur: Sveppasýkingar í
munni og koki. Erting í hálsi. Hósti, hæsi.
Mjög sjaldgœfar (<0,1%): Húð: Ofsakláði, útbrot,
húðbólgur svo og aukin tíðni marbletta. öndunar-
vegur: Berkjukrampi.
í einstaka tilvikum hafa taugaveiklun, órói og þung-
lyndi komið fram við notkun á búdesoníði sem og
öðrum sykursterum. Til að draga úr hættu á sveppa-
sýkingum og almennum steraverkunum er ráðlagt að
skola lyfið vel úr munni og koki með vatni strax eftir
notkun.
Milliverkanir: Samtímis gjöf címetidíns veldur vægri
hækkun á blóðgildum búdesóníðs og aðgengi þess.
Líklega hefur þetta þó ekki klíníska þýðingu.
Varúð: Varúð þegar sjúklingar með lungnaberkla og
sveppa- og veirusýkingar í öndunarvegi eru með-
höndlaðir. Skammtastærðir handa fullorðnum: í byrj-
un meðferðar á astma eða þegar verið er að reyna að
ná astma-sjúklingi af barksterum gefnum til inntöku,
er skammtur 200-1.600 míkróg á sólarhring, skipt í 2-4
skammta. Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn
og reynt að finna þann skammt, sem heldur einkenn-
um alveg niðri. Oftast er þó nóg að gefa lyfið kvölds
og morgna, en ef dagsskammtur er lágur (200-400
míkróg) er mögulegt að gefa lyfið einu sinni á sólar-
hring. Ef astmi versnar má auka skammtatíðnina.
Nokkrar vikur geta liðið þar til full verkun fæst. Sé
mikil slímsöfnun í berkjum kann að vera, að lyfið nái
ekki til berkju-slímhúðar og er þá ráðlagt að gefa
sterakúr til inntöku í stuttan tíma (ca. 2 vikur) sam-
hliða notkun lyfsins. Athugiö: Þar sem nýting búdes-
óníðs er betri með Turbuhalerúðatæki en með þrýst-
ingsinnúða, kann að vera unnt að lækka skammta,
þegar skipt er um lyfjaform.
Skammtastærðir handa börnum: Börn 6-12 ára: 200-
800 míkróg daglega, skipt í 2-4 skammta. Lyfið er
ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.
Pakkningar og verð:
Innúðaduft 100 míkróg/úðaskammt:
200 skammta úðastaukur. - 5.796- kr.
Innúðaduft 200 míkróg/úðaskammt:
200 skammta úðastaukur. - 7.776- kr.
lnnúðaduft 400 míkróg/úðaskammt:
200 skammta úðastaukur. - 12.310- kr.
50 skammta úðastaukur
(sjúkrahúspakkning)- 4.043- kr.
Hverri pakkningu lyfsins skal fylgja leiðarvísir á ís-
lensku með leiðbeiningum um notkun úðatækisins og
varnaðarorð.
Greiðslufyrirkomulag: B
Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfjaskrár
1999
Umboð á Islundi:
Pharmaco hf.,
AstraZeneca,
Hörgatúni 2,
210 Garðabær.
Sími: 535-7151 Fax: 565-7366.
434 Læknablaðið 2000/86