Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 36
FRÆÐIGREINAR / SMASJARAÐGERÐIR og taugaskurðlækningadeildinni. í flestum þessara aðgerða er skurðsmásjáin notuð. Peir sjúkdómar sem þar um ræðir eru fyrst og fremst æðagúlar og æða- flækjur (AV-anomaly) í eða við heila, æxli í eða við heila og mænu, æxli í heiladingli, trigeminal neuralgia (vangahvot) og brjósklos í hálsi og baki, en tvö síðast- nefndu atriðin eru langalgengust. Ekki verður annað sagt en að nýtingin á þeim skurðsmásjám, sem keypt- ar hafa verið, sé afar góð. Nýjasta skurðsmásjáin hef- ur verið í mikilli og nánast stanslausri notkun síðan hún var keypt, að stórum hluta fyrir gjafafé, árið 1994. Fyrstu 12 mánuðina var hún notuð 460 sinnum eða í um 70% aðgerða og árið 1997 var hún notuð um það bil 500 sinnum eða í tæplega 80% aðgerða. Árið 1998 var skurðsmásjáin notuð í 470 aðgerð- um eða í um það bil 75% aðgerða. Tölvustýrðar skurðsmásjár Á síðari árum hafa heila- og taugaskurðlækningar í vaxandi mæli þróast í þá átt að gera aðgerðirnar smærri í sniðum og áreynsluminni fyrir sjúklinginn. Talað er um skurðsmásjárnálgun (microsurgical ap- proach). Skurðsmásjár eru nú oft tengdar tölvu með staðsetningarforriti svo alltaf má sjá á sjónvarpsskjá hvar í heilanum viðkomandi er staddur, það er á hvað verið er að horfa. Petta tengist einnig sams konar staðsetningu á verkfærum. I smásjánni birtist einnig mynd af heilanum með staðsetningunni. Til eru smá- sjár sem ganga eftir braut í loftinu og færast sjálfvirkt til eftir því sem þeim er fyrir lagt. Með þannig tækni er þá sennilega ekki langt í að sumar aðgerðir, til dæmis á heilaæxlum, verði alveg sjálfvirkar og gerðar með vélmenni, það er skurður í húð, borhola og æxli brennt í burtu með leysigeisla. Þá þarf raunar ekkert að sjá nema tölvuskjáinn! Heimildir 1. Glasses. In: Nault WH, ed. The world book encyclopedia. Vol. 19. D. Chicago, Frankfurt, London, et al: Field Enterprises Educational Corporation; 1975: 210-1. 2. Burke J. Matter of fact. In: Burke J, ed. The day the universe changed. Boston, Toronto: Little Brown and Co; 1985: 91-124. 3. Boorstin DJ. A vision troubled and surprised. In: Boorstin DJ, ed. The discoverers. New York: The Random House; 1983: 312-22. 4. Burke J. Infinetely reasonable. In: Burke J, ed. The day the universe changed. Boston, Toronto: Little Brown and Co; 1985:147. 5. Telescope. In: Nault WH, ed The world book encyclopedia. Vol. 19.. D. Chicago, Frankfurt, London, et al: Field Enter- prises Educational Corporation; 1975: 84. 6. Boorstin DJ. New worlds within. In: Boorstin DJ, ed. The dis- coverers. New York: The Random House; 1983:327-32. 7. Singer C, Underwood EA. Microscopical examination of the animal body. In: Singer C, Underwood EA, eds. A short his- tory of medicine. 2nd ed. New York, Oxford: Oxford Uni- versity Press; 1962:124-35. 8. Þorsteinsson E. Heyrnarbætandi aðgeröir. Fyrri hluti. Lækna- blaðið 1969; 55:1-13. 9. Þorsteinsson E. Heyrnarbætandi aðgerðir. Sköpulagsaðgerðir á hljóðhimnum og miðeyra. Síðari hluti. Læknablaðið 1972; 58: 1-25. 10. Hannesson ÓB. Smásjáraðgerðir við augnlækningar. Ný glákuaðgerð kynnt. Læknablaðið 1978; 64: 84-90. PULMICORT TURBUHALER Draco, 880157 INNÚÐADUFT; R 03 B A 02 R B Hver úðastaukur inniheldur 200 úðaskammta. Hver úðaskammtur inniheldur: Budesonidum INN 100 míkróg, 200 míkróg eða 400 mfkróg. Eiginlcikar: Lyf- ið er afbrigði af prednisólóni (sykursteri). U.þ.b. 20- 40% af gefnum skammti kemst til lungna eftir inn- öndun. Af því magni, sem kyngt er, verður u.þ.b. 90% óvirkt eftir fyrstu umferð um lifur. Lyfið hefur því litlar almennar steraverkanir. Hámarksþéttni í plasma eftir innöndun á 1 mg af búdesóníði er u.þ.b. 3,5 nmól/1 og næst eftir um 20 mínútur. Ábendingar: Asthma bronchiale. Frábendingar: Ofnæmi fyrir ein- hverju innihaldsefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast ber að gefa lyfið meðan á meðgöngu stendur nema brýna nauðsyn beri til. Ef ekki er hægt að komast hjá gjöf sykurstera á meðgöngu, er mælt með notkun innúðalyfs vegna Iítilla almennra áhrifa þess miðað við sykurstera til inntöku. Aukaverkanir: Algengar (>!%): öndunarvegur: Sveppasýkingar í munni og koki. Erting í hálsi. Hósti, hæsi. Mjög sjaldgœfar (<0,1%): Húð: Ofsakláði, útbrot, húðbólgur svo og aukin tíðni marbletta. öndunar- vegur: Berkjukrampi. í einstaka tilvikum hafa taugaveiklun, órói og þung- lyndi komið fram við notkun á búdesoníði sem og öðrum sykursterum. Til að draga úr hættu á sveppa- sýkingum og almennum steraverkunum er ráðlagt að skola lyfið vel úr munni og koki með vatni strax eftir notkun. Milliverkanir: Samtímis gjöf címetidíns veldur vægri hækkun á blóðgildum búdesóníðs og aðgengi þess. Líklega hefur þetta þó ekki klíníska þýðingu. Varúð: Varúð þegar sjúklingar með lungnaberkla og sveppa- og veirusýkingar í öndunarvegi eru með- höndlaðir. Skammtastærðir handa fullorðnum: í byrj- un meðferðar á astma eða þegar verið er að reyna að ná astma-sjúklingi af barksterum gefnum til inntöku, er skammtur 200-1.600 míkróg á sólarhring, skipt í 2-4 skammta. Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn og reynt að finna þann skammt, sem heldur einkenn- um alveg niðri. Oftast er þó nóg að gefa lyfið kvölds og morgna, en ef dagsskammtur er lágur (200-400 míkróg) er mögulegt að gefa lyfið einu sinni á sólar- hring. Ef astmi versnar má auka skammtatíðnina. Nokkrar vikur geta liðið þar til full verkun fæst. Sé mikil slímsöfnun í berkjum kann að vera, að lyfið nái ekki til berkju-slímhúðar og er þá ráðlagt að gefa sterakúr til inntöku í stuttan tíma (ca. 2 vikur) sam- hliða notkun lyfsins. Athugiö: Þar sem nýting búdes- óníðs er betri með Turbuhalerúðatæki en með þrýst- ingsinnúða, kann að vera unnt að lækka skammta, þegar skipt er um lyfjaform. Skammtastærðir handa börnum: Börn 6-12 ára: 200- 800 míkróg daglega, skipt í 2-4 skammta. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Pakkningar og verð: Innúðaduft 100 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 5.796- kr. Innúðaduft 200 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 7.776- kr. lnnúðaduft 400 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 12.310- kr. 50 skammta úðastaukur (sjúkrahúspakkning)- 4.043- kr. Hverri pakkningu lyfsins skal fylgja leiðarvísir á ís- lensku með leiðbeiningum um notkun úðatækisins og varnaðarorð. Greiðslufyrirkomulag: B Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfjaskrár 1999 Umboð á Islundi: Pharmaco hf., AstraZeneca, Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Sími: 535-7151 Fax: 565-7366. 434 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.