Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 42

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F VETTVANGI LÆKNASAMTAKANNA Formannaráðstefna læknasamtakanna Símenntun og sameining sjúkrahúsa Fylgst meö umrœðum á formannaráðstefnunni. „Ef við segjum að Læknafélag Íslands sé pabbinn í læknasamtökunum þá er Læknafélag Reykjavíkur mamman og hefur það hlutverk að sjá til þess að börnin tali saman, fari snemma að sofa og mæti í skólann.“ Þannig lýsti Olafur Þór Ævarsson formað- ur LR uppbyggingu læknasamtakanna á formanna- ráðstefnu Læknafélags íslands sem haldin var föstu- daginn 12. maí síðastliðinn. Á ráðstefnunni voru samankomnir á fjórða tug forsvarsmanna hinna ýmsu aðildarsamtaka LÍ, svæðafélaga um allt land og sérgreinafélaga auk trúnaðarmanna í nefndum og ráðum. Tilgangurinn með þessari ráðstefnu er að líta yfir sviðið á miðju starfsári, greina frá því sem er að gerast hjá hverj- um og einum og fræðast um það sem er að gerast í öðrum deildum. Formaður LÍ, Sigurbjörn Sveinsson, reið á vaðið og greindi frá því helsta sem hefur verið að gerast hjá stjórn LÍ en þar bar hæst umræður um fjármál og húsnæðismál samtakanna, vefsíðu og sam- einingu sjúkrahúsa, að ógleymdum viðræðum sem staðið hafa yfir milli stjórnarinnar og forsvars- manna íslenskrar erfðagreiningar um gagna- grunnsmálið. Formaðurinn sagði að þar þokuðust mál fram á veg, enn væru ýmis álitamál óleyst en flest virtust þó leysanleg nema ef til vill eitt. Ekki tilgreindi hann það nánar og var hinn varkárasti í tali um þessar viðræður. Sameining tefur samningagerð Fulltrúar úr samninganefndum skýrðu frá því sem gerst hefur á þeirra vettvangi en flestir hópar lækna eru með lausa samninga á þessu ári. Ingunn Vil- hjálmsdóttir formaður samninganefndar sjúkrahús- lækna sagði að lítið hefði miðað í samningum enda hefði sameining sjúkrahúsanna sett strik í reikning- inn. Við hana skapaðist óvissa um stöðu sumra hópa, til dæmis vissi samninganefndin ekki hvort hún ætti að semja fyrir sviðsstjóra í framtíðinni, þeir hefðu fyrst og fremst fengist við fjármál en nú ættu þeir einnig að gerast faglegir og þá breyttist staða þeirra hugsanlega. Annað óvissuatriði væri staða þeirra sem reka stofu úti í bæ, en frá yfirstjórn sjúkrahúsanna hefur komið fram sú hugmynd að þeir verði einungis í hlutastöðum á sjúkrahúsunum. Þá á eftir að manna þær stöður sem losna. Þórður Sverrisson í samninganefnd sérfræði- lækna sagði að nefndin hefði átt í stöðugum við- ræðum við Tryggingastofnun en lítið hefði miðað. Það ylli töluverðum vanda hversu mikill vöxtur hefur verið á sjálfstæðri starfsemi sérfræðinga utan sjúkrahúsa en á síðasta ári varð 15% fjölgun á samningum sérfræðinga við TR. Olafur F. Magn- ússon hafði svipaða sögu að segja af samningamál- um sjálfstætt starfandi heimilislækna en þeir eru í þeirri sérkennilegu stöðu að endurnýjun stéttar- innar hefur verið bönnuð um nokkurt skeið. Fannst Ólafi það skjóta skökku við í miðri einka- væðingunni. Er símenntun mælanleg? Lífeyrismál voru nokkuð til umræðu á fundinum en þeim eru gerð sérstök skil hér í opnunni. Auk þess töluðu forsvarmenn Læknablaðsins, orðanefndar og Orlofssjóðs og báru sig allir nokkuð vel. Fram kom að Orlofssjóður keypti nýjan bústað í vor og er hann í Vaðnesi í Grímsnesi. Stefán E. Matthíasson formaður Fræðslustofn- 440 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.