Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPUSAMSTARF LÆKNA Katrín Fjeldsted Opinn gluggi til Evrópu Undir lok si'ðasta árs fól stjórn Læknafélags Islands mér að vera fulltrúi félagsins í CP, Comité Permanent des Médecins Européens (á ensku: Standing Committee of European Doctors). Með þessari grein langar mig að gera nokkra grein fyrir CP, lesendum Læknablaðsins til fróðleiks. CP var stofnað í Amsterdam 1959 og hefur átt að- setur í miðdepli möppudýragarðs Evrópu, Briissel, frá 1992. Margir telja skynsamlegt að koma fleiri stofnunum lækna fyrir á sama stað og hefur meðal annars verið rætt um það hjá UEMO. CP má kalla regnhlífarsamtök fyrir helstu samevrópsku lækna- samtökin svo sem UEMS, UEMO, PWG, FEMS, AEMH og CIO. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO og Alheimssamtök læknanema (IFMSA) eiga einnig aðild að CP. Núverandi formaður samtakanna er Finninn Markku Aarimaa og nýr framkvæmdastjóri norski læknirinn Grethe Aasved. CP hefur haft áhrif á stefnu Evrópulanda í heil- brigðismálum og á hlutverk, menntun og atvinnu- möguleika evrópskra lækna. Samtökin leggja megin- áherslu á að Evrópuþjóðum standi til boða sem best heilbrigðisþjónusta og að læknar séu vel menntaðir og sinni vel starfi sínu. Frjáls för evrópskra lækna milli landa og sameiginlegur vinnumarkaður byggir ekki síst á því að menntunar- og þjálfunarkröfur séu sambærilegar frá einu landi til annars. Innan CP er mikil þekking á heilbrigðismálum og öllu því sem tengist læknastéttinni. CP vill vera í góðu samstarfi við allar helstu stofnanir innan Evrópusambandsins. Þar er fylgst vel með þróun mála og brugðist við eins og við á auk þess sem samtökin taka forystu í ýmsum mikilvægum málum sem snerta lækna og sjúklinga. CP heldur að jafnaði tvo fundi á ári og fór ég á fyrsta fund minn 6.-8. apríl síðastliðinn. A fundinum voru fulltrúar frá 17 aðildarlöndum, en þau eru auk Norðurlandanna, Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Portúgal, Spánn og Bretland. Þá eiga ofan- nefnd Evrópu- og alheimssamtök aukaaðild og setu- rétt þar fyrir utan eiga fulltrúar frá Ungverjalandi, Póllandi, Slóveníu og Sviss. Alls sóttu fundinn hátt í lOOmanns. Á fundinum hitti ég gamla félaga frá norrænu samstarfi fyrri ára og einnig frá UEMO, þar á meðal formann finnsku læknasamtakanna Kati Myllymaki, Max Zollner frá Þýskalandi (en 14 fulltrúar komu þaðan), Mogens Gliese, Tom Kennedy og Jasper Poulsen frá Danmörku (Danmörk sendi hvorki meira né minna en sjö fulltrúa á fundinn, enda eru þeir mjög virkir í þessu starfi) en auk þess átti ég gott samstarf við sessunaut minn, írska fulltrúann Neil Brennan, og þijá breska lækna, Roger Chapman, Len Harvey og Michael Wilks. Sá síðastnefndi hefur starfað talsvert gegn hnefaleikum fyrir BMA og gat hann gefið mér upplýsingar um afstöðu breska læknafélagsins sem voru mér gagnlegar þar sem ég hef unnið að því að lögum frá 1956 sem banna hnefa- leika verði ekki breytt. Rainer Brettenthaler frá Austurríki er enn sami bókaormurinn og við skipt- umst á upplýsingum um skemmtilegar bækur eins og venjulega. Segja má að markmið um bestu heilbrigðisþjón- ustu sem hægt er að veita hafi beðið nokkurt afhroð á h'ðandi áratug vegna þess að allmikill munur og vax- andi er á milli þess sem læknisfræðin getur tæknilega séð gert og þess sem þjóðir álfunnar hafa efni á. Sums staðar eru of fáir læknar til að sinna verkefnunum en annars staðar er Iæknastéttin of fjölmenn. Þá hefur stefnu Evrópulanda um frjálsa för og viðskipti milli landa verið ógnað á þessum síðasta áratug 20. aldar með sjúkdómi í breskum nautgripum og díoxínmeng- un í gosdrykkjum á meginlandinu svo eitthvað sé nefnt. Slík atvik hræða almenning og gera okkur öll meðvitaðri um þær hættur sem geta fylgt því að hindrunum sé rutt burt af matvælamarkaðnum. Læknar í Evrópu láta sig varða öryggi matvæla og fjalla meðal annars. um Eurodiet sem er Evrópusam- bandsverkefni og á fundinum var vakin athygli á því að stofnunum sem annast eiga hagsmuni almennings hafi sums staðar verið komið á fót. Á írlandi er þann- ig til Food Safety Authority og er formaður þess læknir, sýklafræðingur, sem reglulega kemur fram í sjónvarpi og hefur haft gríðarmikil áhrif Innan stofn- unar hans koma fram sjónarmið allra hagsmunaaðila, allt frá framleiðendum matvæla til neytandans, en megináhersla er lögð á hagsmuni neytandans og öryggi almennings. Spurt var á fundinum hvort sam- bærilegar stofnanir væru í öðrum CP löndum. Á fundinum í apríl var fjallað um afar mörg og fjölbreytt málefni svo sem siðfræði, rekstur, læknis- menntun, umhverfismál, tölvuvæðingu sjúkraskrár- innar, sjúkrahúslækna, atvinnusjúkdóma, vinnuskil- yrði, upplýst samþykki (en af því að ég blandaði mér í umræðumar var ég valin í vinnuhóp um upplýst samþykki ásamt Wilks, Brettenthaler, van Leeuwen Læknablaðið 2000/86 445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.