Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPUSAMSTARF LÆKNA og Joset), lágmarkslengd framhaldsnáms, réttindi fóstursins, lyfjaávísanir, vinnutíma unglækna og fleira. Mörgum finnst erfitt að breyta nokkru eða ná í gegn nýjum hugmyndum innan samtakanna, og að jafnvel geti tekið tvö ár að breyta einni kommu í texta!! Einn fundarmaður sagði að Evrópusamband- ið væri í óða önn að skilgreina grænmeti (stærð, lögun og lit á eplum til dæmis eða hversu íbjúgir bananar mættu vera) en vanrækti mikilvægari mál eins og mannréttindi. Ekki ætla ég að leggja mat á það. Líkast til er skriffinnska og seinagangur samevr- ópskt vandamál sem margir halda fram að tröllríði flestum stofnunum Evrópusambandsins. A CP fund- inum reyndi breska sendinefndin ásamt þeirri dönsku (enn eina ferðina) að fá samþykkta tillögu CP 2000/051 um að Evrópusambandsákvæðum um lengd framhaldsnáms í heimilislækningum yrði kom- ið fyrir í sérstökum viðauka, Annex D um leið og fyrirmælum um skilgreiningu á sérfræðigreinum í læknisfræði og lágmarkslengd á framhaldsnámi verð- ur komið fyrir í Annex C en ekki látið standa í tilskip- un 93/16/EC eins og verið hefur. Þessi tillaga fékk 12 atkvæði, einn var á móti og fjórir sátu hjá. Tillagan féll þótt atkvæði færu 12:1 en til þess að tillaga sé samþykkt þarf nefnilega 3/4 hluta atkvæða eins og regla er í Evrópustarfi og þá eru hjásetur reiknaðar með í atkvæðatalningu. Tillagan fékk samkvæmt þessu 12 atkvæði af 17 eða rúm 70%. Þetta fannst Dönunum alveg ómögulegt og líkast til verður haldið áfram að kljást við þetta á næsta fundi. Tillaga CP 2000/049 var um vinnutímatilskipun Evrópusambandsins og var hún samþykkt. Þar kem- ur fram að samkomulag milli Evrópuþings og Evr- ópuráðherra sé skref í rétta átt en unglæknar í sum- um Evrópulöndum vinni þó enn hættulega iangan vinnudag. CP leit á það sem óréttlátt og ónauðsynlegt að undanskilja unglækna þegar vinnutímatilskipunin var samþykkt og hefur ásamt PWG reynt að fá því breytt bæði til að vemda öryggi þeirra og heilsu og ekki síður sjúklinganna. CP fordæmdi þá staðreynd að ráðherraráðið skyldi krefjast níu ára aðlögunar- tíma að því að unglæknar ynnu 48 tíma vinnuviku og ekki síður að aðildarlöndum skuli heimilað að fram- lengja aðlögunartímann um þrjú ár enn í vissum til- vikum. Aðildarríki voru hvött til þess að taka tilskip- unina upp hið fyrsta í stað þess að stofna heilsu ung- lækna og sjúklinga þeirra í hættu. Tillaga CP 2000/020 frá prófessor Detilleux frá Frakklandi um samheitalyf var samþykkt. Hún er all- ítarleg og fjallar um þá tilhneigingu að lyfjafræðing- um gæti í vaxandi mæli verið heimilað að afgreiða annað lyf en það sem skráð er á lyfseðli. Ekki komi til greina að þeim verið heimilað að afgreiða lyf úr öðr- um lyfjaflokki með „svipaða verkun", heldur verði að vera um sama generiskt lyf að ræða og byggt á INN flokkun innihaldsefna. Heilbrigðisyfirvöldum sé gert skylt að halda skrá fyrir lækna yfir samheitalyf og krefjast eigi þess í aðildarríkjunum að lyf beri INN heiti. Tillaga CP2000/036 var einnig samþykkt. Hún byggir á frjálsi för og rétti til að leita eftir þjónustu milli Evrópulanda, rétti til heilbrigðisþjónustu af hæsta gæðaflokki og valfrelsi almennings. Þar segir meðal annars að sjúklingar eigi að hafa rétt á viðeig- andi heilbrigðisþjónustu í hvaða Evrópusambands- landi sem er, þeir eigi rétt á því að heilbrigðisþjónust- an sé veitt í samræmi við þá gæðastaðla sem lækna- stétt hvers lands setur og einnig rétt á því að þeirra eigið tryggingakerfi endurgreiði kostnað í samræmi við siðfræðileg sjónarmið og lagaramma í heimaland- inu. Tillaga CP 2000/048 snýst um viðvaranir á tóbaks- vörum og baráttu gegn skaðsemi tóbaks. Evrópuráð- ið hefur verið að vinna að tilskipun um skaðsemi tób- aks og Evrópuþing og ráðherrar hafa ákveðið að gera tilskipunina að forgangsverkefni. Því hvetur CP þessa aðila til að beita sér fyrir strangri löggjöf og einsetja sér að draga úr dauðsföllum af völdum tób- aksreyks fremur en að láta undan hagsmunaaðilum sem framleiða og selja tóbaksvörur. Tillaga þessi var samþykkt samhljóða. Ég hef haldið öllum gögnum um fundinn til haga og geta kollegar haft samband við mig til að fá nánari upplýsingar um einstök atriði. Ég vonast þó til að gögnin verði varðveitt framvegis í húsnæði LI og þannig gerð aðgengileg fyrir félagsmenn. Ég hef hér einungis sagt frá nokkrum samþykkt- um fundarins sem ég tel að gætu verið áhugaverðar fyrir íslenska lækna. Næsti fundur CP verður í Finn- landi í lok ágústmánaðar. Með samstarfi af þessu tagi eru íslenskir læknar að opna gluggann yfir til Evrópu á áhrifaríkan hátt, því að þar er víða að finna ferska hugsun auk þess sem viðfangsefnin reynast ótrúlega keimlík því sem við þekkjum í túninu heima. 446 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.