Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 49
Ahrífaríkt 28% sjúklinga fá merkjanleg áhrif innan j 12 klukkustunda Mómetasón fúróat er öflugur barksteri (af flokki III) \öruggt Lítil hætta .§r á kerfisbundnum áhrifum (< 0,1%) Lág tíðni blóðriasa (8% á móti 5% lyfleysu) Einfalt " Einn skammtur á dag Handhægar umbúðir Nasonex mómetason fúróat - nefúði, dreifa - nýr barksteri í vatnslausn Scharlng-Plough 180 lasonex 50 mikrog/dos/annos Nasonex Schering-Plough A/S, 960233 NEFÚÐI, DREIFA; R 01 A D : R E Hver úðaskammtur inniheldur: Mometasonum INN, furoate, monohydrat, samsvarandi Mometasonum INN, furoate 50 mikróg. Ábendingar: Nasonex nefúði er notaður fyrir fullorðna og börn 12 ára og eldri til meðhöndlunar á árstíðabundnum eða heilsárseinkennum ofnæmisnefkvefs.Hjá sjúklingum sem hafa sögu um miðlungs eða alvarleg einkenni af árstíðabundnu ofnæmisnefkvefi, má nota Nasonex fyrirbyggjandi í allt að fjórar vikur áður en frjókornatímabilið hefst. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum Nasonex. Ekki ætti að nota Nasonex ef um ómeðhöndlaða, staðbundna sýkingu er að ræða í nefslímhúð. Sjúklingar, sem nýlega hafa gengist undir skurðaðgerðir á nefi eða eru með áverka á nefi, ættu ekki að nota barkstera í nef fyrr en sárin hafa gróið að fullu, þar sem þeir hamla að sár grói. Varúð: Nasonex nefúða skyldi ekki nota, eða þá með mikilli varúð, ef sjúklingar hafa virka eða óvirka berklasýkingu í öndunarfærum eða ómeðhöndlaða sveppa- sýkingu, bakteríusýkingu, útbreidda veirusýkingu eða herpessýkingu í auga. Eftir 12 mánaða meðferð með Nasonex nefúða sáust engin merki um rýrnun i nefslímhúð. Eins og við alla iangtímameðferð þarf að skoða reglubundið þá sjúklinga sem nota lyfið í nokkra mánuði eða lengur, m.t.t. hugsanlegra breytinga i nefslímhúð. Ef staðbundnar sveppasýkingar koma fram í nefi eða koki þarf hugsanlega að hætta Nasonex nefúðameðferð.Ef um langvarandi ertingu í nefi og koki er að ræða kann að vera ástæða til að hætta meðferð með Naso nex. Þegar farið er yfir i meðferð með Nasonex nefúða, dreifu eftir almenna sterameðferð finna sumir sjúklingar í fyrstu fyrir einkennum um fráhvarf frá kerfis- sterameðferð t.d. lið- og/eða vöðvaverkir, slappleiki og þunglyndi þrátt fyrir að einkennin frá nefi lagist. Þessa sjúklinga þarf að hvetja sérstaklega til að halda á- fram að nota lyfið. Þegar slík meðferðarbreyting er gerð geta komið fram einkenni um aðra ofnæmissjúkdóma svo sem augnslímhúðarbólga og exem sem héld- ust í skefjum vegna almennu sterameðferðarinnar. Vara ætti ónæmisbælda sjúklinga, sem eru á sterameðferð, við hættunni á sýkingum (t.d. hlaupabólu og misl- ingum) og um mikilvægi þess að leita sér læknishjálpar ef þeir verða fyrir slíkum sýkingum. Eins og við notkun annarra barkstera i nef ætti aðeins að nota Naso nex hjá þunguðum konum eða konum sem hafa börn á brjósti, ef gagnið af meðferðinni vegur meira en hugsanleg áhætta fyrir móður, fóstur eða ungbarn. Börn sem eru fædd af mæðrum sem fengið hafa barkstera á þungunartímabilinu þarf að athuga sérstaklega m.t.t. nýrnahettubarkarbilunar. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir sem fram hafa komið í klínískum prófunum eru eftirfarandi: Höfuðverkur (8%), blóðnasir (8%), kokbólga (4%), sviði í nefi (2%) og erting í nefi (2%). Þessar aukaverkanir eru einkennandi þegar barkesterar eru notaðir í nefúða. Blóðnasir voru yfirleitt minniháttar og stöðvuðust af sjálfu sér. Skammtastærðir handa fullorðnum (þ.m.t. aldraðir) og börnum 12 ára og eldri: Venjulegur ráðlagður skammtur er 2 úðanir (50 mikróg/úðun) í hvora nös einu sinni á dag (heildarskammtur 200 míkróg). Þegar sjúkdómseinkennin hafa lagast má minnka skammtinn í eina úðun í hvora nös (heildarskammtur 100 míkróg). Ef einkenni lagast ekki má auka skammtinn i 4 úðanir í hvora nös einu sinni á dag (heildarskammtur 400 míkróg).Við meðferð með Nasonex nefúða fást merkjanleg áhrif innan 12 klst. eftir fyrsta skammt hjá mörgum sjúklingum sem þjást af árstíðabundnu ofnæmis- nefkvefi. Samt sem áður geta liðið nokkrir dagar áður en full verkun næst. Þessir sjúklingar ættu því að halda meðferð áfram þar til fullum áhrifum er náð. Ekki er vitað um lækningalegt gildi lyfsins fyrir börn undir 12 ára aldri og er ekki mælt með Nasonex fyrir þennan aldurshóp. Pakkningar og verð: 1 úðastaukur, 18 g (120 úðaskammtar). Heildsöluverð án vsk. 1.365.- Smásöluverð með vsk. 2.747.- Umboðsaðili: /OO ISFARM clií! Schering-Plough
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.