Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÓBAKSNOTKUN LÆKNA
Könnun á tóbaksnotkun íslenskra lækna
Pétur Heimisson
Stjórn LI lét gera könnun á tóbaksnotkun
meðal félagsmanna sinna í lok síðasta árs. Kveikjan
að könnuninni var að EFMA (Europian Forum of
Medical Associations) hvatti evrópsk læknafélög til
að kanna hvernig háttað væri reykingavenjum lækna.
Að beiðni stjórnar LÍ tók undirritaður að sér að sjá
um framkvæmdina í samvinnu við starfsfólk skrif-
stofu LÍ.
Læknar
□ Allt landið
19,6
Hef aldrei reykt ' Reykti áöur en ' Reykti áður en ^ Reyki sjaldnar ^ Reyki daglega
er hættur fyrir
meira en ári
er hættur fyrir
minna en ári
en daglega
Mynd 1. Reykir þú eða
hefur þú reykt? Læknar á
aldrinum 26-90 ára í
samanburði við lands-
menn á aldrinum 26-89
ára. Peir sem afstöðu tóku.
Mynd 2. Reykir þú eða
hefur þú reykt? Lœknar á
aldrinum 26-90 ára. Greint
eftir því hvort hefðbundin
viðtöl við sjúklinga eru
hluti af lœknisstarfi þeirra.
%
100-
80-
60-
40-
Viðtöl
29,9
38,4
Reykti áöur Reykti ðöur
en er hættur en er hættur
fyrir meira fyrir minna
en ári en ári
Ákveðið var að nota sem grunn sömu spurning-
ar og notaðar hafa verið árum saman í könnunum
Tóbaksvarnanefndar á reykingavenjum þjóðar-
innar. Þar sem í niðurstöðum könnunarinnar er
sýndur samanburður við þjóðina („allt landið“) er
verið að bera læknakönnunina saman við svör
þjóðarúrtaks í janúar 2000. Síðan var bætt við
spurningum um notkun reyklauss tóbaks og
spurningu, þar sem greint var milli þess hvort
læknir sinnir reglulega viðtölum við sjúklinga eða
ekki. Við endanlega gerð spurninga naut ég góðr-
ar aðstoðar Þorsteins Blöndals læknis og færi ég
honum þakkir fyrir.
Spurningar voru sendar öllum félögum í LÍ hér
á landi (alls 1.048 félög-
um) og sá starfsfólk
skrifstofu LI um það.
Með spurningalistanum
fengu menn einnig frí-
merkt umslag til að
senda inn svör sín. Öll-
um var sent eitt ítrekun-
arbréf og fengust 725
svör, svarhlutfall því
69,2%. Úrvinnsla gagna
fór fram hjá sama aðila
og gerir hliðstæðar kann-
I I Ekki viðtöl
1,7
5,8 6,1
Reyki
daglega
Höfundur er heilsugæslulæknir
á Egilsstöðum.
anir fyrir Tóbaksvarnanefnd, Price Waterhouse
Coopers.
Um þetta var spurt:
1. Reykir þú eða hefur þú reykt? 2. Hvað reykir
þú?
3. Notar þú eða hefur þú notað reyklaust tóbak,
þ.e. nef- eða munntóbak?
4. Hvaða reyklausa tóbak notar þú?
5. Eru hefðbundin viðtöl við sjúklinga (hvort sem
er á sjúkradeild eða stofu) reglulegur hluti af þínu
læknisstarfi?
Niðurstöður ef marka mætti eru mjög jákvæð-
ar, tóbaksnotkun meðal íslenskra lækna virðist í
algjöru lágmarki, þegar miðað er við þjóðina alla.
Af þeim sem svara eru einungis 3,6% sem reykja
daglega og 5,8% sem reykja, en sjaldnar en dag-
lega. Erfitt er að segja til um þá skekkju sem gera
verður ráð fyrir að lágt svarhlutfall (69,2%) valdi.
Því miður er ekki hægt að kanna þetta brottfall úr
könnuninni nánar þar sem könnunin var þannig
gerð að ekki var fylgst með því hverjir svöruðu og
hverjir ekki. Það er reynsla þeirra sem vel þekkja
til að þegar læknar eru spurðir á þennan hátt um
eigin tóbaksnotkun, þá megi gera ráð fyrir að í
brottfallinu (30,8% í þessari könnun) sé tóbaks-
notkun tíðari en á meðal svarenda. Því er varhuga-
vert að taka fullt mark á niðurstöðum könnunar-
innar og mitt mat er það að reykingar meðal ís-
lenskra lækna séu því miður eitthvað tíðari en
þessar niðurstöður benda til.
I því sambandi er rétt er að nefna könnun sem
læknarnir Þorsteinn Blöndal og Sveinn Magnússon
ásamt þáverandi læknanema Önnu Stefánsdóttur
gerðu 1989 og sem birt var í 2. tölublaði Lækna-
blaðsins 1991. Þar var notað 200 lækna úrtak úr
félagaskrá LI, spurt í gegnum síma og fengust svör
frá 196 læknum. Samkvæmt þeirri könnun reyktu
13,3% lækna daglega og önnur 13,3% reyktu en
sjaldnar en daglega. Einnig liggja nú fyrir fyrstu
niðurstöður af samnorrænni könnun meðal heimil-
islækna sem gerð var árið 1999 að frumkvæði krabba-
meinsfélaganna á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim
reykja 7% íslenskra heimilislækna daglega og 5%
þeirra reykja sjaldnar en daglega.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim er svöruðu
spurningunum og síðast en ekki síst starfsfólki á
skrifstofu LI fyrir sinn þátt í könnuninni. Með
þessum orðum um könnunina fylgja auk spurning-
anna sjálfra tvær myndir úr lokaskýrslu. Skýrslan
sjálf er hins vegar aðgengileg á skrifstofu LI og hjá
undirrituðum (sími 471 1400) fyrir þá sem vilja
kynna sér hana nánar.
452 Læknablaðið 2000/86