Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 62

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 62
UMRÆÐA & FRETTIR / LÆKNAR I KLEMMU „Reyndir lœknar hafa oft gert mistök sem hafa gert þd hœfa til að þroska með sér nauðsynlegt innscei og þd auðmýkt sem þarf til að taka mikilvœgar dkvarðanir um framtíðina fyrir aðrar manneskjur. “ kvalafullan dauðdaga eftir fimm daga eða jafnvel fimm vikna erfiða banalegu sem hefði valdið miklu álagi á hana og aðstandendur. Og þeir spyrja áfram hvort læknar þurfi ekki að leggja kalt mat á líkindi þess að svo færi. Afdráttarlaust svar sé ekki til því all- ar rannsóknir leiði til meðaltalsniðurstöðu fyrir sjúk- lingahópa sem segi ekkert um það hvernig einstakir sjúklingar bregðist við meðferð. Þar skeri reynslan ein úr. Hópurinn veltir því fyrir sér hver eigi að taka ákvörðunina um frú Svendsen. Vandinn sé sá að hana þurfi að taka á örfáum mínútum svo það gefst ekki ráðrúm til að leita ráða hjá mörgum, hvað það að setja málið í nefnd. Að sjálfsögðu beri lækninum að ráðfæra sig við aðstandendur ef það er hægt en þá er eins víst að þeir sendi boltann til baka vegna þess að læknirinn viti þetta hvort sem er miklu betur en þeir. Þá vaknar spurningin um það hvort læknirinn eigi að koma sér undan ábyrgðinni eða reyna að gera það sem hann getur. „Svarið er tvíþætt. Læknar hafa allar forsendur til þess að vera góðir ráðgjafar um læknisfræðileg vandamál sem varða líf og dauða. A hinn bóginn eru siðrænt innsæi og samskiptahæfni lækna ákaflega mismikil. Það er ekki lögð mikil áhersla á slíka hæfni, hvorki í læknanáminu né við mat á hæfni umsækj- enda við stöðuveitingar," segja höfundar. Þeir bæta því þó við að læknar séu flestir hverjir hæfari um að taka slíkar ákvarðanir en aðrir, ekki endilega vegna faglegrar þekkingar sinnar heldur vegna reynslunnar sem þeir hafa aflað sér, meðal annars með því að gera mistök. „Reyndir læknar hafa oft gert mistök sem hafa gert þá hæfa til að þroska með sér nauðsynlegt innsæi og þá auðmýkt sem þarf til að taka mikilvægar ákvarðanir um framtíðina fyrir aðrar manneskjur," segja þeir. Réttlæti, jöfnuður og bræðralag Höfundar eru ekki sammála þeirri niðurstöðu Wyll- ers að læknar eigi eingöngu að hugsa um hag einstak- lingsins en láta stjórnmálamenn um hinar samfélags- legu vangaveltur, slíkt sé ógerlegt í raun og forkast- anlegt sem meginregla. Læknar hljóti að þurfa að skipta starfskröftum sínum og tíma milli allra sjúk- linga sinna, hvort sem þeir starfi á sjúkrahúsi eða sem einyrkjar á stofu. Auk þess sé ekki gefið að það sé sjúklingnum alltaf fyrir bestu að læknirinn veiti hon- um ótakmarkaðan tíma og athygli en láti afganginn af veröldinni lönd og leið. „Við getum fallist á að þegar læknirinn stendur andspænis einstaklingnum sé það skylda hans að gera það sem honum er fyrir bestu. En við erum á því að það sem er einstaklingnum fyrir bestu sé háð því sem er samfélaginu fyrir bestu. Þess vegna verður læknir- inn að taka tillit til annarra og það gerir hann með því að leggja rækt við sammannlegar dyggðir á borð við réttlæti, jöfnuð og bræðralag," segir í grein hinna heimspekilega sinnuðu lækna. Lausnina á þessum vanda sjá þeir einna helst í því að læknar stundi sem mest samráð sín á milli. Ef til ágreinings kemur þurfa læknar að hafa hugfast að þeir gegna mismunandi hlutverkum. Heimilislækn- irinn er oft í þeirri stöðu að tala máli sjúklingsins gagnvart deildaryfirlækninum sem er með augun á biðlistunum. Sá fyrrnefndi þekkir allar aðstæður og þarfir sjúklingsins en sá síðarnefndi þarf að vega þarf- ir hans á móti þörfum annarra sjúklinga sem einnig bíða úrlausnar. Loks gegnir yfirlæknirinn því hlut- verki að tala máli sjúklinganna gagnvart stjórnendum og stjórnvöldum og þarf þá jafnvel að leita til fjölmiðl- anna eftir aðstoð við að sýna almenningi fram á að þama séu hagsmunaárekstrar á ferð. „Heilbrigðiskerfið getur tekist á við árekstra sem verða á milli einstaklings og samfélags með því að dreifa hinni siðferðilegu ábyrgð á lækna sem gegna mismunandi hlutverkum. ... Við getum ekki gert allt fyrir sjúklinginn sem er á bekknum hjá okkur núna þar sem það rýrir möguleika þeirra sem bíða á bið- stofunni. En með því að styrkja hin samfélagslegu gildi leggja læknar sitt af mörkum til þess að sjúkum og þjáðum reynist auðveldara að leita liðsinnis í heil- brigðiskerfinu," er niðurstaða höfunda. Hvað segja íslenskir læknar? Þannig ræða norskir læknar málin sín á milli og eru greinilega ekkert feimnir við að takast á við erfiðar spurningar um læknisstarfið og hlutverk læknisins. Hér á landi standa læknar ekki síður en annars staðar andspænis erfiðum ákvörðunum í daglegum störfum sínum þar sem reynir á siðferði þeirra, þekkingu og hæfni í mannlegum samskiptum. Fróðlegt væri að heyra frá læknum um þessi mál og Læknablaðið er kjörinn vettvangur fyrir slíkar hug- leiðingar. -ÞH Heimlldir 1. Wyller VB. Gi legene hva legenes er. Tidsskr Nor Lægeforen 1999; 119: 3797-9. 2. Ebrahim S. Do not resuscitate decisions: flogging dead horses or a dignified death? BMJ 2000; 320:1155-6. 3. Aarseth HP. Hvem har krav pá legens lojalitet? Tidsskr Nor Lægeforen 2000; 120:1119. 4. Schei E, Norheim OF, R0rtveit G, Lysebo DE, Hjörleifsson S. Tidsskr Nor Lægeforen 2000; 120:1207-9. 458 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.