Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 67

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Árni Björnsson skrifar tæpitungulaust Heimilislæknirinn Tegund í útrýmingarhættu Stundum hitti ég fólk á förnum vegi eða á sam- komum, sem stöðvar mig og spyr „manstu eftir mér, þú varst einu sinni heimilislæknirinn okkar?“. Að vísu gerist þetta æ sjaldnar en mér dettur í hug hversu mörgum heilsugæslulæknum á heilsugæslustöðvum fólk muni muna eftir, að 30-40 árum liðnum sem lækninum sínum. Framanaf árunum sem ég starfaði sem sérfræðingur og líka á næturvöktum, vissi fólk nánast alltaf hver var heimilislæknir þess, en á síðari árunum gerðist það æ algengara að það vissi ekki hver hann var. Ég veit ekki hver þróunin hefur verið á allra síðustu árum, en hef á tilfinningunni að færri og færri hafi hugmynd um, hver heimilislæknir þeirra sé þó flestir rati á næstu heilsugæslustöð. Þegar ég kom heim frá sérfræðinámi og réðst sem aðstoðalæknir á handlækningadeild Landspítalans, var mér gert það ljóst að ég gæti ekki lifað og brauð- fætt fjölskylduna af föstu laununum sem þá voru í boði fyrir aðstoðalækna. Lausnin var að taka að sér heimilispraxís og svo vildi til að þá losnaði praxís Kristbjörns heitins Tryggvasonar sem var að verða yfirlæknir á nýstofnaðri barnadeild Landspítalans og bað hann mig að annast praxísinn, sem var allmikill. Þetta þýddi að full stofa af sjúklingum beið mín að loknum starfsdegi á spítalanum og ég verð að játa að tilhugsunin um hvað þar biði mín var á stundum kvíða- blandin. Þetta fólk varð að afgreiða og að því loknu biðu vitjanirnar og þeim varð að ljúka. Að fresta einhverju til morguns þýddi aðeins að meira var að gera þann daginn. En smátt og smátt kynntist ég skjólstæðingum mínum, ekki aðeins persónunum heldur einnig persónulegum aðstæðum þeirra, gleði og sorgum. Það gerði starfið að sumu leyti léttara en í annan stað líka erfiðara, vegna þess að kynnin sköp- uðu bæði samúð og andúð. Það gat verið erfítt að veita hlutlausa þjónustu. Líklega stóðst bókhaldið ekki nú- tímakröfur en það var spjaldskrá á stofunni og kompa í töskunni en taskan var stöðutákn heimilislæknisins í þann tíð. Skráning upplýsinga var í lágmarki enda var tölvan ekki komin en spjaldskráin gekk í arf til þess sem tók við praxísnum. Viðkvæmar persónuupplýs- ingar voru trúnaðarmál milli sjúklingsins og læknisins og sjaldnast skráðar, einkum ef þær tengdust sam- bandi sjúklingsins við nánustu ættingja eða ástvini. Grundvöllur sambandsins milli heimilislæknisins og sjúklinga hans var gagnkvæmt traust, meðal annars vegna persónulegra kynna. Jafnvel bömin þekktu heimilislækninn og treystu honum betur en einhveij- um aðvífandi, þó sá bæri líka læknisheiti. Hvað hefur breyst eða hefur eitthvað breyst? Á sambandið milli læknis og sjúklings hefur lagst ofur- þungi skráningar á upplýsingum. Frjálsi og sjálfstæði heimilislæknirinn sem gat valið það sem hann skráði er að hverfa. Læknir sem ræður sig í þjónustu hins opinbera heilbrigðiskerfis ræður ekki hvaða upplýs- ingar hann skráir um sjúklinginn og hverju hann kýs að sleppa. Sjúklingurinn getur heldur ekki treyst því að upplýsingar sem hann vill halda milli sín og lækn- isins verði ekki afhentar þriðja aðila án vitundar hans. Því verður hollara bæði fyrir lækninn og sjúk- linginn að halda sig í hæfilegri fjarlægð hvor frá öðr- um, stóri bróðir er alls staðar á varðbergi. Því er nú leynt og ljóst reynt að útrýma sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Stóri bróðir hefur ekki sömu tök á þeim og þeim sem starfa á stofnunum hins opinbera. Sjúklingaupplýsingar, jafnvel hinar allra viðkvæm- ustu og persónulegustu eru orðnar að verslunarvöru og samkvæmt lögmálum markaðarins, sem verða æ máttugri innan heilbrigðiskerfisins, má ekki rýra gildi vörunnar með því að hengja sig í úreltar siðareglur. En það er fleira sem hefur sem hefur breytt ímynd heimilislæknisins. Fyrr á árum var það nánast bundið skyldu að sinna sjúklingum samdægurs. Þarmeð var ekki sagt að lækning, nema bráðalækning, væri sam- dægursverkefni. Alloft var nauðsynlegt að láta sjúk- lingana koma aftur til að átta sig betur á vanda þeirra en biðlistamenning eins og hún tíðkast nú á heilsu- gæslustöðvum var ekki við hæfi. Svo voru það vitjan- irnar. Um það hefur lengi verið deilt hvort vitjanir lækna á heimili sjúklinga þjóni einhverjum tilgangi og virðist sem hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslustöðv- um sinni sjúkravitjunum í vaxandi mæli. Þetta hefur eflaust sína kosti. Það er hægara fyrir lækni, sem er störfum hlaðinn við að skrá upplýsingar að sleppa við þessa skyldu en um leið tapast sá þáttur í samskiptum að kynnast á vettvangi sjúklingsins og það fannst mér oft býsna Iærdómsríkt, þó erfitt kunni að vera að færa þann lærdóm í gagnagrunn. Þekking ein og sér, hversu víðtæk sem hún er, getur því aðeins orðið grundvöllur visku að reynsla fylgi með og í engri grein læknisfræði eins og heimilislækningum hefur reynsla af samskiptum við sjúklinga og þekking á um- hverfi þeirra jafn mikla þýðingu bæði fyrir lækninn og sjúklinginn. Læknisfræðin stendur nú á krossgötum. Rann- sóknarstörf ásamt skráningarskyldu verða æ fyrir- ferðarmeiri þættir í í fræðslu og starfi lækna og þar eru heimilislæknar ekki undantekning. Upplýsinga- skráning fyrir opinbera aðila og tryggingafélög tekur meira og meira af tíma læknisins, en að sama skapi minnkar tíminn sem hann hefur til að sinna andleg- um og líkamlegum þörfum sjúklinga sinna. Vera má að þetta sé það sem koma skal, en sé það raunin, er þá ekki kominn tími til að huga að því hvort á að smyrja eða stoppa upp síðasta heimilislækninn til að geyma hann í væntanlegu læknisfræðiminjasafni? Læknablaðið 2000/86 461
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.