Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ Að elska, reykja, drekka og dufla... Bjarni Jónasson skrifar Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfsíma 564 4106 eða á netfang: bjarni.jonasson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Höfundur er heilsugæslulæknir í Garðabæ og stjórnarmaður í Nordisk Selskap for Medisinsk Humor. Geðrannsókn Héraðslæknir úti á landi fékk fyrir mörgum árum símhringingu frá geðlækni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var á þeim tímum, þegar héraðslæknamir þekktu hvert einasta mannsbam í héraðinu og kunnu heilsufarssögu hvers og eins utanað. Geðlæknirinn var að afla efnis í rannsókn á geðsjúkdómum og bað kollega sinn um að komast að því hve margir væm geðveikir í héraðinu. Héraðslæknirinn kvaðst mundu hringja suður, þegar hann væri búinn að komast að niðurstöðu. Nokkrum dögum síðar lætur héraðslæknirinn í sér heyra og segir: „Eg er búinn að kanna málið. Það er bara enginn geðveikur í héraðinu, en margir ansans ári skrítnir.“ Ofurheyrn Einar eyrnalæknir hafði lengi reynt að telja Alexand- er á að fá sér heyrnartæki, en gamli maðurinn var ekki á þeim buxunum. Loks lét Alexander til leiðast, þegar hann sá tæki sem var svo lítið og nett að það sást varla, þegar það var komið á sinn stað. Mánuði seinna kom sá gamli til læknisins í eftirlit. „Hvernig gengur með nýja heymartækið?“ spurði Einar læknir. „Alveg prýðilega. Ég hef heyrt eitt og annað síðastliðinn mánuð, sem ég hélt að ég mundi aldrei heyra.“ „Meiriháttar, en hvað segir fjölskyldan við þessu?“ spurði Einar. „Blessaður vertu, íjölskyldan veit ekkert af þessu,“ sagði gamli maðurinn. „En ég skemmti mér alveg stórkostlega og er búinn að breyta erfðaskránni minni fjórum sinnum síðan ég fékk tækið.“ Getnaðarvörn Ung kona kom til læknis og hafði áhyggjur af því að hún væri ófrísk. Eftir skoðun og rannsóknir kom í ljós að svo var ekki. Læknirinn ráðlagði henni hinar og þessar getnaðarvarnir, en hún hafnaði þeim öllum. „Er þá ekkert annað til ráða?“ spurði konan. „Jú, eitt enn" sagði læknirinn. „Leikfimi.“ „Fyrir eða eftir samfarir?" „Nei, í staðinn fyrir samfarir.“ Gúmmítuðra Maður á miðjum aldri kom til læknis og bað um lið- sinni til að komast í ófrjósemiaðgerð. „Ég hef verið kvæntur í sjö ár og við hjónin höfum eignast barn á hverju ári. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að getnaðarvamir eru gagnslausar.“ Síðan horfði hann ásakandi á lækninn og sagði: „Þú stakkst upp á því að við hjónin notuðum smokkinn og sýndir mér meira að segja hvemig ætti að nota hann. Engu að síður kom bam undir. Það kom svo sem ekkert á óvart, því við gátum með engu móti skilið hvemig gúmmítuðra, sem maður setur yfir þumalinn átti að geta komið í veg fyrir að konan yrði ólétt.“ Af iðrasýkingum Eins og öllum er kunnugt hafa þau systkin salmonella og kampýlóbakter haldið þjóðinni í heljargreipum síðustu misserin og svipt margan matmanninn ánægj- unni að grilla kjúkling eða borða afganga úr ísskápn- um. Fjölmiðlar hafa verið iðnir við að upplýsa al- menning um stöðu mála. Fyrirsögn í Degi í byijun febrúar hljóðar: „Campylobacter enn í fullu fjöri.“ Moggi lýsir svo heldur skárra ástandi um miðjan apríl: „Campylobacter í lágmarki í ferskum kjúk- lingi“. Það var reyndar of gott til að vera satt, því degin- um áður er frétt í DV með fyrirsögninni: „Landbún- aðarráðherra veiktist hastarlega: Fékk campylobakt- er í Kína - liggur enn á sjúkrahúsi“. Þegar loksins er farið að sjá til sólar í baráttunni gegn þessum vágesti er ráðist í að flytja hann inn frá Asíu! Af því tilefni orti kollega úti á landi: Sannfœrandi sína rullu sjálfur leikur ráðherrann kominn með kamfylodrullu kannski tekst að lækna hann. Meiri kveðskapur um tóbak og fleira Eins og allir muna úr síðasta Broshorni orti Pétur Pétursson heilsuheilræði á þessa lund: Hver, sem tóbaksruddann reykir reynir frelsissviptingu. Hann œðar skemmir, krabba kveikir og kœftr holsins lyftingu. Þessu vildi kollega að norðan ekki mótmæla en datt samt í hug: Pétur má ég tœpast trufla tyft mig getur skáldsins lófi. En elska, reykja, drekka og dufla er dásamlegt í góðu hófi. Áfram kollegar Það er líf, það er von! Pistilritari þakkar af alhug góð viðbrögð við hvatn- ingunni að senda efni í Broshornið og biður um að honum verði engin grið gefin í þeim efnum. Læknablaðið 2000/86 463
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.