Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 79

Læknablaðið - 15.06.2000, Page 79
OKKAR A MILLI Mynd frá golfferð lœkna, tekin á East-Links golfvellinum í Skotlandi. Læknagolf 2000 Golfmót sumarsins 1. Delta-mótið - Hvaleyrarvöllur föstudaginn 2. júní kl. 13:30. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Veitt verður full for- gjöf (hámark 36). Leikið verður af gulum teigum. Konur leika af rauðum teigum. 2. Stetho-mótið - Golfvöllur Oddfellowa mánudaginn 26. júní kl. 15:00. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Leikið verður af gulum teigum nema konur sem leika af rauðum. Veitt verður full forgjöf eins og í opnum mótum (24). Styrktaraðili mótsins er Roche. 3. Lögmannaslagur - Strandarvöllur Hellu sunnudaginn 16. júlí kl. 11:00. Leikinn verður betri bolti með forgjöf. Að minnsta kosti 10 manna lið verða frá hvorum hópi. Reynt verður að ræsa öll holl út samtímis. 4. Austurbakka-Ethicon-mótið - Leiruvöllur Keflavik mánudaginn 31. júlí kl. 14:00-15:00. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Leikið verður af gulum teigum nema konur, sem leika af rauð- um. Veitt verður full forgjöf eins og í opnum mótum (24). Reynt verður að ræsa út af að minnsta kosti tveimur teigum samtímis. Verðlaunaafhending og kvöldverður bíður að loknu móti í boði styrktaraðilans. 5. Glaxo-mótið - Nesvöllur föstudaginn 25. ágúst kl. 14:00. Leik- fyrirkomulag er punktakeppni með fullri forgjöf (7/8). Leikið verður af gulum teigum nema konur, sem leika af rauðum. Framkvæmdastjórnin Stjórn FÍLÍS. Frá vinstri, Gunnar Mýrdal, Sif Ormarsdóttir gjaldkeri, Guðjón Kristjánsson formaður, María Gunnbjörnsdóttir og Sigriður Val- týsdóttir ritari. Ný stjórn í Svíþjóð Aðalfundur FÍLÍS var haldinn 2. desember 1999 á sænska lækna- þinginu (Riksstamman). Ný stjórn var kosin til tveggja ára. Stjórn- ina skipa Guðjón Kristjánsson formaður, Sif Ormarsdóttir gjald- keri, Sigríður Valtýsdóttir ritari, María Gunnbjörnsdóttir og Gunn- ar Mýrdal meðstjórnendur. í félaginu eru nú um það bil 150 læknar. Félagið hyggst á komandi árum standa fyrir kynningu á sérfræðinámi og doktorsnámi í Svíþjóð, þar sem miklar breyt- ingar hafa orðið síðastliðin 10 ár og fleiri breytingar eru á döf- inni. Vonandi getum við birt greinar um þetta seinna á árinu. Peir sem eiga erindi við félagið geta skrifað til Guðjóns Kristjánssonar, Medicinkliniken, Akademiska Sjukhuset, 75185 Uppsala, Svíþjóð, eða sent tölvupóst: gudjon.kristjansson@ medi- cin.uu.se Félagið hefur einnig eigin heimasíðu með félagaskrá, tenglum, fréttum og fleiru. Veffang FÍLÍS: http://hem.passagen. se/ftlis/ Fréttfrá Félagi Islenskra Lœkna I Svíþjóð (FÍLÍS) Læknablaðið 2000/86 473

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.