Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Síða 8

Skessuhorn - 17.06.2014, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Minnkandi atvinnuleysi LANDIÐ: Skráð atvinnuleysi í maí var 3,6% á landinu öllu, en að með­ altali voru 6.293 atvinnulausir í mán­ uðinum og fækkaði atvinnulausum um 508 að meðaltali frá apríl eða um 0,5 prósentustig milli mánaða. At­ vinnulausum fækkaði að meðaltali um 216 á höfuðborgarsvæðinu og var 3,9% í maí en var 3,2% á landsbyggð­ inni en þar fækkaði atvinnulausum um 292 frá apríl. Á Vesturlandi fækk­ að atvinnulausum hlutfallslega minna en annars staðar en búast má við enn frekari fækkun atvinnulausra á svæð­ inu í þessu mánuði vegna nýbyrjaðrar hvalvertíðar. Atvinnuleysi minnkaði að jafnaði um 0,7% á landsbyggðinni í maímánuði. –þá Reglugerð um rækjuveiðar SNÆFELLSNES: Sjávarútvegs­ ráðherra hefur gefið út reglugerð um veiðar á rækjustofninum á mið­ unum við Snæfellsnes. Á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 1. júlí hvers árs, er skipum sem eru 105 brúttólestir að stærð eða minni, og hafa aflamark til veiða á rækju­ stofninum á miðum við Snæfells­ nes, heimilt að stunda rækjuveiðar á Breiðafirði, sunnan 65°10´N og utan línu, sem dregin er réttvísandi norð­ ur frá Krossnesvita. Afli sem fenginn er við þessar veiðar reiknast til afla­ marks í rækju á miðunum við Snæ­ fellsnes. Í reglugerðinni er nánar sagt frá mörkum þess svæðis sem leyfilegt er að stunda veiðarnar. Þá er einnig fjallað um að skylt er að nota seiða­ skilju við veiðarnar með allt að 22 mm bili milli rimla. Reglugerðin öðlast gildi strax og kemur til fram­ kvæmda 1. september 2014. Nánar má lesa um hinar nýju reglur á vef ráðuneytis atvinnumála. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 7. - 13. júní. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 23 bátar. Heildarlöndun: 26.184 kg. Mestur afli: Máni AK: 3.460 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 15 bátar. Heildarlöndun: 24.258 kg. Mestur afli: Hítará SH: 2.392 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 33 bátar. Heildarlöndun: 30.576 kg. Mestur afli: Birta SH: 2.719 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík 33 bátar. Heildarlöndun: 93.286 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 14.026 kg í tveimur löndunum. Rif 36 bátar. Heildarlöndun: 308.757 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 73.586 kg í einni löndun. Stykkishólmur 31 bátur. Heildarlöndun: 92.365 kg. Mestur afli: Birta Dís SH: 8.062 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 73.586 kg. 11. júní 2. Rifnes SH – RIF: 55.289 kg. 10. júní 3. Örvar SH – RIF: 46.648 kg. 10. júní 4. Magnús SH – RIF: 16.822 kg. 11. júní 5. Magnús SH – RIF: 11.406 kg. 10. júní. mþh Söngvitar á Jónsmessu AKRANES: Í tilefni af Jóns­ messu verða tvennir tónleikar haldnir í Akranesvita næstkom­ andi laugardagskvöld. Viðburð­ urinn kallast Söngvitar og stend­ ur til að tónleikar verði haldnir í og við vita um landið allt. „Ís­ lenska vitafélagið ­ félag um ís­ lenska strandmenningu hvetur alla tónlistarmenn til að finna sér vita til að spila í eða við, laugar­ dagskvöldið 21. júní. Sjálf Jóns­ messunótt er á mánudegi og því var ákveðið að tónleikarnir hefjist á miðnætti laugardagsins,“ seg­ ir í fréttatilkynningu frá Íslenska vitafélaginu. Hljómsveitin Fam­ ina Futura mun hefja tónleika sína í Akranesvita kl. 20. Hljóm­ sveitin flytur frumsamda, melód­ íska tónlist í ætti við popp / folk / country. Síðar um kvöldið, eða klukkan 23.59 hefjast hinir eigin­ legu Söngvita tónleikar þar sem Patrycja Szałkowicz­Żak sér um tónlistarflutning. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkir tónleikar fara fram hér á landi og vonast vitafélagið til þess að framhald verði á tón­ leikahaldi í vitum landsins. Frítt verður á báða tónleikana í Akra­ nesvita og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. –grþ Fréttir frá FSN SNÆFELLSNES: Fjölbrauta­ skóli Snæfellinga tók til starfa haustið 2004 og hefur því lokið sínu tíunda starfsári. Eins og ný­ verið var greint frá í Skessuhorni útskrifuðust 23 nemendur frá skólanum í vor og fjöldi útskrif­ aðra nemenda er þá kominn yfir 240. Á næstu haustönn er hug­ myndin að minnast þessara tíma­ móta með margvíslegum hætti. „Eitt af því sem boðið verður upp á í september er að bæði ein­ staklingar sem og hópar komi í heimsókn á skólatíma og fylg­ ist með og fái kynningu á skóla­ starfinu. Þeir sem vilja þekkjast þetta boð eru beðnir um að hafa samband við skólann og við finn­ um heppilegan tíma fyrir heim­ sókn. Snemma í október verð­ ur síðan boðið til fagnaðar þar sem velunnarar skólans, fyrrver­ andi og núverandi nemendur og starfsfólk kemur saman til þess að minnast þessara tímamóta,“ segir í tilkynningu frá FSN. „Ein þeirra hugmynda sem skóla­ stefna FSN byggir á er verkefna­ miðað nám, leiðsagnarmat og nýting upplýsingatækni í víðum skilningi. Skólinn er með fram­ haldsdeild á Patreksfirði ætl­ uð nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum og hefur hún ver­ ið starfrækt síðan 2008. Einnig er boðið upp á dreif­ og fjarnám frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í samvinnu við tíu framhaldsskóla sem auglýsa undir merkjum Fjar­ menntaskólans. Það er ekki að­ eins að kennsluhættir skólans séu fjölbreyttir heldur er nemenda­ hópurinn líka mjög fjölbreytt­ ur. Við útskrift nú í maí flutti ný­ stúdent ræðu þar sem hann m.a. lýsti upplifun sinni af því að vera fjarnemandi frá FSN, búandi í Reykjanesbæ. Við útskriftina hitti þessi nemandi í fyrsta skipti marga af þeim kennurum sem hann hefur numið hjá. FSN er framsækinn framhaldsskóli og við sem þar störfum erum full bjart­ sýni á framhaldið þar sem við teljum okkur finna að við njót­ um velvildar og stuðnings frá því samfélagi sem við störfum í.“ –mm Mikil mildi var að ökumaður mjólkurbíls slasaðist ekki þegar bíllinn og áfastur tengivagn ultu fullir af mjólk. Óhappið varð í Steðjabrekkunni á Borgarfjarðar­ braut neðst í Flókadal sl. laugar­ dagskvöld. Töluverð umferð var um veginn þegar óhappið varð og má því telja mildi að ekki urðu slys á fólki. Um tuttugu þúsund lítrar af mjólk voru í bílnum og vagninum og rann um helmingur mjólkurinnar út. Óhappið vildi þannig til að vegkantur gaf sig undan tengivagninum sem slóst við það til á veginum og dró bíl­ inn með sér útaf þannig að bæði tækin ultu. Greiðlega gekk að koma tækjunum upp á veg og á aðra bíla. Farið var með þá mjólk til Selfoss sem ekki lak út. mm/ Ljósm. Pétur Davíðsson. Í ár eru þrettán sveitarfélög eða svæði tilnefnd til náttúru­ og um­ hverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin eru tileinkuð norrænu sveitarfélagi eða samfélagi sem lagt hefur sig fram um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Dómnefndin hefur nú kunngjört ákvörðun sína um hvaða svæði hún tilnefnir til verðlaunanna að þessu sinni. Sveitarfélögin fimm á Snæ­ fellsnesi eru á meðal fjögurra svæða á Íslandi sem tilnefnd eru en sam­ tals eru þrettán svæða á Norður­ löndunum tilnefnd. Hin svæðin hér á landi eru Sólheimar, Reykjavík og Skaftholt í Skeiða­ og Gnúpverja­ hreppi. Endanlega ákvörðun um vinningshafann verður gerð opin­ ber 29. október nk. á fundi Norð­ urlandaráðs í Stokkhólmi. mm Í síðustu viku voru flokkar vinnu­ skólans á Akranesi á fullu við að slá opin svæði í bænum, fegra hann og snyrta. Greinilegt er að gróskumik­ ið vor og það sem af er sumri verð­ ur til þess að verkefnin eru ennþá stærri í sniðum hjá unglingunum í vinnuskólanum. Grasvöxturinn óvenjulega mikill eins og sjá mátti þegar verið var að hirða af torgun­ um við Flatahverfið, skammt frá verslun Samkaupa. Í þessari viku er svo fyrir höndum mikið verk við að hirða grasið, áframhaldandi sláttur og snyrting t.d. á Safnasvæðinu þar sem fjölmargir gestir Norðuráls­ mótsins koma til með að staðsetja vagna sína og slá upp tjöldum. þá Miðvikudaginn 11. júní síðastliðin voru rétt 20 ár síðan fyrsta sveitar­ félagið með nafninu Borgarbyggð var stofnað. Það varð til við sam­ einingu sveitarfélaganna Borg­ arnesbæjar, Hraunhrepps, Staf­ holtstungnahrepps og Norðurár­ dalshrepps í júní 1994. Árið 1998 var aftur sameinað þegar þáver­ andi Borgarbyggð, Borgarhrepp­ ur, Álftaneshreppur og Þverárhlíð­ arhreppur sameinuðust undir heiti Borgarbyggðar. Sama ár sameinuð­ ust sveitarfélögin Andakílshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Reyk­ holtsdalshreppur og Hálsahreppur í eitt sveitarfélag sem fékk nafnið Borgarfjarðarsveit. Árið 2006 varð til sú Borgarbyggð sem nú er, en þá sameinuðust Borgarbyggð, Borgar­ fjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur í eitt sveitar­ félag. Allt héraðið norðan Skarðs­ heiðar hefur verið eitt sveitarfélag síðan, utan Skorradalshrepps, en íbúar þar hafa staðið þéttan vörð um sjálfstæði hreppsins. mm/borgarbyggd.is Eins og sjá má kemur mikið gras af torgunum þetta árið. Torgin slegin og bærinn snyrtur Sveitarfélögin á Snæfellsnesi tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs Mjólkurbíll með tengivagni valt í Steðjabrekkunni Tuttugu ár frá stofnun fyrstu Borgarbyggðar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.