Skessuhorn - 17.06.2014, Page 9
9ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014
Vitavörðurinn frá Paimpol
Sýning á verkum Francois Jouas-Poutrel
í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.
Sýningin verður opnuð föstudaginn 20. júní kl. 17:00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sýningin stendur frá 20. júní – 20. júlí. Opið frá 9.00 – 22.00.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Organisti og kórstjóri
Laus er staða organista og kórstjóra við Grundarfjarðarkirkju frá og með 1. september.
Í Grundarfirði búa rúmlega 800 manns og þar er hefð fyrir miklu og góðu tónlistarlífi.
Um er að ræða 50% starf. Laun eru greidd skv. kjarasamningi FÍH.
Í Grundarfjarðarkirkju er 13 radda pípuorgel smíðað af þýska orgelsmiðnum Reinhart Tzschöckel.
Einnig er Atlas-flygill í kirkjunni.
Áhugasamir hafi samband við sóknarprest, sr. Aðalstein Þorvaldsson í síma 438-6640
sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Einnig má hafa samband við formann sóknarnefndar
Guðrúnu Margréti Hjaltadóttur í síma 899-5451.
Umsóknir skulu sendar á netfangið skallabudir@simnet.is
Umsóknarfrestur er til 31. júlí n.k.
Sóknarnefnd.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
S K Ó L A B R A U T 3 7
Vinsamlega hafið samband
í síma 8944070 eða á
netfangið icebot57@hotmail.com
Opið verður 13-17
mmtudaga til sunnudaga
17. júní til 31. júlí 2014
Einnig er hægt að skoða
safnið á öðrum tímum
samkvæmt samkomulagi
Í liðinni viku var opnað kaffihús á
Hvanneyri sem nefnist Skemm
an kaffihús. Það er eins og nafnið
bendir til í Skemmunni, elsta húsi
staðarins sem byggt var 1896. „Við
opnuðum á fimmtudag og opið var
alla helgina. Þetta fór framúr okkar
björtustu vonum og gengur ótrú
lega vel,“ segir Rósa Björk Jóns
dóttir sem rekur kaffihúsið ásamt
Stefaníu Nindel.
Skemman stendur í slakka mót
suðri, skammt frá gömlu skólahús
unum á Hvanneyri í einkar hlý
legu og friðsælu umhverfi þar sem
gróður og sól mæta gestum. Rósa
Björk ólst upp á svæðinu og er ný
lega flutt aftur til baka. „Mér fannst
vanta eitthvað svona hérna á staðn
um og Stefanía var búin að vera
að hugsa það sama. Okkur var
svo stefnt saman af þriðja aðila og
ákváðum í framhaldinu að opna
svona „pop up“ kaffihús og vöfflu
bar. Við sérhæfum okkur í hágæða
kaffi og belgískum vöfflum en bjóð
um einnig upp á heitt súkkulaði,
Flokksstjóra
Dag ur í lífi...
Nafn: Rögnvaldur Geir Hannah.
Starfsheiti/fyrirtæki: Flokks
stjóri í vinnuskólanum á Akra
nesi.
Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý
á Akranesi og er í sambandi með
Thelmu Björg Magnúsdóttur.
Áhugamál: Mitt helsta og eigin
lega eina alvöru áhugamál er fót
bolti.
Vinnudagurinn: Fimmtudagur
inn 12. júní 2014.
Mætt til vinnu og fyrstu verk:
Vinnan byrjar klukkan átta og ég
mæti yfirleitt aðeins fyrr en það.
Það fyrsta sem ég gerði síðan var
að við fá úthlutað verkefnum frá
Einari Skúlasyni yfirmanni vinnu
skólans. Þennan morguninn var
verkefnið að fara að slá grasið við
blokkirnar við Vallarbraut.
Klukkan 10? Þá tók ég stutt kaffi
með krökkunum.
Hádegið? Klukkan 12 er tekinn
klukkutíma langur hádegismat
ur. Ég fór heim í hádegismat og
fékk mér ThaiCube eins og ég
geri oft.
Klukkan 16? Ég ásamt krökkun
um vorum þá að raka saman gras
ið sem við slógum fyrr um daginn
og setja það í poka.
Hvenær hætt og það síðasta sem
þú gerðir í vinnunni? Krakk
arnir hætta klukkan 16:30 en ég
á ennþá eftir að fara í aðalstöð
vinnuskólans og skrifa skýrslu um
afrek dagsins. Ég er yfirleitt ekki
mjög lengi að því og farinn heim
klukkan 17.
Fastir liðir alla daga? Alla daga
byrja ég á að fá verkefni og hitta
krakkana sem eiga að vera að
vinna hjá mér. Ég hitti þá við
Grundaskóla um klukkan 9:30 og
við leggjum af stað til að vinna hin
ýmsu verk.
Hvað stendur upp úr eftir
vinnudaginn? Það var fínt veð
ur þennan daginn, held að það sé
svona það eina sem stendur eitt
hvað upp úr þennan daginn. Gott
veður getur gert þessa vinnu að
skemmtilegri hreyfingu og úti
veru.
Var dagurinn hefðbundinn? Já,
þessi dagur var frekar venjulegur.
Hvenær byrjaðir þú í þessu
starfi? Þetta er auðvitað bara
sumarvinna en fyrsta sumarið
mitt sem flokksstjóri var sumar
ið 2012.
Er þetta framtíðarstarfið þitt?
Nei.
Hlakkar þú til að mæta í vinn-
una? Já, sérstaklega þegar veðrið
er gott. Ég mæli með þessu starfi
fyrir námsmenn, maður kynnist
ábyrgð en auk þess er starfið líka
mjög gefandi og skemmtilegt.
Eitthvað að lokum? Ég bara
vona að það verði gott veður í
sumar.
Kaffihús og vöfflubar á Hvanneyri
Skemman - kaffihús opnaði í liðinni
viku. Hér eru Rósa Björk og Stefanía
sem reka Skemmuna ásamt Helenu
Guttormsdóttur til vinstri.
Ljósm. úr einkasafni.
gos, eplaköku og hráköku,“ segir
Rósa. Þær stöllur stefna á að hafa
opið fram í miðjan ágúst og útiloka
ekki að þær endurtaki leikinn næsta
sumar. „Þetta er bara verkefni sem
við vildum gera fyrir staðinn og
við gerum það besta úr því sem við
höfum. Við erum ótrúlega ánægð
ar með viðtökurnar og finnum fyr
ir mikilli góðvild frá fólkinu hér í
kring.“ Skemman er opin alla daga
frá kl. 13 18 og hægt er að lesa
nánar um kaffihúsið á samnefndri
Fésbókarsíðu.
grþ