Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Side 13

Skessuhorn - 17.06.2014, Side 13
Norð ur áls mót ið 2014 Norðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnu­ mót fyrir tápmikla stráka í 7. flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni. Allir þjálfarar, fararstjórar, foreldrar, systk­ ini og aðrir ættingjar eru boðnir velkomn­ ir á Skagann með strákunum. Mikil undir­ búningsvinna liggur að baki mótinu og hafa skipuleggjendur hjá Íþróttabandalagi Akra­ ness það að leiðarljósi að taka sem best á móti öllum og að mótið gangi vel fyrir sig. Um 800 einstaklingar á Akranesi koma að þeirri vinnu og þeim störfum sem þarf að sinna meðan á móti stendur, meðal annars 800 vöktum. Norðurálsmótið kallaðist í fyrstu Skaga­ mótið en hefur síðan haft mörg nöfn eft­ ir því hvaða fyrirtæki styrkja það hverju sinni, nú síðast Norðurál. Að þessu sinni er það haldið 20.­22. júní. Í ár hafa 144 lið skráð sig til leik frá alls 26 félögum. Reiknað er með að yfir 6.000 manns verði gestkomandi á Akranesi vegna mótsins og því liggur nærri að íbúafjöldi bæjarins tvö­ faldist þá daga sem mótið stendur en íbúar á Akranesi eru nú um 6.730 talsins. Með Skessuhorni í dag fylgir lítið sér­ blað um mótið og sitthvað sem tengist knattspyrnu á Akranesi. Það er von útgef­ anda að blað þetta nýtist vel gestum og upplýsi fólk um ýmis atriði sem Norður­ álsmóti tengjast. Blaðið er fært gestunum ásamt vikulegu fréttablaði. Á meðfylgjandi mynd eru frískir Blikar að fagna marki á Norðurálsmóti 2011. mm/ Ljósm. G Bjarki Halldórsson. Glerups skórnir hitta beint í mark Skórnir eru framleiddir á mjög vistvænan hátt úr 100% ull með mjúkum kálfskinnsóla Þjóðbraut 1- Akranesi - sími 431 3333 – modelgt@internet.is S K E S S U H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.