Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 47. tbl. 17. árg. 19. nóvember 2014 - kr. 600 í lausasölu VELKOMIN Í SPARILAND Bíbí, Blaki og Ari búa í Sparilandi, sem er nýja krakkaþjónustan okkar. Kíktu á arionbanki.is/Spariland og athugaðu hvernig þú getur fengið sparibauk. Lúsina burt! Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Bjartmar Guðlaugsson Laugardagur 22. nóv. kl. 21:00 Systurnar frá Einarsnesi Sunnudagur 30. nóv. kl. 20:30 Þín eigin þjóðsaga á Sögulofti Miðvikudagur 10. des. kl. 17:30 Upplestur fyrir börn og fullorðna Ókeypis aðgangur Garðar Kortes & Robert Sund Fimmtudagur 11. des. kl. 20:30 KK & Ellen á Sögulofti Föstudagur 19. des. kl. 20:30 Kveðja frá starfsfólki Landnámsseturs SK ES SU H O R N 2 01 4 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Framleiðsluverðmæti væntanlegr- ar verksmiðju Silicor Material á Grundartanga eru líklega meira en margir gera sér grein fyrir. Í Skessu- horni í dag er rætt við Davíð Stef- ánsson verkefnisstjóra fyrirtækisins hér á landi. Málefni Silicor hafa ver- ið talsvert til umfjöllunar í Skessu- horni og öðrum fjölmiðlum að und- anförnu, en verksmiðjan mun fram- leiða tilbúið hráefni til framleiðslu á sólarkísilrafhlöðum. Davíð verkefn- isstjóri segir að seldar afurðir verk- smiðjunnar verði sambærilegar að værðmæti og loðnu- og síldveið- ar við Íslandsstrendur. „Verkefnið mun styrkja fjölbreytni í íslensku at- vinnulífi. Við þurfum að styrka stoð- ir íslensks atvinnulífs og Silicor mun þar leggja drjúgt að mörkum,“ seg- ir Davíð. Hann segist bjartsýnn á að lokamarkið sé innan seilingar, það er að ljúka fjármögnun verkefnisins. Það muni vonandi gerast í desemb- ermánuði. Næstu daga eru horf- ur á að stórum áföngum verði náð, varðandi skipulags- og orkumál. Hann segir jafnframt að huga þurfi að mörgum öðrum þáttum og allir ferlar þurfi að vera í lagi og í réttri röð. „Þetta eru tugir ef ekki hundr- uð samningar sem að endingu þarf að ná. Ég er að vona að lánasamn- ingum miði einnig áfram og allt komi þetta heim og saman á svipuð- um tíma, sem og heimild frá Seðla- banka Íslands vegna undanþága frá gjaldeyrishöftum,“ segir Davíð. Áætlanir gera ráð fyrir að bein störf hjá Silicor verði 450, en ljóst að afleidd störf og starfsemi verður mun meiri að umfangi. Davíð seg- ir að flutningastarfsemi verði mik- il í kringum Silicor. „Við vitum af nokkrum fyrirtækjum í startholun- um sem bíða eftir að Silicor bindi alla enda,“ segir Davíð. Skessuhorn hefur einmitt frétt af því að fyrir- tæki hafi sýnt byggingu vöruhótels á Grundartanga áhuga í tengslum við áform Silicor Material. Þar er ver- ið að tala um kostnaðarsamar fram- kvæmdir til viðbótar. Þá segir Dav- íð að fyrirtæki sem vinna að full- framleiðslu á sólarkísil og vinnslu úr aukaafurðum fylgist einnig með þró- un mála og sýni verkefninu áhuga. Aukaafurðir þessa framleiðslufer- ils eru nýttar í iðnað sem notar ál- blendi og fyrir vatnshreinsun. Nán- ar er sagt frá þessu risavaxna verk- efni á bls. 12 og rætt við Davíð Stef- ánsson verkefnisstjóra. þá Hér er horft yfir Katanes og Grundartanga. Lóð Silocor Material er innan gulu línunnar. Framleiðsluverðmæti Silicor verður sambærilegt loðnu- og síldveiðum Orðið bylting kemur sífellt upp í umræðunni þegar menn ræða áhrif nýjasta Baldurs sem kom til Stykkishólms í síðustu viku eftir endurbætur í Reykjavík. Sama dag fór skipið í sína fyrstu siglingu yfir Breiðafjörð. Í Skessuhorni í dag er ítarleg umfjöllun um komu nýja skipsins. Rætt er við útgerð og áhöfn, viðskiptavini og bæjarstjórana í Stykkishólmi og Vesturbyggð, sem svo skemmtilega vill til að eru feðgin. Sjá nánar bls. 14-18. Ljósm. mþh Bylting í samgöngum á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.