Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Aðventublað í næstu viku SKESSUHORN: Í næstu viku kemur hið árlega Að- ventublað Skessuhorns út. Því verður fjöldreift í níu þúsund eintökum um Vesturland og nærsveitir. Til að blaðið nái dreifingu í tæka tíð fyrir mið- vikudaginn 26. nóvember, fær- ist vinnsla þess fram um einn dag, blaðið prentað að kvöldi mánudagsins 24. nóvember, eða sólarhring fyrr en venjuleg prentun. Þeir sem vilja koma efni á framfæri í Aðventublað- ið er bent á að það þarf að ber- ast ritstjórn í síðasta lagi á há- degi á föstudaginn (ritstjori@ skessuhorn.is). Að sama skapi þurfa auglýsendur að staðfesta auglýsingapláss fyrir sama tíma í síma 433-5500 og pal- ina@skessuhorn.is. Þema Að- ventublaðs verður ungt og at- hafnasamt fólk á Vesturlandi, auk annars efnis. -mm Mæta Ísfirðing- um í Útsvari STYKKISH: Ein af síðustu viðureignunum í 24-liða úr- slitum Úrsvars spurninga- keppni Ríkissjónvarpsins fer fram nk. föstudagskvöld. Stykkishólmur sendir nú lið í keppnina í fyrsta skipti og mætir þá Ísafjarðarbæ. Lið Stykkishólms verður skipað þeim Önnu Melsteð, Magn- úsi A. Sigurðssyni og Róbert Arnari Stefánssyni. Þá á eitt Vesturlandslið til viðbótar eft- ir að keppa áður en kemur til 16-liða úrslita, það er Akra- nes sem mætir Seltjarnarnesi föstudagskvöldið 5. desemb- er. Þriðja Vesturlandsliðið, Borgarbyggð, er komið áfram í keppninni, lagði Skagstrend- inga örugglega 7. nóvember. –þá Ellefu teknir fyrir hraðaakstur LBD: Ellefu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akst- ur í vikunni í umdæmi lögregl- unnar í Borgarfirði og Döl- um. Sá sem ók hraðast mæld- ist á 130 km/klst og á í vænd- um 70.000 króna sekt ásamt tveimur punktum í ökuferils- skrá. Ökumaður fólksbifreiðar sem leið átti um Vestfjarðaveg í Dölum var stöðvaður í hefð- bundnu eftirliti lögreglu og fenginn til að blása í áfengis- mæli. Reyndist hann yfir við- miðunarmörkum og var hand- tekinn grunaður um ölvun við akstur. Var hann því fluttur á lögreglustöðina í Búðardal þar sem blóðsýni og framburðar- skýrsla voru tekin. Tvö um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í vikunni en bæði án slysa á fólki. –þá Þrír óku of hratt AKRANES: Lögreglan á Akranesi stöðvaði í vikunni þrjá ökumenn fyrir of hrað- an akstur. Þá var auk þess einn ökumaður tekinn fyrir að aka sviptur ökuréttindum og var það í annað sinn á stuttum tíma sem viðkomandi öku- maður er stöðvaður fyrir slíkt brot. –þá Athygli er vakin á því að í næstu viku kemur út aðventublað Skessuhorns, það blað sem jafn- an er mest lesið af Vestlendingum á árinu. Þeir sem ætla að nýta sér það, svo sem auglýsendur, ættu að hafa hraðann á en „deadline“ á efni á auglýsingar er á hádegi föstu- daginn 21. nóvember. Næstu daga eru horfur á sunn- an- og austlægum áttum og frem- ur mildu veðri. Á fimmtudag og föstudag er spáð stinningskalda og björtu fyrir norðan og að mestu þurru austan til, en annars dálítilli vætu með köflum. Hiti yfirleitt 2 til 8 stig. Á laugardag er útlit fyr- ir austlæga eða breytilega átt og víða rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst. Á sunnudag er spáð hægri breytilegri átt og skúr- um eða slydduéljum, en fremur mildu veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Var skuldaniðurfell- ingin rétt ákvörðun?“ Flestir eru þeirrar skoðunar að hún hafi ver- ið rétt. „Já, tvímælalaust“ sögðu 39,61% og „já líklega“ 9,9%. „Nei al- veg galin“ var svar 22,72% og „nei frekar vitlaus“ sögðu 15,73%. Veit ekki svöruðu 12,04%. Í þessari viku er spurt: Mun fólk hafa meira á milli handanna fyrir þessi jól en síðustu? Sæferðahjónin Pétur og Svanborg eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Nýi björgunarbáturinn sem Björg- unarfélag Akraness hefur fest kaup á kom til landsins um miðja síðustu viku. Hann kom með Lagarfossi, var landað á Grundartanga það- an sem ekið var með hann að húsi Björgunarfélags Akraness á mið- vikudagskvöldið. Þar verður bátur- inn málaður og gengið frá honum til notkunar áður en hann verður sjósettur að nýju. Að sögn Guðna Haraldssonar formanns sjóflokks BA er nýi báturinn mun fullkomn- ara og stærra björgunarskip en nú- verandi Margrét Guðbrandsdóttir sem hann mun leysa af hólmi. Bát- urinn sem um ræðir var smíðaður árið 1995 og áður notaður sem sjó- mælingabátur hjá breska hernum. Hann er 10,5 metrar á lengd og rúmir þrír metrar á breidd. Í hon- um eru tvær 215 hestafla vélar og tvær skrúfur. Báturinn hefur drægni upp á 300 sjómílur. Áætlað er að fjórir björgunarmenn verði í áhöfn. Báturinn býður upp á allt aðrar og betri aðstæður fyrir björgunarmenn en Margrét Guðbrandsdóttir, enda yfirbyggður. Í honum eru bekk- ir þar sem sex manns geta setið og kojur fyrir ofan. „Hann getur því nýst sem sjúkrarými ef svo ber und- ir. Það er því hægt að taka um borð veikt og slasað fólk og getur bátur- inn því einnig nýst sem eins kon- ar sjúkraflutningabátur. Þessi bátur hentar einstaklega vel fyrir íslensk- ar aðstæður enda er hann smíðaður og sérstyrktur til siglinga í Norður - Atlantshafi,“ segir Guðni. Báturinn er m.a. fjármagnað- ur með peningagjöf sem BA fékk þegar Minningarsjóður hjónanna Guðlaugar Gunnlaugsdóttur og Jóns Gunnlaugssonar frá Bræðra- parti var formlega lagður niður fyrr á þessu ári. Bróðurparti sjóðsins var úthlutað til björgunarmála á Akra- nesi. þá Það var handagangur í öskjunni hjá Jökli Fannari Björnssyni og starfsmönnum hans hjá JBH vél- um á föstudaginn. Þá var veður- blíðan nýtt til hins ítrasta og steyptur kantsteinn meðfram þjóðveginum í gegnum Borgar- nes, nánar tiltekið á Dílahæð. Að sögn Jökuls eru einungis tvö fyrir- tæki á landinu sem sérhæfa sig í kantsteypu af þessu tagi. Hann segir að verkefnum hafi fjölgað Á fundi bæjarstjórnar Akraness þriðjudaginn 11. nóvember sl. voru samþykktar nokkrar stjórnkerfis- breytingar sem bæjarráð afgreiddi í síðasta mánuði. Þær hafa nú far- ið í gegnum tvær umræður í bæjar- stjórn eins og skylt er. Meðal stjórn- kerfisbreytinganna er sameining stjórnar Byggðasafnsins í Görð- um og menningarmálanefndar og í hennar stað komi menningar- og safnanefnd. Nefndin fari með þau verkefni sem stjórn Byggðasafns- ins og menningarmálanefnd hafa annast. Meðal samþykkta um nýju menningar- og safnanefndina er að hún verði skipuð sex aðalmönnum og jafn mörgum til vara. Þar af er einn fulltrúi frá Hvalfjarðarsveit sem hafi atkvæðisrétt þegar mál- efni byggðasafnsins eru til umræðu en jafnframt málfrelsi um önnur mál menningar- og safnanefndar sem eru til meðferðar hverju sinni. Hvalfjarðarsveit á 10% eignarhlut í Byggðasafninu í Görðum en Akra- neskaupstaður 90%. Í menningar- og safnanefnd voru kosin á umræddum fundi bæjar- stjórnar: Ingþór Bergmann Þór- hallsson formaður, Guðmund- ur Claxton, Þórunn Örnólfsdótt- ir, Guðríður Sigurjónsdóttir, Elin- bergur Sveinsson og Jónella Sigur- jónsdóttir en hún er jafnframt aðal- fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í nefnd- inni. þá Eldsmiðir að störfum á Safnasvæðinu í Görðum. Ljósm. jbs. Stjórn Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefnd sameinuð Nýi björgunarbáturinn á hafnarbakkanum á Grundartanga þaðan sem hann var fluttur á Akranes sl. miðvikudagskvöld. Nýi bátur Björgunarfélagsins Steyptu kantstein í Borgarnesi jafnt og þétt frá því í vor og fari hann víða um land að steypa kanta meðfram götum, gangstéttum og plönum. Þá fjölgar einnig verk- efnum við hellulögn og aðra jarð- vegsvinnu. Jökli virðist sem land- ið sé tekið að rísa hjá fyrirtækj- um og sveitarfélögum sem eigi við hann viðskipti. „Það er vissu- lega að batna efnahagsástandið. Frá því í vor hefur verið mikið að gera hjá okkur í allskyns verkefn- um og mjög mikið á köflum. Það er margt í gangi í viðhaldi og ný- framkvæmdum því margt hefur setið á hakanum frá því um hrun. Við erum ágætlega bjartsýn og fjárfestum m.a. í húsnæði undir starfsemina á þessu ári. Keyptum hús við Sólbakka hér í Borgarnesi sem hýsti áður trésmiðju Ólafs Axelssonar. Ég get því ekki ann- að en verið bjartsýnn,“ sagði Jök- ull Fannar. mm Með kantsteypuvélinni er hægt að leggja um 13 metra á mínútu við bestu að- stæður. Steypubíllinn ekur rólega á undan vélinni og fóðrar hana með þurrsteypu svokallaðri, hnausþykkri steypu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.