Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Bíldshöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR Framleiðum eftir óskum hvers og eins Mikið úrval efna, áferða og lita SK ES SU H O R N 2 01 4 Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Auðlegð landsins er ólgandi og allt um liggj- andi: Flæðandi í fallvötnum og tindr- andi í dögginni. Hún hvíslar í golunni og orgar í storminum, veðrar upp hjarta- lagið og skefur vitbrigði í hugarfylgsn- inu. Naskur maður nefndi að Vesturland hefði á öllum öldum borið af í uppeldi skálda og listamanna. Rausnarlegt ef rétt reynist; samtíðin býr að því og framtíð- in. Landinu sjálfu má það eflaust þakka: Gjöful mið og grónar sveitir hafa marga mettað. Landslagið sjálft nærði andann líkt og það gerir enn og með mögnuðu aðdráttarafli dregur það nú heim í sveit- ir Vesturlands ferðalanga hvaðanæva að. En „landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt,“ sagði sveitastrákurinn, eða kannski var hann að grínast? Einn miðill skapandi hugsunar er tungumálið sjálft. Það nærist og lif- ir í frjóum hugum, með fólki sem legg- ur á minnið og lifir. Þetta á til dæmis við um formæður og -feður sem skópu kennileitum örnefni, meitluðu í hug- anum leiðarvísa í landslagið sem leiddu menn úr háska og léttu hversdagsstörfin. Þau eru leiðarvísar í horfinn heim verk- kunnáttu og vinnulags, menningar sem lítt breyttist í alda rás, en er mörgum nú- tímans börnunum ógnarfjarlæg. Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum gaf samtíð og framtíð lykil að veröld sem var, með örnefnasöfnun sinni. Innsýn í menningarlandslag sem annars hefði glatast með elstu kynslóðinni. Menningarráð Vesturlands studdi það verkefni sem og önnur sem eflt hafa byggðir Vesturlands með því að skerpa vitund og verðleika. Öflugt Menning- arráð og kröftugur menningarfulltrúi er ómetanlegur styrkur ekki síst nú þegar gestagangurinn eykst! Besta burðarvirki fyrir gestamóttöku sem hugsast getur er byggt á menningu, hún er líf samfélags- ins og það sem til hennar er lagt eflir þrótt þess. Menningin er lifandi og vex með heimsóknunum en stendur áfram og dafnar þegar vertíð lýkur. Ég fór í Rif á Snæfellsnesi í fyrsta skipti á ævinni um síðustu helgi. Erind- ið var að sækja fyrstu ráðstefnu Vitbrigða Vesturlands og fyrsta aðalfund félagsins sem haldinn var í Frystiklefanum í Rifi, gömlu frystihúsi sem nú gegnir hlutverki leikhúss. Frystiklefinn er gott dæmi um hvað gerist þegar skapandi hugur hugsar heim, kemur verðmætum í gagnið aftur á svo óvæntan og skemmtilegan máta. Það hefur gildi, vekur athygli á því sem fyrir er, styrkir allt og gefur meira líf. Það eru engar ýkjur hvað Nesið er óhemju fallegt. Á laugardagsmorgni þræddum við útgerðarþorpin á norðan- verðu nesinu sem kúrðu eins og perlur í gullinni umgjörð. Á heimleiðinni var far- ið fyrir nesið og eftir Ölduhrygg í stafa- logni, lýsingarorðin mín mega sín lítils gagnvart fegurðinni sem við nutum. Lit- brigði landsins og form greipast í minn- ið sem bisar við að tengja staðarnöfn og kennileiti við sögur og minni. „Stað- arstaður“ gæti allt eins verið dæmi um sérlegt metnaðarleysi eða skort á anda- gift við val á staðarheiti ef ekki væri fyrir söguritunina og bókmenntirnar. Auðlindir landsins og sjávar eru mikl- ar en vandumgengnar og ærið forgengi- legar ef illa tekst til. Auðlegð andans er óendanleg, ævaforn og síung; fólgin í „útskersblaða aldagömlu ryki, á gulnuð- um blöðum,“ með vaxandi styrk í tónlist af öllum toga, hún stelur senunni í göml- um frystiklefum og pakkhúsum og vit- um, hún ber lit dala og hóla, hún þrífst og blómstrar í listrænum dvalarsetrum, teiknar og er teiknuð, útfærð og hönnuð, kveðin og skrifuð, byggist upp og byggir upp. Er annað landslag. Auðlegð andans er sískapandi og af grónu verki sprettur ný sköpun. Verð- mæti hennar eru jafnt veraldleg sem and- leg og kraftur hennar drífur áfram þjóð- líf og efnahag! Bryndís Geirsdóttir Þann 18. nóvember 2013 hittist hópur fólks á Safnasvæðinu á Akranesi. Fáir þekktust og flestir voru frekar feimnir hver við annan, en þetta fólk átti það sameiginlegt að það starfaði við skap- andi greinar af einhverjum toga og var fullt eldmóðs. Í skammdeginu þennan dag voru Vitbrigði Vesturlands stofnuð í Stúkuhúsinu á Safnasvæðinu á Akra- nesi. Nú, ári síðar, er nýlokið fyrsta Ráð- stefnuhléinu sem við vorum búin að ákveða að halda fyrir löngu. Skipulagið tók stundum á en varð á endanum af- skaplega farsælt. Við erum núna full af þeirri góðu tilfinningu um að þetta hafi gengið ótrúlega vel. Í stað hefðbund- ins ráðstefnuhalds lögðum við áherslu á hléin á milli örfyrirlestra sem voru pakkaðir af fróðleik og innblæstri. Fyr- irlesarar voru bæði úr röðum félags- manna og utanaðkomandi gesta og sú fjölbreytni gerði það að verkum að dagurinn leið á ljóshraða og nú er allt í einu helgin liðin. Ráðstefnuhléð varð að veruleika út af samstarfi skapandi fólks á Vest- urlandi. Viðburðurinn var haldinn í Frystiklefanum í Rifi sem hefur um- breyst í menningarmiðstöð sem er að mínu mati á heimsmælikvarða. Það er stórkostlegt að í þessu litla þorpi sé jafn öflugur vettvangur lista og Frystiklef- inn er orðinn. það er eiginlega eins og uppúr Münchausen sögu að þarna fari fram leiksýningar og líka off-venue at- riði frá Airwaves, sem er þó bara brot af starfseminni. Því var það heiður að fyrsta Ráðstefnuhlé VV væri haldið þar, því við erum jú fólk sem hugsar út fyrir rammann og gerir hlutina óhefð- bundið. Kári frystiklefastjóri, til ham- ingju og þakka þér fyrir að hleypa okk- ur inn! Við vorum líka í samstarfi við Skessuhornið en í síðasta blaði var aukablað helgað Ráðstefnuhléinu og Vitbrigðunum. Margir lesendur blaðs- ins höfðu á orði við mig að þarna hafi verið ferskur andblær, eitthvað nýtt og ögrandi á köflum. Ég lít svo á að blað- ið sé opið fyrir nýjum hugmyndum sem sýnir hversu jákvæðir allir voru hjá blaðinu að taka þátt í samstarfi við okk- ur. Blaðið tók þar með þátt í að beisla þann vilta sköpunarkraft sem er í lands- hlutanum og það er stórkostlegt. Kæra Skessuhorn og þá sérstaklega nafnarn- ir Magnús Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson, þakka ykkur fyrir! Þá voru veitingastaðir á Snæfells- nesi boðnir og búnir að skaffa veiting- ar. Ráðstefnuhlésgestir voru pakksadd- ir og sælir en Fjöruhúsið á Hellnum, Samkomuhúsið á Stapa, Veitingahús- ið Hraun í Ólafsvík og Langaholt sáu um veitingarnar. Keli vert í Langaholti kom meira að segja og hélt erindi fyr- ir okkur um hversu mikilvægt samstarf á milli skapandi fólks og aðila innan ferðaþjónustunnar er. Við þekkjum öll hugtakið „beint frá býli“ en hvað með hugtakið „beint frá hönnuði“? Síðast en ekki síst ber að þakka stjórn og skipuleggjendum VV. Okkur tókst þetta og svona heldur betur! Núna eru ráðstefnugestir farnir í sitthvora áttina á sinn vinnustað sem eru gjarnan vinnustofur, smiðjur og hljóðver. Ég er í þann veginn að fara að halda áfram að teikna íbúðarhús í sveit, verkefni sem ég skildi eftir á föstudag- inn var. Meðlimir Vitbrigða Vestur- lands munu á öðru starfsári VV halda sínu striki að skapa verkefni sem tekið verður eftir. Hvort sem það eru lista- verk, tónverk eða hátíðir af einhverj- um toga eins og kvikmynda- eða tón- listarhátíðir. Verkefnin verða fram- kvæmd á Akranesi, í Búðardal eða jafn- vel sveitabæ þar á milli. Á meðan við erum að vinna að þessum verkefnum munum við þiggja laun fyrir og nota þessi laun í verslun og þjónustu á okkar svæðum. Svona eins og hinn almenni launþegi. Viti borin samfélög manna eru köll- uð menningarsamfélög og menning er því þekking. Mannkynið lítur á sig sem samansafn æðri vitsmunavera einmitt af því að við eigum menningu. Það er stolt okkar, sem stöndum nú að baki Vitbrigða Vesturlands, að stuðla að því að Vesturland sé menningarsamfélag. Skrifað undir tónum „Heroes“ með David Bowie í Borgarnesi, Sigursteinn Sigurðsson. Höf. er arkitekt FAÍ og formaður Vitbrigða Vesturlands. Nokkrir af nemendur við Tón- listarskóla Borgarfjarðar hafa sent sveitarstjórnum opið bréf. Þar er lýst þungum áhyggjum vegna áhrifa verkfalls tónlistarkennara. „Virðu- legu sveitarstjórnir! Tónlistarnám er mikilvægur þáttur í samfélaginu. Nemendur sem stunda tónlistar- nám verða oft skipulagðir í námi og margar rannsóknir hafa verið gerð- ar, og sýna þær fram á að nemend- um í tónlistarnámi gengur almennt betur í stærðfræði,“ segir í upphafi bréfsins. Þá segir að nú þegar tónlistar- kennarar eru í verkfalli missi nem- endurnir úr námi sínu. „Í tónlistar- námi er mikilvægt að vera í stöðugri æfingu með tilsögn kennara. Nauð- synlegt er að hafa aga í náminu og þegar það er enginn tónlistarkenn- ari getur verið erfitt að einbeita sér. Í tónlistarnámi eru stigspróf. Þegar nemendur missa mikið úr námi get- ur verið erfitt að halda sér í stöðugri þjálfun án þess að fá mikilvæga til- sögn kennara fyrir próf. Tónlistar- nám á það til að gleymast því það er ekki skylda eins og grunnskólanám. Mikilvægt er að semja við tónlist- arkennara eins og alla aðra kennara þar sem tónlistarnám er ekki síð- ur mikilvægt en almennt skólanám. Okkur finnst að það þurfi að ljúka deilum um laun tónlistarkennar- anna sem allra fyrst.“ Undir bréfið rita þær Erna Elvarsdóttir Brekku, Þorgerður Sól Ívarsdóttir Bifröst, Katrín Pétursdóttir Helgavatni, Ingibjörg Brynjólfsdóttir Hlöðut- úni og Eyrún Margrét Eiðsdóttir Glitstöðum. mm Pennagrein Til hamingju með afmælið, Vitbrigði Vesturlands! „Í tónlistarnámi er mikilvægt að vera í stöðugri æfingu með tilsögn kennara.“ Tómlegt hús Tónlistarskóla Borgar- fjarðar. Senda sveitarstjórnum áskorun um að semja við tónlistarkennara Pennagrein Auðlegð andans er sískapandi og af grónu verki sprettur ný sköpun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.