Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Talsvert um
innbrot og
þjófnaði
LBD: Nokkuð var um inn-
brot og þjófnaði í vikunni
sem í umdæmi lögreglunn-
ar í Borgarfirði og Döl-
um. Vinstri hurð og hluta af
hægri hurð Caterpillar gröfu
var stolið í Hvalfirði í vik-
unni. Einnig var um 600 lítr-
um af olíu stolið af vinnuvél-
um í Svínadal. Átti þjófnað-
urinn sér stað á tímabilinu
frá klukkan 18 síðasta laug-
ardag til klukkan 07:40 á
sunnudag. Eru þessi tvö mál
óupplýst og óskar lögreglan
í Borgarfirði og Dölum eft-
ir því að þeir sem gætu haft
einhverjar upplýsingar setji
sig í samband við lögregluna
í símar 433 7612. Brotist var
inn í sumarhús í Skorradal
og þar stolið flatskjá, DVD
spilara, sængum, víni og
mörgu öðru. Var bifreið með
fjóra einstaklinga innan-
borðs stöðvað af lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu eft-
ir að sést hafði til þeirra við
sumarbústaðahverfi. Í bif-
reiðinni fannst þýfi úr sum-
arhúsinu í Skorradal og telst
málið upplýst.
–þá
Skoða
rekstur
menningar-
stofnana
AKRANES: Á fundi bæjar-
ráðs Akraness sl. fimmtudag
var samþykkt að ráða Björn
Steinar Pálmason viðskipta-
fræðing til að skoða rekstur
menningarstofnana bæjarins
með það í huga að ná fram
hagræðingu. Skýrslu um nið-
urstöðuna verður skilað fyrir
lok þessa árs. Kostnaði vegna
verksins verður mætt af sér-
stökum lið fjárhagsáætlun-
ar. Björn Steinar Pálmason
hefur m.a. gegnt starfi bæj-
arstjóra í Grundarfirði, en
hann lét af því starfi á liðnu
sumri.
–þá
Eitt tilboð í
framkvæmdir
við tjaldsvæði
DALIR: Nýlega voru opnuð
tilboð vegna framkvæmda
við tjaldsvæðið í Búðardal,
sem boðnar voru út í haust.
Eitt tilboð barst frá Koli ehf,
uppreiknað að upphæð kr.
25,9 milljónir króna. Byggð-
arráð Dalabyggðar sam-
þykkti á fundi sínum 11.
nóvember sl. að fela sveitar-
stjóra og byggingafulltrúa að
vinna að samkomulagi um
lækkun kostnaðar, t.d. með
niðurfellingu verkþátta. Af-
greiðslu var að öðru leyti
vísað til sveitarstjórnar. Jafn-
framt fól byggðarráð bygg-
ingafulltrúa í samræmi við
fjárhagsáætlun að bjóða út
1. áfanga frárennsliskerfis frá
hesthúsahverfinu.
–þá
Krakkaþjónusta
Arion banka
LANDIÐ: Arion banki
kynnir í dag Spariland,
nýja krakkaþjónustu bank-
ans. Spariland er ævintýra-
legur heimur þar sem hægt
er að læra sitthvað um pen-
inga og sparnað. Í Sparilandi
búa verur eins og sparigrís-
ir og sparifé. Þar er líka stórt
fjall sem heitir Krónustapi
og glitrandi tjörn sem heit-
ir Silfra. Uppfinningastelp-
an Bíbí, leðurblökustrákur-
inn Blaki og fróðleiksfúsi
apinn Ari búa í Sparilandi.
Þar lenda þau í ýmsum æv-
intýrum og hjálpa krökk-
um að læra að fara vel með
peninga. Spariland er byggt
á samstarfi Arion banka og
Stofnunar um fjármálalæsi
en Breki Karlsson, forstöðu-
maður stofnunarinnar, hef-
ur lagt bankanum lið við að
skapa heiminn með bætt fjár-
málalæsi að leiðarljósi. Breki
leggur til fræðsluefni fyrir
foreldra sem geta frætt börn
sín á skemmtilegan hátt um
fjármál á arionbanki.is/spari-
land. Auk þess mun Breki
halda fræðslufundi um fjár-
mál fyrir foreldra.
–fréttatilk.
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 8. - 14. nóvember.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 8 bátar.
Heildarlöndun: 22.229 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
10.888 kg í þremur löndun-
um.
Arnarstapi 8 bátar.
Heildarlöndun: 49.554 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eð-
varðs SH: 9.910 kg í tveimur
löndunum.
Grundarfjörður 11 bátar.
Heildarlöndun: 271.541
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
66.244 kg í einni löndun.
Ólafsvík 10 bátar.
Heildarlöndun: 65.266 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
15.941 kg í tveimur löndun-
um.
Rif 13 bátar.
Heildarlöndun: 279.641
kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
50.852 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 5 bátar.
Heildarlöndun: 46.720 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 24.654 kg í fimm
löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Örvar SH – RIF:
67.290 kg. 11. nóvember
2. Hringur SH – GRU:
66.244 kg. 11. nóvember
3. Sóley SH – GRU:
51.458 kg. 11. nóvember
4. Saxhamar SH – RIF:
50.852 kg. 12. nóvember
5. Tjaldur SH – RIF:
49.586 kg. 13. nóvember
mþh
Undanfarin ár hefur Starfsmanna-
félag Slökkviliðs Grundarfjarð-
ar staðið fyrir útgáfu dagatals þar
sem ágóðinn hefur runnið til góðra
málefna. Nú hefur bæst við við-
bót í búnað liðsins því keyptur hef-
ur verið notaður reykköfunargám-
ur. Þökk sé útgáfu dagatala starfs-
mannafélagsins. Þetta er mikil bú-
bót fyrir slökkviliðið enda ekki oft
sem slökkviliðsmenn í Grundar-
firði komast í tæri við slíkar aðstæð-
ur þar sem beita þarf reykköfun.
Nú geta þeir aftur á móti æft heita
reykköfun þegar hentar. Slökkvi-
liðsmenn Grundfirðinga voru ein-
mitt við slíkar æfingar þegar frétta-
ritari Skessuhorns átti leið hjá síð-
astliðinn miðvikudag.
Gáminn fengu þeir keyptan af
Eldstoðum ehf. Hann hafði áður
verið notaður við æfingar slökkvi-
liða um land allt.
tfk
Slökkviliðs-
mennirni r eru að
vonum ánægðir
með gáminn, sem
er mikil búbót.
Keyptu reykköfunargám
fyrir ágóða dagatalanna
Slökkviliðsmenn í Grundarfirði við æfingar í nýja gámnum.
Unnið að frágangi við gatnagerð hjá Höfða
Í haust var gerð varanleg aksturs-
braut frá Innnesvegi á Akranesi nið-
ur að Sólmundarhöfða í stað bráða-
birgða götu niður á höfðann. Um-
rædd akstursbraut liggur skammt
frá norðurhlið Höfða, hjúkrunar-
og dvalarheimilis. Auk malbikaðrar
götu voru einnig gerð nokkur bíla-
stæði meðfram henni sem snúa að
æfingasvæði á Jaðarsbökkum. Þess-
um framkvæmdum fylgdi eins og
gengur ýmiss frágangur í þöku- og
hellulögn. Það er SE-garðyrkja ehf,
fyrirtæki Snjólfs Eiríkssonar garð-
yrkjumeistara, sem hefur unnið að
þeim framkvæmdum en aðalverktaki
við gatnagerðina var Vélaleiga Hall-
dórs Sigurðssonar. Í lok síðustu viku
var unnið við lokafrágang við hellu-
lögnina við innkeyrsluna á hjúkr-
unar- og dvalarheimilið Höfða, en
sama innkeyrsla er inn á bílastæðin
við Höfða og á umrædda götu niður
á Sólmundarhöfðann. þáSnjólfur Eiríksson og Ólafur Ólafsson vinna að hellulögn við Höfða.
Vinsælasta blað sveitafólks á leið úr prentun
Það einstaka blað sem beðið er eft-
ir með hvað mestri eftirvæntingu í
sveitum landsins er Hrútaskráin.
Þetta rit kemur jafnan út síðari hluta
nóvembermánaðar, skömmu áður
en sauðfjársæðingar hefjast. Eftir
blaðinu velja bændur vænlega und-
aneldishrúta til notkunar á búum
sínum. Að þessu sinni eru 47 hrútar
í blaðinu; hyrndir, kollóttir og mis-
litir. Blaðið er 52 síður og prentað
í 3000 eintökum. Það eru Búnaðar-
samband Suðurlands og Búnaðar-
samtök Vesturlands sem gefa Hrúta-
skrána út en þessi samtök reka jafn-
framt hrútastöðvarnar tvær í land-
inu. Ritstjóri blaðsins er Guðmund-
ur Jóhannesson frá Jörva, en þeir
Eyþór Einarsson frá Skörðugili og
Eyjólfur Ingvi Bjarnason frá Ásgarði
í Dölum, starfsmenn hjá Ráðgjafar-
miðstöð landbúnaðarins, stýra verk-
inu. Þrír til viðbótar koma auk þess
að prófarkarlestri.
Á meðfylgjandi mynd er Eyj-
ólfur Ingvi að lesa síðustu próförk
af blaðinu áður en það var sent til
prentunar sl. fimmtudag. Það mun
síðan koma úr prentun á morgun,
fimmtudaginn 20. nóvember, en
sama dag verða fyrstu haustfundir
sauðfjárbænda haldnir. Annar á Suð-
urlandi en hinn á Hvanneyri klukk-
an 20:30. Fundað er með bændum á
um 20 stöðum og er skránni einkum
dreift á þeim. Eyjólfur Ingvi sagði í
samtali við Skessuhorni að á fund-
unum væri fyrst rætt við bændur
áður en Hrútaskránni er dreift. Eftir
að menn fá blaðið í hendur séu þeir
yfirleitt ekki viðræðuhæfir. mm
Eyjólfur Ingvi fer hér yfir próförk að Hrútaskránni 2014 sl. fimmtudag. Á skjánum
er einmitt hrútur af heimaslóðum, Höfðingi frá Leiðólfsstöðum, annar tveggja
mórauðra hrúta í skránni að þessu sinni.