Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Breiðablik og Snæfell mættust á
miðvikudgskvöld í Domino´s deild
kvenna en leikið var í Smáranum í
Kópavogi. Fyrir leikinn voru Blika-
konur aðeins með tvö stig en Snæ-
fellskonur með10 stig. Svo fór að
Snæfell vann nokkuð öruggan sigur
61 -74. Snæfellingar byrjuðu leik-
inn af krafti og skorað fyrstu fjög-
ur stig leiksins en Anita Rún skor-
aði fyrstu stig Blika með þriggja
stiga körfu. Snæfell náði fljótlega
tíu stiga forystu og voru mjög fast-
ar fyrir í vörninni og unnu bolt-
ann oft og sóttu hratt á heimakon-
ur og skoruðu auðveldar körfur.
Þrátt fyrir það voru Snæfellskon-
ur oft klaufalegar í sókninni og áttu
nokkuð af misheppnuðum sending-
um auk þess sem þær klikkuðu svo-
lítið á opnum skotum. Snæfelling-
ar voru með yfirhöndina eftir fyrsta
leikhluta og var staðan 13 - 23 Snæ-
felli í vil. Annar leikhluti var svip-
aður og sá fyrri og hafði Snæfell
undirtökin og jók forystuna hægt
og bítandi. Í hálfleik var munurinn
orðinn 18 stig, 27 - 45.
Bæði lið voru dugleg að skipta
leikmönnum inn á og fengu margir
að spreyta sig í síðari hálfeik. Snæ-
fell jók forystuna upp í 26 stig und-
ir lok þriðja leikhluta og yfirburð-
ir Snæfells miklir. Blikar gáfust þó
ekki upp og héldu áfram að reyna
alveg til enda og undir lok fjórða
leikhluta kom góður kafli þar sem
þær skoruðu 13 stig í röð og breyttu
stöðunni úr 48 - 71 í 60 - 71. Þessi
góði kafli kom þó heldur of seint
og Snæfell landaði nokkuð þægi-
legum sigri 61 - 74. Stigahæstar í
liði Breiðabliks voru Arielle Wi-
deman með 14 stig. Í liði Snæfells
var Kirsten McCarthy stigahæst
með 29 stig og 14 fráköst og Berg-
lind Gunnarsdóttir skoraði 14 stig.
Staða liðanna í deildinni breyttist
ekkert eftir þennan leik.
Snæfell var eftir leikinn áfram
í efsta sæti ásamt Haukum og
Keflavík með 12 stig en Breiða-
blik í neðsta sæti með 2 stig ásamt
Hamri og KR. Næsti leikur Snæ-
fellskvenna verður á móti Haukum
í Hafnarfirði í kvöld, miðvikudag.
þe
Varla verður ann-
að sagt miðað við leik
Skallagrímsliðsins það
sem af er tímabilinu að
Borgnesingarnir hafi
komið skemmtilega á
óvart þegar þeir sigr-
uðu Stjörnuna í Dom-
insdeildinni á fimmtu-
dagskvöldið. Loka-
tölur urðu 94:85 og
munaði þar einkum
um góða liðsheild þar
sem Tracy Smith skil-
aði loksins varnarframlagi og þá átti
Davíð Ásgeirsson stórleik. Þetta var
fyrsti sigur Skallagríms í deildinni í
vetur og er liðið nú með 2 stig eins
og Fjölnir og ÍR. Skallagrímur lék
áfram án Páls Axels Vilbergssonar
og þá lék Egill Egilsson ekki held-
ur með.
Skallagrímsmenn byrjuðu betur
í leiknum og voru yfir eftir fyrsta
leikhluta 28:24. Stjörnumenn kom-
ust yfir um tíma í öðrum leikhluta
en heimamenn voru grimmir og
leiddu í hálfleik með
sjö stiga mun 55:48.
Stjörnumenn sóttu á
og voru búnir að jafna
70:70 fyrir lokafjórð-
unginn. Heimamenn
voru síðan sterkari
undir lokin og inn-
byrtu sanngjarnan sig-
ur.
Davíð Ásgeirsson
lék leik lífsins til þessa
með Skallagrími, var
stigahæstur með 23
stig. Tracy Smith átti mjög góð-
an leik og landaði þrennu í leikn-
um, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst
og átti 10 stoðsendingar. Sigtrygg-
ur Arnar Björnsson skoraði 21 stig,
Daði Berg Grétarsson 14, Dav-
íð Guðmundsson 12 og Kristófer
Gíslason 2.
Í næstu umferð mæta Skalla-
grímsmenn Þór í Þorlákshöfn og
fer leikurinn fram nk. föstudags-
kvöld.
þá
Snæfell og KR áttust við í Hólm-
inum í Dominsdeildinni síðastlið-
ið föstudagskvöld. Leikurinn var
hörkuspennandi en endaði með
sigri Íslandsmeistara KR; 99:91.
Vesturbæingarnir fengu þann heið-
ur að spila í rauðum treyjum Snæ-
fells þar sem þeirra svart/hvítu
röndóttu urðu eftir í Vesturbænum.
Leikurinn byrjaði af miklum krafti
beggja liða. Snæfellingar höfðu
heldur frumkvæðið í fyrri hluta
leiksins. Þeir voru með tveggja
stiga forskot eftir fyrsta leikhluta
26:24 og í hálfleik var jafnt, 48:48.
KR ingar byrjuðu betur í seinni
hálfleiknum, skoruðu fimm fyrstu
stigin en Snæfell jafnaði að bragði.
Áfram var leikurinn jafn og Snæ-
fell tveimur stigum yfir 75:73 fyrir
lokafjórðunginn. Chris Woods var
aftur að leika vel fyrir Snæfell og
jafnaði hann 84:84 eftir að Snæfell
hafði lent undir 77:82. Eftir leikhlé
hjá KR komust Vesturbæingarnir í
þægilega stöðu 84:92. Snæfelling-
ar reyndu hvað þeir gátu að koma
til baka en allt kom fyrir ekki. KR
nýttu sér forskotið og höfðu á end-
anum 99:91 sigur.
Hjá Snæfelli var Chris Woods at-
kvæðamestur með 26 stig og 16 frá-
köst, Sigurður Þorvaldsson skor-
aði 24 stig, Austin M. Bracey skor-
aði 19 stig og tók 7 fráköst, Stefán
Karel Torfason skoraði 15 og tók 6
fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson
5 stig og 6 fráköst og Sveinn Arn-
ar Davíðsson 2 stig. Hjá KR var
Michael Craion atakvæðamestur
með 25 stig. Snæfell er nú í 5. sæti
deildarinnar með sex stig í hópi liða
með jafnmörg stig í 5.-8. sæti þar
á meðal Njarðvíkinga sem Snæ-
fellingar sækja heim annað kvöld,
fimmtudag. þá
Um síðustu helgi fór Íslandsmeist-
aramótið í 25 metra laug fram í
Hafnarfirði. Sundfélag Akraness
sendi vaska níu manna sveit á mót-
ið en ströng tímalágmörk eru fyr-
ir þátttakendur. Sundfólkið stóð sig
með mikilli prýði og synti 18 sinn-
um til úrslita og vann til þriggja
verðlauna. Þar ber fyrst að nefna
tvo Íslandsmeistaratitla Ágústs Júlí-
ussonar í 50 metra flugsundi og 100
metra flugsundi. 50 metra flug-
sundið var sérstaklega vel útfært
og syndi hann á nýju Akranesmeti
og var innan við hálfri sekúndu frá
lágmarki á Heimsmeistaramótið í
Doha í Qatar sem fram fer í des-
ember. Ágúst bætti að auki fjögurra
ára gamalt Akranesmet í 50 metra
skriðsundi en árangur hans er sér-
staklega athyglisverður þar sem
hann er nýkominn af stað aftur eft-
ir viðbeinsbrot í sumar.
Atli Vikar Ingimundarson vann
til bronsverðlauna í 200 metra bak-
sundi en hann var einnig í boð-
sundssveit SA sem bætti Akra-
nesmetið í 4x100 metra fjórsundi
ásamt Ágústi, Patreki Björgvinssyni
og Sævari Berg Sigurðssyni.
Þá settu Skagamenn tvö Akra-
nesmet í blönduðum boðsundum
sem hafa verið að ryðja sér til rúms
og setja skemmtilegan svip á sund-
mótin.
Inga Elín í góðum gír
Skagakonan Inga Elín Cryer og
fyrrum liðsfélagi SA fólks, sem nú
æfir með og keppir fyrir Ægi, var
að sjálfsögðu einnig á mótinu, enda
með öflugustu sundkonum lands-
ins. Hún tók þátt í fimm grein-
um, varð Íslandsmeistari í fjór-
um þeirra, setti tvö Íslandsmet og
náði lágmörkum á heimsmeistara-
mót í þremur greinum. Hún synti
100, 400 og 800m skriðsund, 200
metra flugsund og 50 m flugsund.
Inga Elín varð Íslandsmeistari í
400 m skriðsundi og þar setti hún
nýtt glæsilegt Íslandsmet á tíman-
um 4.13.23 og bætti þar með eig-
ið met um 1,01 sekúndu, en gamla
metið var 4.14.24. Hún var innan
við einni sekúndu frá A-lágmark-
inu inn á HM í Doha í byrjun des-
ember. Hún varð svo Íslandsmeist-
ari í 200 m flugsundi, synti á tíman-
um 2.17.36. Þar synti hún á innan
við einni sekúndu frá eigin meti. Á
laugardeginum synti Inga Elín 800
m skriðsund og varð einnig Íslands-
meistari. Þar var hún innan við
þremur sekúndum frá eigin meti.
Á sunnudeginum synti hún 100 m
skriðsund og kom öllum á óvart
og varð Íslandsmeistari þar einn-
ig. Synti á glæsilegum tíma 56,87
og þar með var þriðja HM lágmark
hennar staðreynd. mm/ghk
Um síðustu helgi fór fram fyrri um-
ferð í D riðli karla í Futsal í íþrótta-
húsi Snæfellsbæjar. Í D riðli spila
Víkingur í Ólafsvík, Grundarfjörð-
ur, Snæfell og Skallagrímur. Strák-
arnir í Víkingi unnu alla sína leiki,
skoruðu 18 mörk en fengu ekkert á
sig. Eru þeir efstir í riðlinum með 9
stig, Grundarfjörður er í öðru sæti
með sex stig, Snæfell í því þriðja
með þrjú og Skallagrímur neðst-
ir án stiga. Seinni umferðin verður
spiluð 29. nóvember næstkomandi
einnig í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar.
þa
Inga Elín Cryer, sundfélaginu Ægi, var
öflug á mótinu.
Sundfólkið af Skaganum stendur sig vel
Hópurinn sem keppti fyrir Sundfélag Akraness á mótinu.
Ágúst Júlíusson.
Öruggur sigur Snæfellskvenna í Smáranum
Sigurður Þorvaldsson sækir að körfu KR-inga. Ljósm. Eyþór Benediktsson.
Snæfellingar ekki langt frá því
að leggja Íslandsmeistarana
Fyrsti sigur Skallagrímsmanna
í deildinni
Víkingsstrákar langefstir
í Futsal Vesturlands