Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
„Við verðum fljótari í förum, tök-
um fleiri fólksbíla og verðum með
allar bifreiðar innandyra. Við getum
einnig tekið fleiri vöruflutningabíla
með tengivagni. Mesti munurinn
varðandi þetta frá fyrra skipi er loft-
hæðin á bílaþilfarinu. Hún fer úr rétt
rúmum fjórum metrum í 4,5 metra.
Það munar öllu í þessum stórflutn-
ingum. Við höfum verið í vand-
ræðum með að taka stærstu flutn-
ingabílana, höfum orðið að velja úr
minni bílana og gera alls konar til-
færingar til að koma bílum um borð.
Menn hafa jafnvel neyðst til að
keyra í staðinn fyrir að taka Baldur
vegna þess að bílarnir komust ekki
um borð vegna hæðar. Nú er þetta
liðin tíð,“ sagði Pétur Ágústsson
framkvæmdastjóri Sæferða í Stykk-
ishólmi og skipstjóri á Baldri í sam-
tali við blaðamann Skessuhorns. Við
vorum staddir á fimmtudagsmorgni
í brú nýja Baldurs þar sem skipið lá
í heimahöfn í Stykkishólmi. Kvöld-
ið áður hafði skipinu verið siglt frá
Reykjavík þar sem það lá til end-
urbóta eftir komuna til landsins í
október. Baldur lagðist við bryggju
í heimahöfn fyrsta sinni laust eftir
miðnætti aðfararnótt fimmtudags-
ins. Nú var stóra stundin runnin
upp. Erilsamur dagur var framund-
an. Klukkan 10:00 yrði skipið opnað
til sýnis fyrir gesti og gangandi. Síð-
degis þennan sama dag átti Baldur
svo að fara í sína fyrstu áætlunarferð
yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk
með viðkomu í Flatey og svo aftur
heim í Stykkishólm um kvöldið.
Miklar framfarir á einum
áratug
Við þessi tímamót horfði Pétur um
farinn veg. Það eru einungis 13 ár
síðan fjölskyldufyrirtæki hans Sæ-
ferðir í Stykkishólmi tók við ferju-
siglingum yfir Breiðafjörð. Þegar
litið er á þróunina síðan þá má al-
veg fullyrða að hún hafi verið ævin-
týri líkust.
„Þegar við tókum við þessum
flutningum 2001 með Baldri sem
smíðaður var á Akranesi, þá var
pláss um borð fyrir tvo flutninga-
bíla með tengivagni eða rétt tæplega
það. Þessir tveir bílar voru stundum
með en það var enginn biðlisti hjá
slíkum að komast með. Svo þegar
sá Baldur sem við höfum notað frá
2006 og þar til nú kom, þá höfðum
við meira pláss. Þá fór þessi umferð
að aukast. Hún var komin upp í það
nú í lokin að við höfðum ekki und-
an að taka alla þá flutningabíla sem
vildu komast með. Með þessu nýja
skipi getum við tekið sex flutninga-
bíla í hverri ferð.“
Pétur lýsti þessu áfram. „Það voru
19 fólksbílar í Akraness-Baldri ef
engir flutningabílar voru. Ef trukk-
arnir voru með þá gátu þeir ver-
ið ellefu. Núna getum við tekið allt
að 54 fólksbíla ef engir flutningabíl-
ar eru með. Borið saman við þann
Baldur sem við seljum nú frá okk-
ur þá hafði hann pláss fyrir 39 bíla.“
Þetta er aukning á flutningsgetu á
fólksbílum um nálega 40 af hundr-
aði.
Stórsókn á sunnan-
verðum Vestfjörðum
Skipstjórinn dvaldi þó ekki lengi í
þessu spjalli við það sem orðið er.
Hann vildi horfa til framtíðar. Um-
ferðin um Breiðafjörð mun halda
áfram að aukast. „Það eru auðsjá-
anlega aukin umsvif á sunnaverð-
um Vestfjörðum. Þar hefur mikil
uppbygging átt sér stað í laxeldinu.
Því og fleiru fylgja miklir flutning-
ar bæði á aðföngum og afurðum.
Þetta á eftir að snaraukast. Það
skiptir miklu að geta aukið flutn-
ingsplássið á bílum svona mikið
og við mætum betur þessum stór-
flutningum.“
Pétur sagði að ferðatíminn stytt-
ist aðeins með nýja Baldri. „Hann
er að ganga 13,5 til 14 sjómílur á
klukkustund. Ef við siglum beint
yfir á Brjánslæk þá erum við svona
tvo tíma og kortér. Þegar við tók-
um við 2001 þá tók þessi ferð þrjá
tíma. Með nýja skipinu nú stytt-
um við tímann um svona tíu mín-
útur frá fyrra skipi. Það er kannski
ekki aðalmálið í sjálfu sér. Hitt sem
skiptir mestu er að farþegarnir hafi
góðan aðbúnað og hann er svo
sannarlega fyrir hendi í þessu nýja
skipi. Með því erum við ekki síst að
horfa til sumarumferðarinnar sem
er sömuleiðis alltaf að aukast eins
og bílaflutningarnir. Við höfum
leyfi til að flytja allt að 300 manns
í hverri ferð sem er sami farþega-
fjöldi og í fyrra skipi. En þetta er
stærra og með betri aðstöðu fyrir
farþegana. Við ætlum að gera hana
enn betri nú í vetur. Þetta verð-
ur allt komið í það horf sem við
ætlum okkur fyrir vorið. Hér um
borð er gott útsýnispláss, bæði úr
sal en líka frá rúmgóðu þilfari uppi
á skipinu.“
Mikið og gott sjóskip
Pétur sagði að nýi Baldur væri gott
sjóskip. Það reyndi ekki á þetta hjá
áhöfn Baldurs á siglingunni frá
Norður Noregi til Íslands í fyrri
mánuði þar sem veður var gott.
Reynsla fékkst hins vegar á þetta á
siglingunni frá Reykjavík til Stykk-
ishólms. Sjórinn mun tæpast stöðva
nýja skipið nema það geri aftakaveð-
ur.
„Þetta skip er mjög þægilegt í sjó.
Við fengum storm og erfitt sjólag á
móti okkur þegar við sigldum fyr-
ir Öndverðanesið og inn í Breiða-
fjörðinn á leið til Stykkishólm nú
í fyrsta sinn. Það var þannig veður
að við hefðum aflýst ferð í því hér
yfir Breiðafjörðinn á eldri bátunum.
Nýja skipið stóð sig hins vegar svo
vel að ég myndi ekki kvíða siglingu
á því við svona aðstæður. Þó það
heyrði orðið tíðindum til að ferðir
féllu niður á skipinu sem við skipt-
um út núna, þá hygg ég að það verði
afar sjaldan sem við munum neyðast
til að aflýsa siglingum vegna veðra.
Það verður þá frekar að það verði
ófærð á landi vegna snjóa þannig að
ekki hefur verið hægt að aka áfram
frá Brjánslæk. Þetta hefur gerst einu
sinni til tvisvar á vetri. Þá er auðvit-
að engin tilgangur í að sigla þang-
að.“
Nýi Baldur siglir yfir Breiðafjörð
samkvæmt hefðbundinni áætlun.
„Það verður farið einu sinni á dag
nú yfir vetrartímann. Sumaráætlun-
in hefst svo um mánaðamótin maí-
júní. Þá verður farið tvisvar á dag al-
veg fram í september,“ sagði Pét-
ur Ágústsson skipstjóri á Baldri og
framkvæmdastjóri Sæferða. mþh
Bylting með nýjum Baldri í samgöngum yfir Breiðafjörð
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi kom færandi hendi með blómvönd og hamingjuóskir og
afhenti þeim hjónum Svanborgu Siggeirsdóttur og Pétri Ágústssyni hjá Sæferðum.
Floti Sæferða í höfninni í Stykkishólmi á fimmtudag. Nýi og gamli Baldur auk hraðferjunnar Særúnar.
Skipverjar á Baldri sýna gestum siglingatækin í brú skipsins.
Nýi Baldur við bryggju í Stykkishólmi. Skipið er 56 metra langt, 12 metra breitt
og mælist 1677 brúttótonn. Það var smíðað í Noregi árið 1979 og sinnti ferjusigl-
ingum við Lófót í Norður Noregi þar til það var nú selt til Íslands.
Hinn nýi Baldur hélt samkvæmt áætlun í sína fyrstu ferð klukkan 15:00 á
fimmtudag. Hér siglir hann af stað úr Stykkishólmshöfn fyrsta sinni.
Hluti af þeim hópi sjómanna sem sigla nú á vegum Sæferða í Stykkishólmi og þá í
áhöfn nýja Baldurs. Frá vinstri: Víglundur Jóhannsson (matsveinn), Mattías Arnar
Þorgrímsson (stýrimaður), Siggeir Pétursson (skipstjóri), Björgvin Ólafsson (mat-
sveinn), Pétur Ágústsson (skipstjóri), Sigmar Logi Hinriksson (stýrimaður), Hafþór
Ingi Þorgrímsson (háseti) og Leifur Harðarson (háseti).
María Valdimarsdóttir gjaldkeri Sæ-
ferða við kökuna sem gestir snæddu
þegar haldið var upp á komu skipsins.
Með Baldri yfir Breiðafjörð!