Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Dag ur í lífi... Nafn: Ísfold Rán. Fjölskylduhagir/búseta: Ein hleyp og umkringd köttum. Endilega hafið samband, Borgarnes! Starfsheiti/fyrirtæki: Þjálfari hjá sunddeild Skallagríms. Áhugamál: Söngur, leiklist, fer- ðalög, dýr, förðun og hárgreiðsla. Mánudagurinn 17. nóvember Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 9 og það fyrsta sem ég gerði var að hafa mig til fyrir skólann. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fékk mér kornflex (frumlegt). Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór í vinnuna kluk- kan 16:25. Fór labbandi í vinnuna beint eftir skólann. Fyrstu verk í vinnunni? Hitta sundkrakkana mína og segja þeim hver upphitunin þeirra sé. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég farin í fyrsta tímann minn í skólanum sem er stærð- fræði. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég fór í bakaríið með nokkrum vinum og fékk þar rosalega gott rúnstykki. Hvað varstu að gera klukkan 14? Ég var á leiðinni í minn síðasta tíma í bókfærslu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti kl. 17:40. Það síðasta sem ég gerði var að segja krökkunum í sundinu að synda niður því nú væri æfingin búin. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eft- ir vinnuna fór ég á leiklistaræfin- gu. Við erum að setja upp leikritið Rocky horror picture show. Þar fer ég með leik Magentu. Hvað var í kvöldmat og hver el- daði? Það var pasta gert með ítöls- kum stæl. Í fyrra tókum við að ok- kur ítalskan skiptinema og mam- ma mín lærði af henni hvernig á að elda ítalskt pasta sem er nú ekki á verri kantinum. Hvernig var kvöldið? Ég var búin á leikæfingu klukkan 22 og eftir æfingu kíkti ég á örstuttan rúnt með vinum mínum. Hvenær fórstu að sofa? Ég var komin upp í rúm um 12 leytið og sofnaði fljótt eftir það. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hát- ta? Ég fór í leik í símanum mí- num, hehe, Plants vs zombies 2 - mæli með honum! Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Leiklistaræfingin klárlega, alltaf ótrúlega gaman að sjá hvað okkur fer fram eftir hverja einustu æfingu. Spennan er í hámarki hjá okkur öllum núna. Það er allt að smella saman og við bíðum spennt eftir frumsýningardeginum 28. nóvember. Eitthvað að lokum? Ég hvet alla lesendur Skessuhorns til að styrkja menningarlíf Vesturlands og kíkja á frábæra uppfærslu leikfélagsins okkar á Rocky Horror. Menntaskólanema og sundþjálfara Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Veiðifélag Álftár á Mýrum, Borgarbyggð, óskar hér með eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Álftá á Mýrum til þriggja ára (2015-2017) eða fimm ára (2015-2019), að báðum árum með- töldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðsskilmálum og fyrir- liggjandi upplýsingum. Útboðsgögn verða afhent hjá Guðbrandi Brynjúlfssyni, Brúarlandi, Borgarbyggð. Útboðsgögnin verða eingöngu send út á rafrænu formi. Þeir sem óska eftir gögnum snúi sér til Guðbrands Brynjúlfssonar, netfang buvangur@emax.is, s: 844 0429/437 1817. Tilboðum skal skila til formanns Veiðifélags Álftár á Mýrum, Halldórs Gunnlaugssonar, Hundastapa, 311 Borgarbyggð, merkt Útboð v/ Álftár á Mýrum. Frestur til að skila tilboði rennur út fimmtudaginn 27. nóvember 2014, kl. 14.00. Tilboðin verða opnuð laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, í veiðihúsi Álftár á Mýrum í landi Arnarstapa, Borgarbyggð. F.h. Veiðifélags Álftár á Mýrum Halldór Gunnlaugsson, formaður Útboð SK ES SU H O R N 2 01 4 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði í seinni heimsstyrjöldinni Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og blaðamaður flytur Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Þriðjudagurinn 25. nóv. 2014 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Samþykkt breyting á deiliskipulagi Nýlendureits, Akranesi Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi þann 11. nóvember 2014, breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits. Breytingin nær til lóðanna Melteigs 11-13 og Suðurgötu 31-33. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að Melteigi er lokað við Sóleyjargötu, aðkoma verður frá Suðurgötu og verður sá hluti Melteigs gerður að botnlangagötu. Grænt svæði verði við enda Melteigs við Sóleyjargötu og gróðurrönd sett meðfram bílgeymslu við Sóleyjargötu 14. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akraness SK ES SU H O R N 2 01 4 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Fatamarkaður, uppboð og opið hús á Akraseli Opið hús var á leikskólanum Akra- seli á Akranesi síðastliðinn föstu- dag. Tilefnið var Dagur íslenskrar tungu og fimm ára afmæli drengs- ins Moise, sem býr í Barnaþorpi ABC á Fílabeinsströndinni. Þrjár elstu deildarnar á Akraseli taka þátt í svokölluðu sólblómaverkefni SOS Barnaþorpanna og styrkja drenginn um 45 þúsund krónur á ári. Börn- in sungu ljúfan söng fyrir viðstadda og afmælissönginn fyrir Moise, vin sinn á Fílabeinsströndinni. Eftir það buðu börnin upp á kaffi, heitt kakó og heimabakaðar smákökur á deildum sínum. Þá var einnig fata- markaður í leikskólanum til styrktar Moise og uppboð á listaverkum sem börnin höfðu gert. grþ Haldið var uppboð á myndum sem börnin höfðu teiknað af fjölskyldum sínum. Börnin sungu meðal annars afmælissönginn af tilefni afmælis sólblómabarnsins Moise, fimm ára drengs sem býr í Barnaþorpi ABC.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.