Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 STÓRTÓNLEIKAR Í BÍÓHÖLLINNI TIL STUÐNINGS HOLLVINASAMTÖKUM HVE FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER MEÐ EYÞÓR INGA OG ANDREU GYLFA Í FARARBRODDI FORSALA HAFIN Í EYMUNDSSON AKRANESI OG Á MIDI.IS MIÐAVERÐ 3.500 KR Sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra nýju velferðar- og mannréttindasviði. Undir sviðið heyrir félagsleg ráðgjöf og árhagsaðstoð, húsnæðismál, barnavernd, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, atvinnumál, jafnréttis- og mannréttindamál. Meðal brýnna verkefna á næstu árum er að móta stefnu í þjónustu við aldraða og fatlaða einstaklinga, fylgja eftir framkvæmdaáætlun í mannréttinda- málum og þróa samráð við fulltrúa helstu hagsmunahópa. Ennfremur að móta verkferla og undirbúa stefnu sviðsins í þjónustu- og gæðamálum. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Fagleg forysta í málaflokkum sem heyra undir sviðið • Undirbúningur mála og eftirlit með að ákvörðunum velferðar- og mannréttindaráðs sé framfylgt • Yfirstjórn stofnana sem heyra undir sviðið • Yfirumsjón með gerð starfs- og fjárhags- áætlunar sviðsins og eftirfylgni • Mótun gæða- og þjónustustefnu sviðsins Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám á sviði stjórnunar æskilegt • Reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun • Stjórnunarreynsla og reynsla af opinberri stjórnsýslu • Mikil samskipta- og samstarfshæfni • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti • Góð þekking og reynsla af fjárhagsáætlanagerð Ráðið er í stöður sviðsstjóra hjá Akraneskaupstað í 5 ár í senn með möguleika á endurráðningu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í síma 4331000. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðning fyrir hæfni í starfið. Umsóknarfrestur er t.o.m. 14. desember næstkomandi. Akraneskaupstaður auglýsir eftir öugum leiðtoga Í síðustu viku kom út bókin Galdra- skjóða Gurríar, eftir Akurnesinginn og blaðamanninn Guðríði Har- aldsdóttur, aðstoðarritstjóra Vik- unnar. Bókin er full af fróðleik sem tengist dulrænum málum, svo sem stjörnuspeki, Feng Shui og talna- speki. Þá má ennig finna í henni létta galdra og fjölmargar spádóms- aðferðir í spil, bolla, mynt, egg og bækur svo eitthvað sé nefnt. Blaða- maður Skessuhorns spjallaði aðeins við höfundinn um bókina. „Í bók- inni má finna sitt lítið af hverju sem tengist dulræna geiranum. Í hvaða stjörnumerki er heimili þitt og hvað táknar það, hvað segir afmæl- isdagurinn um þig og líka fæðing- artíminn. Hvernig passa vinir þín- ir við þig og svo framvegis. Ég tók einu sinni viðtal við tvær konur sem réðu drauma fyrir lesendur Vikunn- ar og þær segja frá mörgum draum- táknum og hvað þau merkja,“ út- skýrir Gurrí. Hún bætir því við að þá séu í bókinni góð ráð fyrir fólk sem þarf að selja húsið sitt hratt og vel, hvað talnaspeki húsnúmersins segi um andann á heimilinu, hvaða litur sé bestur í hvaða herbergi og fleira í sama dúr. Heldur utan um stjörnuspána Galdraskjóðan er ekki fyrsta bók Gurríar. Hún hefur áður skrifað þrjár bækur sem innihéldu nýjar og eldri lífsreynslusögur en þær sög- ur hafa verið með því vinsælasta í Vikunni árum saman. Þetta er þó fyrsta bókin sem fjallar um dulræn mál. Blaðamaður spyr hvernig það kom til að Gurrí færi að skrifa um málefni í dulræna geiranum. „Ég held utan um stjörnuspána í Vik- unni og dreg nokkur tarotspil fyr- ir hvert stjörnumerki. Á sömu opnu hef ég skrifað sitt af hverju um dul- ræn málefni, mest á léttu nótun- um. Snemma á þessu ári kom upp sú hugmynd að gefa það besta út í bók.“ Gurrí fór því yfir all- ar greinarnar, valdi þær sem henni fannst skemmtilegastar og bætti og breytti. „Linda Guðlaugsdótt- ir, samstarfskona mín, sá um útlit- ið á bókinni og fórst það afar vel úr hendi. Hún er alger listamaður og mjög hugmyndarík. Hún dreif m.a. alla á umbrotsdeildinni inn á kaffi- stofu til að búa til fígúrur úr bómull og þær skreyta kaflann Lesið í ský- in,“ segir hún. Hirðspákona vinahópsins Gurrí hefur lengi grúskað í málum af þessum toga og segir áhugann hafa kviknað fyrir alvöru á níunda áratug síðustu aldar, þegar henni voru gefin tarotspil. „Ég var sam- stundis gerð að hirðspákonu vina- hópsins. Ég fór á ýmis námskeið, m.a. tarotnámskeið hjá Hilmari Erni Hilmarssyni en áhugi á dul- rænum málum var mikill á landinu á þessum tíma.“ Hún hafði mjög gaman af því að láta spá fyrir sér og líka að spá fyrir öðrum. Undir alda- mótin var Gurrí með útvarpsþátt á Aðalsstöðinni og spáði þá fyrir fólki í beinni útsendingu. „Það var mjög vinsælt. Ég hef samt alltaf litið á þessi mál sem dægrastyttingu og alla spádóma sem samkvæmisleik, finnst að maður eigi að hafa gaman að þessu en ekki trúa blint á það,“ segir hún. Gurrí segist af og til hafa fengið viðbrögð við tarotlestrinum. „Kosturinn við að vera hirðspákona vinahópsins var sá að ég var allt- af látin vita ef eitthvað rættist. Til dæmis komu lukkuhjólið og vanda- tvistur saman í spá hjá vini mínum. Ég sagði honum að hann yrði að heita á mig því hann ætti eftir að detta í lukkupottinn. Hann lofaði því og stóð svo við það þegar vinn- ingurinn kom. Hann vann 150 þús- und og ég fékk 15 þúsund sem dugði á þeim tíma fyrir matarreikningn- um í Kjötborg,“ segir hún og hlær. „Ég var samt mjög hissa á þessu og líka þegar vinkona mín eignaðist son í meyjarmerkinu, eins og hafði komið í spilunum hennar tveimur árum áður,“ bætir hún við. Gurrí segist þó ekki búa yfir dulrænum hæfileikum, þó að spádómar henn- ar hafi stundum ræst. „En það er eitthvað um slíkt í ættinni. Föður- systir mín var rammskyggn. Pabbi heitinn hafði voða gaman af því að lesa í bolla en þegar hann gerði það fyrir mig sá hann bara eiginmann handa mér eða peninga.“ Hætt að spá fyrir öðrum Gurrí segist hafa gaman af þessu öllu en er löngu hætt að spá fyrir fólki eða að láta spá fyrir sér. „Mér fannst gaman að skrifa bókina. Það var ótrúlega gaman að gramsa í gömlu minnisblöðunum mínum frá öllum námskeiðunum sem ég fór á í denn og vinna efni úr þeim.“ Þess má til gamans geta að Gurrí er bú- sett á Akranesi og er forsíðumynd bókarinnar tekin í Kalmansvík, ná- lægt hundagerðinu. Það var Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, sem einn- ig býr á Akranesi, sem tók mynd- ina. „Við fórum þarna um allt einn vindasaman og kaldan dag, þar til við fundum rétta staðinn,“ útskýr- ir bókahöfundurinn Gurrí Haralds. Galdraskjóðu Gurríar er hægt að fá í bókabúðum og nokkrum stór- verslunum sem selja bækur. grþ Gurrí gefur út Galdraskjóðu Forsíðumynd Galdraskjóðunnar er tekin í Kalmannsvík. Ljósm. Aldís Pálsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.