Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Háskólinn á Bifröst og Klak/Innovit
skrifuðu nýverið undir samning vegna
þátttöku skólans í frumkvöðlakeppn-
inni Gullegginu. Með þessu vill skól-
inn styðja við bakið á nýsköpun og
einnig hvetja nemendur að taka þátt
í frumkvöðlastarfi og sækja námskeið
á vegum keppninnar þeim að kostn-
aðarlausu. Eftir að skrifað hafði ver-
ið undir samning héldu þau Svava
Björk Ólafsdóttir og Haraldur Þórir
Proppé Hugosson kynningu á Gull-
egginu fyrir nemendur Háskólans á
Bifröst. Vilhjálmur Egilsson rektor
skrifaði undir samninginn fyrir hönd
Háskólans á Bifröst.
Gulleggið er að fyrirmynd MIT
háskólans í BNA og VenturCup
á Norðurlöndunum og er meg-
inmarkmið keppninnar að öðlast
þjálfun og reynslu í mótun nýrra
viðskiptahugmynda og rekstri fyr-
irtækja. Keppnin er því frábært
tækifæri fyrir frumkvöðla til að
koma hugmyndum sínum á fram-
færi og gera úr þeim raunveruleg-
ar og markvissar áætlanir sem miða
að stofnun fyrirtækja. Samhliða
keppninni er þátttakendum boðið
upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð
sérfræðinga.
-fréttatilkynning
Næskomandi þriðjudag, 25. nóvem-
ber, mun Magnús Þór Hafsteinsson
rithöfundur og blaðamaður flytja
fyrirlestur í fyrirlestraröð Snorra-
stofu, Fyrirlestrar í héraði. Fjallar
hann um skipalestir þær sem sigldu
á milli Hvalfjarðar og Norðvestur
Rússlands í heimsstyrjöldinni síð-
ari sumarið 1941, þegar Þjóðverj-
ar höfðu gert árás á Rússa. Þess-
ar mannskæðu skipalestir stríðsár-
anna voru kallaðar Íshafsskipalest-
irnar og siglingaleið þeirra norð-
ur um höf um Ísland var hryllileg í
augum allra sem tóku þátt í átökum
þar. Aðstaða Bandamanna á Vest-
urlandi var lykillinn að því að þær
væru framkvæmanlegar. Þetta er
saga fórna, ótrúlegra hetjudáða og
mikilla þjáninga. Þessar siglingar
höfðu víðtæk pólitísk og hernaðar-
leg áhrif þar sem valdamestu menn
heimsins beindu sjónum sínum að
Vesturlandi og Hvalfirði. Í fyrir-
lestrinum verður einnig gerð grein
fyrir þýðingu og mikilvægi her-
námsins á Vesturlandi fyrir stríðs-
rekstur Bandamanna. Undir hon-
um verður sýnd einstæð og sjald-
séð kvikmynd um þessar skipalestir
og átökin um þær. Kvöldið hefst að
venju kl. 20:30, kaffiveitingar verða
í hléi og aðgangur er kr. 500.
Magnús Þór Hafsteinsson starf-
ar nú um stundir á Skessuhorni og
er búsettur á Akranesi. Árið 2011
sendi hann frá sér bókina Dauð-
inn í Dumbshafi - Íshafsskipalest-
irnar frá Hvalfirði og sjóhernaður í
Norður-Íshafi 1940-1943. Ári síðar
kom svo út sjálfstætt framhald, Ná-
vígi á norðurslóðum. Íshafsskipa-
lestirnar og ófriðurinn 1942-1945.
Á næstu dögum kemur svo út ný
bók eftir Magnús, sem ber heitið
Tuddinn frá Skalpaflóa. Saga kaf-
bátskappa í seinni heimsstyrjöld-
inni. Það er Snorrastofu ánægjuefni
að bjóða fram efni, sem svo mjög
tengist sögu héraðsins í höndum
rithöfundar, sem hér býr.
-fréttatilkynning
Í liðinni viku var líf og fjör í Reyk-
holtsdal þar sem frásagnarhefð og
bókmenntir voru í öndvegi. Að
boði Norrænu bókasafnavikunn-
ar var sami norræni textinn les-
inn upphátt um öll Norðurlönd og
Reykdælir skoruðust ekki undan
þeirri skemmtilegri hefð. Á mánu-
deginum las Lilja Björg Ágústs-
dóttir fyrir gesti frá Kleppjárns-
reykjum og Hnoðrabóli, Steinunn
Garðarsdóttir las fyrir fullorðna
í Prjóna-bóka-kaffinu, á þriðju-
degi og miðvikudegi kynnti Bryn-
hildur Þórarinsdóttir rithöfund-
ur Íslendingasögur í aðgengilegum
búningi í Bókhlöðu Snorrastofu, í
Grunnskóla Borgarfjarðar og hjá
öldruðum í Brún í Bæjarsveit, þar
sem nemendur skólans lásu enn-
fremur ljóð í tilefni Dags íslenskr-
ar tungu, en hann bar svo skemmti-
lega að þessu sinni upp á lok vik-
unnar. Þann dag tóku Reykholts-
kirkja og Snorrastofa höndum sam-
an og héldu hátíð, sem hófst með
messu og messukaffi í boði sókn-
arinnar og að því búnu hélt Ólafur
Pálmason mag.art. fyrirlestur um
afmælisbarnið, Jónas Hallgríms-
son og Gunnarshólma. Kristín Á.
Ólafsdóttir leikkona flutti ljóðið við
sama tilefni. Þá má einnig minna á
að verkefnið Allir lesa, sem Reykja-
vík bókmenntaborg UNESCO
stofnaði til kaus sér Dag íslenskrar
tungu til að gera upplestur þeirra,
sem skráðu sig til þátttöku í lands-
leiknum skemmtilega. je
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra heimsótti Akranes síðast-
liðinn föstudag í tilefni af Degi ís-
lenskrar tungu, sem haldinn er 16.
nóvember ár hvert. Í heimsókninni
kynnti Illugi sér skólastarf í leik-,
grunn- og framhaldsskóla og skóla-
tengda þjónustu á Akranesi. Dag-
skráin hófst í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands þar sem Sigríður Indriða-
dóttir, forseti bæjarstjórnar og for-
maður skóla- og frístundaráðs, og
Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri
tóku á móti ráðherra. Fóru þau
um skólann í fylgd Hafdísar Fjólu
Ásgeirsdóttur skólameistara og
snæddu einnig hádegisverð í há-
tíðarsal skólans. Því næst tók Reg-
ína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á móti
ráðherranum á Bókasafni Akraness.
Bæjarstjóri ávarpaði ráðherra og
aðra gesti bókasafnsins. Kynnti hún
meðal annars öflugt grasrótarstarf
í menningu og íþróttum á Akra-
nesi og sagði frá menningar- og
menntalífi í bæjarfélaginu. Grunn-
skólanemendur undirbjuggu dag-
skrá á bókasafninu og var þar boðið
upp á upplestur ljóða og sagna auk
leiksýningar. Þá kynnti Hildur Kar-
en Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri í
Grundaskóla, umferðarfræðslu fyr-
ir ráðherranum en Grundaskóli er
móðurskóli á landsvísu í umferðar-
fræðslu. Því næst hélt Illugi á leik-
skólann Vallarsel þar sem nemend-
ur tóku á móti ráðherranum og
sungu fyrir hann. Að lokum heim-
sótti ráðherra frístundamiðstöðina
Þorpið, þar sem unglingar í ung-
mennaráði Akraness sögðu stutt-
lega frá þeirra verkefnum og stjórn-
endur Þorpsins kynntu starfsemi
þess. grþ
Grunnskólanemendur á Akranesi sýndu leikritið „Lára og leyndarmálið“ eftir
Sigríði Sól nemanda í 6. bekk í Brekkubæjarskóla.
Menntamálaráðherra heimsótti
Akranes vegna dags íslenskrar tungu
Hlustað á ljóðalestur á bókasafninu. Í fremstu röð sitja Sigríður Indriðadóttir,
forseti bæjarstjórnar og formaður skóla- og frístundaráðs, Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi.
Svava Björk og Vilhjálmur handsala samninginn. Ljósm. bþþ.
Háskólanemar á Bifröst nú
þátttakendur í Gullegginu
Flutningaskip ferðbúið til Rússlands frá Hvalfirði. Þyrill og Geirshólmi í baksýn.
Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði
til umfjöllunar í Snorrastofu
Magnús Þór Hafsteinsson.
Ólafur Pálmason flytur erindi um Jónas Hallgrímsson og Gunnarshólma á Degi íslenskrar tungu.
Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.
Lifandi vika í Reykholtsdal
Lilja Björg Ágústsdóttir les fyrir yngstu nemendur á Kleppjárns-
reykjum og þau elstu á Hnoðrabóli. Ljósm. Jónína Eiríksdóttir.
Steinunn Garðarsdóttir les fyrir hannyrðakonur í Prjóna-
bóka-kaffinu í Snorrastofu. Ljósm. Jónína Eiríksdóttir.