Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Gamli Baldur farinn áleiðis
til Grænhöfðaeyja
Sama kvöld og nýi Baldur sigldi
áleiðis austur með norðanverðu
Snæfellsnesi í fyrsta sinn til heima-
hafnar í Stykkishólmi var gamli
Baldur á leið úr sinni hinstu för frá
Brjánslæk yfir Breiðafjörð. Gamli
Baldur kom úr þeirri för og lagð-
ist við bryggju í Stykkishólmi réttri
klukkustund áður en nýja skipið
kom og var bundið aftan við hið
gamla. Þar með lauk dyggri þjón-
ustu þessa skips sem hefur siglt yfir
Breiðafjörðinn síðan það kom til
landsins 2006. Gamli Baldur hefur
einnig komið að góðum notum sem
afleysingaskip fyrir Herjólf í Land-
eyjahöfn eftir að það mannvirki
var tekið í notkun fyrir samgöng-
ur milli Vestmannaeyja og lands
fyrir nokkrum árum. Gamli Bald-
ur fékk þó ekki að hvíla lúin bein
lengi við bryggjuna í Stykkishólmi.
Strax var hafinn undirbúningur fyr-
ir langa siglingu skipsins yfir Norð-
ur Atlantshafið alla leið til hafnar-
borgarinnar Portó í Portúgal. Þar
bíða nýir kaupendur eftir því að fá
skipið afhent. Þeir ætla svo að sigla
því áfram til Grænhöfðaeyja djúpt
vestur af Norður Afríku. Þar verður
skipið notað til farþegasiglinga.
„Við verðum sex í áhöfn. Þetta
eru allt menn sem hafa siglt með út-
gerðinni áður. Það er reiknað með
að ferðin taki sjö sólarhringa frá
Stykkishólmi til Portó í Portúgal.
Veðurútlitið er mjög gott þannig
að þetta verður bara skemmtilegt,“
sagði Siggeir Pétursson skipstjóri
í móttöku nýja Baldurs á fimmtu-
dagsmorgun. Hann er við stjórn-
völinn á gamla Baldri til Portú-
gal. Hvergi stendur til að koma
við á leiðinni, heldur sigla í einum
áfanga. „Nei, við höfum með okkur
tuttugu tonn af auka olíubirgðum.
Þá erum við bara flottir alla leið-
ina. Þurfum hvergi að koma við til
að bæta á okkur olíu.“ Gamli Bald-
ur kvaddi svo Ísland hinsta sinni á
laugardaginn.
mþh
Siggeir Pétursson var skipstjóri með föður sínum í því að sigla nýja Baldri heim frá
Noregi til Íslands. Nú siglir hann gamla Baldri frá Stykkishólmi til Portúgal.
Gamli Baldur við bryggju hinsta sinni í Stykkishólmi á fimmtudaginn.
Starfsmenn Sæferða hófust strax handa við að útbúa gamla skipið undir siglingu
til Portúgal á meðan nýja skipið var gert klárt til siglingar í Flatey og til Brjáns-
lækjar.
Fyrsti flutingabíllinn með nýja
Baldri ók vestur með sement
Það var Guðmundur Hilmarsson
sem ók fyrsta flutningabílnum um
borð í nýja Baldur í áætlunarferð yfir
Breiðafjörðinn. Hann er bílstjóri hjá
sementsinnflutningsfyrirækinu Aal-
borg Portland. Guðmundur ekur
sementi á einum af fjórum bílum
fyrirtækisins um land allt frá birgða-
stöðinni í Helguvík í Reykjanesbæ.
Það var á sinn hátt táknrænt fyr-
ir bjartsýnina sem fylgir hinu nýja
skipi að það skyldi einmitt vera bíll
með byggingarefni sem ók fyrstur
um borð með farm inn á rúmgott
bílaþilfar nýja Baldurs.
Geysimiklar framkvæmdir eru
í uppbyggingu fiskeldis og ann-
ars iðnaðar á sunnaverðum Vest-
fjörðum. Aalborg Portland sinn-
ir því miklum sementsflutningum
þangað frá Helguvík. „Ég fer með
þetta til steypustöðvarinnar á Bíldu-
dal. Þeir eru nú að fara að fram-
leiða tólf þúsund rúmmetra af stein-
steypu í mannvirki tengdum fisk-
eldinu og vinnslu við það á Tálkna-
firði. Við erum með 32 tonn af sem-
enti í hverri ferð á þessum bílum.
Það er efni í hundrað rúmmetra af
steinsteypu. Þannig að þú sérð að
við munum fara 120 ferðir keyrandi
með sement vestur, bara til að anna
þessu verkefni þarna á Tálknafirði,“
sagði Guðmundur.
Þessi reyndi flutningabílstjóri
fagnar því að nú skuli komin ný
og stærri ferja yfir Breiðafjörðinn.
„Leiðin er náttúrlega ömurleg eft-
ir vegunum þarna vestur á veturna.
Þeir eru svo slæmir. Við tökum okk-
ur alltaf far með Baldri yfir Breiða-
fjörðinn héðan úr Stykkishólmi
og ökum svo þjóðveginn tómir til
baka. Það er að segja ef færðin er
góð en það er hún ekki alltaf. Ferj-
an er lykillinn að því að þetta sé ger-
legt,“ sagði Guðmundur Hilmars-
son skömmu fyrir brottför með nýja
Baldri. mþh
Guðmundur Hilmarsson bifreiðastjóri við bíl sinn á bryggjunni í Stykkishólmi.
Sigldi sjálf í jómfrúarferðinni
frá Brjánslæk
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Vesturbyggðar er afar ánægð með
nýja Baldur. Hún talar af reynslu eft-
ir að hún sjálf fór með skipinu sigl-
andi í jómfrúarferðinni á fimmtu-
dagskvöld yfir Breiðafjörðinn frá
Brjánslæk í Stykkishólm.
„Mér leist mjög vel á Baldur. Þetta
er glæsilegt skip og alger samgöngu-
bylting. Á leiðinni yfir Breiðafjörð-
inn sat ég að mestu uppi í efri veit-
ingasalnum og þótti skipið fara vel
með farþegana. Það var reyndar gott
veður, aðeins smá austan þræsingur.
Á þessari leið er hvöss vestanátt inn
Breiðafjörðinn verst varðandi sjó-
lagið,“ segir Ásthildur. Hún seg-
ir að það væri afar erfitt fyrir íbúa á
sunnanverðum Vestfjörðum að vera
án Baldurs. Fólk sé meðvitað um
þetta. „Útgerð skipsins hefur þjónað
okkur vel og við erum þakklát fyr-
ir það. Síðastliðnir tveir vetur hafa
til að mynda verið erfiðir með mik-
illi ófærð og þar hefur þessi ferjuleið
sannað gildi sitt.“
Mikil uppbygging á sér nú stað í at-
vinnulífi Vesturbyggðar og á Tálkna-
firði. „Það er mjög mikið að gerast í
laxfiskaeldinu. Nú starfa fjögur fisk-
eldisfyrirtæki á svæðinu. Það eru
eldis kvíar í Patreksfirði, Tálknafirði
og Arnarfirði. Hafin er bygging risa-
stórrar seiðaeldisstöðvar í Tálkna-
firði. Eðlilega fylgja þessu mikil um-
svif og flutningaþörf. Það þarf til
dæmis að flytja hingað fóður og síð-
an afurðir hina leiðina. Hérna skiptir
Baldur mjög miklu máli. Það er farið
með ferskan lax með honum og svo
áfram í flug frá Keflavíkurflugvelli.
Síðan er mikil útgerð og fiskvinnsla
hér á Patreksfirði sem þarf að koma
frá sér bæði ferskum og söltuðum af-
urðum. Ekki má svo gleyma að það
er risastór kalkþörungaverksmiðja á
Bíldudal sem framleiðir 50.000 tonn
árlega af afurðum. Þær fara reynd-
ar ekki með Baldri en svona umsvif
gera samt kröfu um góðar samgöng-
ur og flutningsmöguleika. Það er því
frábært að nú sé hægt að koma svona
mörgum flutningabílum með hverri
ferð. Það var stundum þröngt á þingi
í gamla Baldri þegar margir flutn-
ingabílar þurftu að komast með,“
segir Ásthildur Sturludóttir. mþh
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Ljósm. úr einkasafni.
Flutningar með Baldri á afurðum að og frá fiskeldinu á sunnanverðum Vest-
fjörðum munu verða miklir í framtíðinni. Ljósm. Fjarðalax.
Með Baldri yfir Breiðafjörð!