Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Fertugasta bingóið HVANNEYRI: Kvenfélagið 19. júní í Borgarfirði hefur í 40 ár haldið Jólabingó í aðventu- byrjun. Nú verður það hald- ið 28. nóvember nk. í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Allur ágóður af bingóinu rennur sem fyrr til líknarmála. Kvenfélagið 19. júní var stofnað 1938 og telur 35 konur. Starfssvæði félagsins er í Andakílshreppi og Skorra- dal. –mm Rúllupylsu- keppni í Þurranesi DALIR: Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyr- ir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugar- daginn 22. nóvember kl. 14. Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13 og 13.30 í Þurranesi. Þetta er þriðja rúllupylsukeppnin á jafnmörg- um árum. Sú fyrsta var hald- in í Króksfjarðarnesi í hitteð- fyrra og í fyrra var keppnin á Sævangi við Hólmavík. Dóm- arar í keppninni núna verða Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Á Facebo- oksíðu keppninnar segir m.a. að gera rúllupylsu úr kinda- kjöti sé gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppn- in er haldin til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefð- um og handverki í matargerð. –þá Staða að hálfn- uðu briddsmóti BORGARFJ: Aðaltvímenn- ingur Briddsfélags Borgar- fjarðar er nú liðlega hálfnaður, en þriðja kvöldið var á mánu- daginn. Eyfi Kiddi mætti með afleysingamakker, Flemm- ing. Gerðu þeir sér lítið fyrir og rótburstuðu andstæðinga sína, höluðu inn 175 stig sem gera 60,8%. Aðrir í mark urðu Jón og Baldur og eru þeir nú komnir í toppbaráttuna af full- um þunga, þó ekki fallþunga. Þriðju urðu svo Sveinbjörn og Lárus með 161 stig og með því settust þeir á toppinn og leiða mótið með 30 stiga mun. Næstu tvö kvöld hafa önn- ur pör til að berja á þeim fé- lögum og ljóst er að hart verð- ur barist. –ij Fiskafli í október 2014 LANDIÐ: Heildarafli ís- lenskra fiskiskipa var rúm- lega 97 þúsund tonn í októ- ber 2014, 10,8% meiri en í sama mánuði árið áður. Á tólf mánaða tímabili var heildar- aflinn tæplega ellefu hundr- uð þúsund tonn og minnk- aði um 21,6% miðað við fyrra tólf mánaða tímabil. Magn- vísitala á föstu verðlagi er um 3,8% lægri miðað við októ- ber í fyrra, en á tólf mánaða tímabilinu nóvember 2013 til október 2014 hefur orðið lækkun á magnvísitölunni um 9,6% miðað við sama tímabil ári fyrr. –mm Varð bráðkvadd- ur á rjúpnaslóð MÝRAR: Í fjallendinu vest- an Langavatns í Borgarbyggð var síðdegis á sunnudag kom- ið að látnum manni. Hafði hann verið á rjúpnaveiðum ásamt þremur öðrum. Þegar félagar mannsins höfðu ekk- ert heyrt frá honum um tíma, fóru þeir að leita að honum og fundu þar sem hann hafði hnigið niður. Hringt var eft- ir aðstoð og reynd endurlífg- un sem bar ekki árangur. Lög- reglan í Borgarfirði og Dölum, ásamt björgunarsveitarmönn- um, fór á vettvang og komu líki hins látna til byggða. Maður- inn var 62 ára að aldri og bú- settur í Reykjanesbæ. Hann hét Gísli Már Marinósson. Gísli lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn. -mm Skipulagsskrá að Sturlusetri DALIR: Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 11. nóvember sl. voru kynnt fyrirliggjandi drög að skipulagsskrá Sturluset- urs í Dölum, unnin af Svav- ari Gestssyni f.h. undirbún- ingsnefndar. Byggðarráð lagði til að safnastjóra Byggðasafns Dalamanna verði falin áfram- haldandi vinna við undirbún- ing Sturluseturs og starfshlut- fall aukið í 100% úr 85%. Að auki verði 300.000 krónum ráðstafað í verkefnið á fjár- hagsáætlun 2015. Málinu verð- ur að öðru leyti vísað til menn- ingar- og ferðamálanefnd- ar, sagði í fundargerð byggð- arráðs. Sveinn Pálsson sveit- arstjóri segir vilja til að halda verkefninu áfram og sam- þykkt byggðarráðs sé skref í þá átt. Hann segir ljóst að pen- inga vanti til að unnt verði að setja Sturlusetur á laggirnar og sveitarstjórn treysti sér ekki í þann áfanga að svo stöddu. –þá Fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki fór fram í Nor- ræna húsinu 13. nóvember síð- astliðinn. Matís og Ný norræn matvæli II stóðu að keppninni sem var opin fyrir allar Norður- landaþjóðirnar. Fjöldinn allur af vörum var með í keppninni og var það samdóma álit þeirra sem komu að keppninni að bjart væri yfir nýsköpun í matvælum hér á landi og á öllum Norðurlöndun- um. Keppt var í átta mismunandi flokkum og veitt verðlaun fyr- ir hvern flokk fyrir sig. Bjarteyj- arsandur í Hvalfjarðarsveit hlaut silfurverðlaun í kjötafurðaflokki, með birkireyktan bláberjavöðva. Að sögn Arnheiðar Hjörleifsdótt- ur á Bjarteyjarsandi tók Bjarteyj- arsandur þátt með þrjár vörur af þeim 110 vörum sem skráðar voru til leiks. „Við vorum með kofareykt bjúgu sem hafa notið mikilla vinsælda hjá okkur, blá- berjasósu og svo silfurverðlauna- gripinn sem er hráverkaður ær- vöðvi, baðaður upp úr bláberja- sírópi áður en hann er settur í reyk. Hann er tilbúinn til neyslu þegar hann kemur úr reykkofan- um,“ segir Arnheiður. Þetta var í fyrsta sinn sem Bjarteyjarsandur tekur þátt í matarsamkeppni og segir Arnheiður að þau hafi upp- haflega ekki verið viss um hvort þau ættu yfir höfuð að taka þátt. „En við ákváðum svo að láta bara vaða.“ Allar afurðirnar úr keppn- inni voru svo til sýnis á matarhá- tíð sem haldin var í Hörpunni síðustu helgi. Arnheiður bæt- ir því við að þar hafi verið sér- lega glæsilegt og fjölbreytt úr- val. „Næstu skref eru svo bara að halda áfram þessu basli! Við erum núna að fara af stað með aðventu- veislur heima á bæ, þar sem fólk getur komið og átt saman nota- lega kvöldstund á aðventunni og fengið góðan mat, beint frá býli. Matvæli sem eru svo sannarlega úr nærumhverfinu og eiga sér sögu,“ segir Arnheiður að end- ingu. grþ Hagstofa Íslands gaf í liðinni viku út þjóðhagsspá á vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær til áranna 2014-2018. Í henni er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7% á þessu ári og 3,3% árið 2015. Árin 2016 til 2018 er spáð 2,5-2,9% hagvexti. Fjárfesting er talin aukast um 14% á þessu ári, 18,7% árið 2015 og 14,6% árið 2016, en gert er ráð fyrir að stóriðjufjárfesting dragist saman árin 2017 og 2018 sem leiðir til þess að fjárfesting stendur í stað þau ár. Einkaneysla jókst lítið árið 2013 en reiknað er með að hún aukist um 3,9% á þessu ári, 4% árið 2015 en um og yfir 3% á ári eftir það. Hóflegur vöxt- ur samneyslu verður á fyrstu árum spátímans eða 1,8% árið 2014 og um 1,5% árlega eftir það. Mikill vöxtur neyslu og fjárfestingar árin 2014-2016 leiðir til þess að þjóðar- útgjöld aukast um 4,7% árið 2014, 5,6% árið 2015, 5,1% árið 2016 en mun minna eftir það. Verðbólga verður 2,2% árið 2014, nokkuð undir verðbólg- umarkmiði Seðlabanka Íslands. Spáð er að verðbólga verði 2,7% árið 2015, 3% árið 2016 en fari niður í 2,6% árið 2018. Vöru- og þjónustujöfnuður verður jákvæð- ur allan spátímann en minnkar með aukinni neyslu og fjárfestingu. Talsverð óvissa er um þróun launa og verðlags árið 2015 vegna kjara- samninga sem þá losna. Gert er ráð fyrir nokkru meiri launahækk- unum á almennum vinnumark- aði en í gildandi samningum en að lítil verðbólga auki líkur á hófleg- um launabreytingum. Lækkun á greiðslubyrði húsnæðislána vegna skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda myndar svigrúm til aukinnar einka- neyslu á spátímabilinu. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 4. júlí síð- astliðinn og er næsta útgáfa ráðgerð í apríl 2015. mm Fjölgun ferðamanna, aukin stóriðja, batnandi afkoma fiskvinnslu og aukinn hugverkaiðnaður eru allt þættir sem auka hagvöxt. Spá tæplega þriggja prósenta hagvexti á þessu ári Þessi litla dama tók á móti silfurverð- launum Bjarteyjarsands í Norræna húsinu fyrir hönd nöfnu sinnar, Arnheiðar Hjörleifsdóttur. Ljósm. úr einkasafni. Bjarteyjarsandur hlaut silfur í Íslandsmeistara keppni í matarhandverki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.