Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Föstudaginn 21. nóvember kl. 10-13 verður haldin málstofa um menningu sem atvinnustefnu í Há- skólanum á Bifröst. Málstofan er liður í því að koma af stað um- ræðu um hvernig menningarstefnu við viljum fyrir menningarráðin á landsbyggðinni til framtíðar. Rætt verður um tilgang menningarstefnu í stjórnsýslu og hvernig hún gagnast í daglegum rekstri og skipulagningu menningarverkefna. Einnig hvaða tilgang hún hafi og hvernig teng- ist menningarstefna atvinnustefnu sveitarfélaganna. „Sveitarstjórum á Vesturlandi er sérstaklega boðið, en allir eru velkomnir. Við vonumst til þess að þau sem tengjast menning- arstörfum sýni áhuga og mæti. Til stendur að fara í vinnu við að móta nýja menningarstefnu fyrir Menn- ingarráð Vesturlands. Þessi mál- stofa er upphaf þeirrar vinnu,“ seg- ir Elísabet Haraldsdóttir hjá Menn- ingarráðinu. Menning er verðmætasköpun Elísabet og fleiri telja að nú sé kom- inn tími til að hugað verði að því hvernig menningarstefna sveitar- félaganna geti gagnast markvisst í störfum menningarráða og í at- vinnusköpun. „Þetta er málstofa sem við Njörður Sigurjónsson hjá Háskólanum á Bifröst höfum unn- ið að. Menningarráð Vesturlands hefur átt gott samstarf við skólann sem ég er afskaplega þakklát fyr- ir. Skólinn hefur litið á menningu sem mikilvæg tækifæri í atvinnu- sköpun. Ágúst Einarsson fyrrver- andi rektor skólans verður þarna ásamt Vilhjálmi Egilssyni núver- andi rektor og fleirum. Ágúst er nú kannski okkar þekktasti talsmaður í dag fyrir því að menning skapi ekki bara andleg, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Þetta hefur hann rökstutt og það liggja eftir hann lærð rit um þessi efni. Nú síðast í haust kom út eftir hann bók um verðmætasköpun ritlistar og bókmennta. Ágúst hef- ur sýnt að listamenn eru ekki þiggj- endur heldur skapa þeir verðmæti,“ segir Elísabet. Nágrönnum boðið að vestan og norðan Að hennar sögn er skólinn á Bif- röst frjór jarðvegur fyrir góðar hugmyndir. „Háskólinn er hlynnt- ur menningu. Við höfum boðið menningarráðunum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra að taka þátt í þessari málstofu. Þessi svæði liggja jú að okkur hér á Vesturlandi. Við þurfum að móta nýjar menning- arstefnur á komandi ári. Við þurf- um að átta okkur á því að menning skapar störf. Hún styrkir nærsam- félögin og leggur sitt af mörkum til að íbúum Vesturlands líði vel.“ Elísabet bendir á hægt sé að fara margar leiðir í að móta menningar- stefnu sveitarfélaga. „Ég fagna því að Háskólinn á Bifröst sé tilbúinn að taka þessa umræðu með okkur á faglegum nótum nú þegar við ætl- um að hefja hana í þessari málstofu þar þann 21. nóvember. Þarna mun- um við vonandi eflast og fá góð ráð til þess að hefja vinnu við að móta frekar þessa stefnu á nýju ári. Í mín- um huga er þetta nýtt upphaf.“ Tók þátt í ráðstefnu Vitbrigðanna í Rifi Elísabet fagnar því að Vitbrigði Vesturlands skuli nú vera komið á fót. „Ég er búin að reyna nokkrum sinnum að stofna svona hópa. Ég var komin með hóp af fólki í hug- lægum sköpunargreinum á lista hjá mér sem ég vissi að voru frá Vest- urlandi og höfðu áhuga á að koma að slíkri samvinnu. Lengi vel virt- ist þó ekki vera jarðvegur fyrir það þar til núna. Fólki fannst svo langt á milli staða svo sem Akra- ness og Stykkishólms eða Borgar- ness og Grundarfjarðar, bara til að nefna dæmi. Þetta myndi því aldrei ganga. Nú hefur hins vegar orð- ið vakning meðal þeirra sem starfa við skapandi vinnu í landshlutan- um. Þau hafa stofnað með sér Vit- brigði Vesturlands sem eru samtök fyrir fólk á þessum vettvangi. For- maðurinn er Sigursteinn Sigurðar- son arkitekt er held ég einmitt rétti maðurinn til þess að koma slíku starfi áfram.“ Öflugt fólk að koma fram Að sögn Elísabetar hafa marg- ir einstaklega öflugir einstakling- ar menntað sig í skapandi grein- um, komið heim á Vesturland með afraksturinn og starfa nú inn- an Vitbrigða Vesturlands. „Þar vil ég nefna t.d. Dögg Mósesdótt- ur í Grundarfirði sem var að halda stuttmyndahátíðina í Grundarfirði nú í sjöunda skipti. Einnig Kára Viðarsson sem stofnaði Frystiklef- ann á Rifi og hefur flutt mörg frá- bær leikverk þar. Þá er hópur ein- staklinga sem hefur staðið að Hinu blómlega búi og unnið nýtt mynd- band fyrir Markaðsstofu Vestur- lands. Þar eru þau Guðni og Bryndís Geirsdóttir í stafni. Rósa Jónsdóttir á Hvanneyri og Gunnhildur Guð- nýjardóttir á Snæfellsnesi, Magn- ús Hreggviðsson frá Borgarnesi. Öll eru þau hönnuðir sem vinna á fjölbreyttu sviði innanhúsarkitekt- úrs og hönnunar. Á Akranesi eru það Anna Leif Elídóttir listamað- ur og verkefnastjóri Akranesbæjar auk Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur söngkonu með töluverða reynslu í Íslensku óperunni. Logi Bjarna- son listamaður frá Borgarnesi. Allt eru þetta nöfn sem efla Vitbrigðin. Mörg önnur mætti líka nefna sem hafa starfað ötullega að því að skapa tækifæri til þess að vinna verkefni sem tengjast Vesturlandi.“ Fræ Menningarráðsins eru að spíra Menningarráð Vesturlands er sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem styrkja menningartengd verk- efni í landshlutanum. Mörg undan- farin ár hefur ráðið styrkt hin ýmsu verkefni og viðburði. „Mér finnst mjög ánægjulegt að heyra þegar ungt fólk í skapandi greinum hér á Vesturlandi, eins og til dæmis Dögg Mósesdóttir og Kári Viðarsson, tala um að styrk- ir frá Menningarráði Vesturlands hafi komið þeim af stað. Menning- arráðið hefur stutt Dögg frá upp- hafi. Hún hefur margsagt að þess- ir styrkir hafi ráðið úrslitum um að hún gæti haldið þessa hátíð sem hefur fest sig í sessi og laðar að fjölda fólks. Samstarfið við hana hefur verið ótrúlega gefandi og skemmtilegt. Hið sama er að segja um Kára sem er með listamiðstöð- ina í Frystiklefanum í Rifi. Þau eru bæði dæmi um ungt fólk sem er að koma frá höfuðborgarsvæðinu til baka í sinn heimabæ og setja þar af stað svæðisbundin menningarverk- efni. Ragnar Skúlason tónlistar- kennari á Akranesi hefur unnið frá- bært starf með Þjóðlagasveitina þar og margir fleiri,“ segir Elísabet. Vilja snúa aftur heim Elísabet Haraldsdóttir segir að það sé afskaplega mikils virði að geta styrkt verkefni sem eru þess eðlis að þau geti skapað atvinnu í fram- tíðinni. Nú sé að skapast rétti jarð- vegurinn til að vinna markvisst að slíku. „Stór hluti þeirra sem eru í Vitbrigðunum eru fólk sem ekki er búsett á Vesturlandi en eru fædd hér og uppalin og eiga hér rætur. Mörg þeirra tala um að þau vilji flytja heim aftur. Þau fylgjast vel með því sem gerist í landshlutan- um. Í þessu fólki er falinn mikill mannauður, þau eru vel menntuð og búa yfir góðri reynslu og þekk- ingu. Sveitarfélögin mættu verða meðvitaðri um að sýna ungu fólki í skapandi greinum meiri áhuga og ef þau laða fólk aftur til baka, til dæmis að loknu námi og eftir nokkurra ára störf á Íslandi og er- lendis, þá hafa skapandi menning- arverkefni ákaflega mikið að segja. Flest í þessum geira eru einyrkjar. Þau geta vel hugsað sér að koma til baka í sinn heimabæ eða heima- byggð. Mér finnst mjög áberandi í þessum hópi sem myndar Vit- brigði Vesturlands að þau líta á sig sem Vestlendinga og eina heild. Með nútíma tækni er ekki lengur talað um að landfræðilegar vega- lengdir. Þau langar til að gera gagn með sinni menntun og þekkingu. Þau hafa til dæmis sýnt áhuga á því hvernig menningarstefna getur haft áhrif á störf þeirra.“ mþh Á laugardaginn var kom hópur- inn Vitbrigði Vesturlands saman til ráðstefnu í Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi. Vitbrigðin eru fólk búsett á Vesturlandi eða með tengsl þangað sem vinnur að hugverkum í atvinnuskyni; arkitektúr, hönnun, myndlist, tónlist, leiklist og hvað- eina sem fellur undir hugtakið hug- verk. Ráðstefnan var kölluð Rástef- nuhlé. Á henni héldu félagar Vit- brigða Vesturlands ýmis erindi. Fólk búsett allsstaðar af Vesturlandi og víðar af landinu rabbaði saman og kynntist hvert öðru. Ráðstefnu- hléð var kynnt í átta síðna sérblaði sem fylgdi Skessuhorni í síðustu viku. Hér eru ljósmyndir frá við- burðinum sem stóð daglangt og þótti afar vel heppnaður. mþh Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands: „Í mínum huga er þessi málstofa nýtt upphaf“ Elísabet teiknar á borða ásamt félögum í Vitbriðgum Vesturlands á ráðstefnunni sem haldin var í Frystiklefanum í Rifi á laugardag. Frá vinstri: Elín Elísabet Einars- dóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Rósa Björk Jónsdóttir og Alda Hlín Karlsdóttir. Elísabet Haraldsdóttir er menningarfulltrúi Vesturlands. Geir Theodór Konráðsson úr Borgar- nesi. Fjær stendur Sigursteinn Sigurðs- son arkitekt og formaður Vitbrigða Vesturlands en hann er búsettur í Borgarnesi. Ráðstefnuhlé Vitbrigða Vesturlands í Rifi Spjallað í hléi. F.v: Logi Bjarnason myndlistarmaður úr Borgarnesi, Halldór Heiðar Bjarnason og Lilian Pineda frá Fljótstungu, Kristjana E. Sigurðardóttir myndlistarkona úr Staðarsveit og Rósa Björk Jónsdóttir hönnuður frá Hvanneyri. Kári Viðarsson leikari og frystiklefastjóri í Rifi, Anna Leif og Logi Bjarnason. Magnús Hreggviðsson grafískur hönnuður úr Borgarnesi og Alda Hlín Karlsdóttir menningarfulltrúi Grundarfjarðar. Hjónin Bryndís Geirsdóttir kvikmynda- framleiðandi og Guðni Páll Sæmunds- son leikstjóri, búsett í Árdal í Andakíl, á spjalli við Sólrúnu Sumarliðadóttur tónlistarkonu. Frá vinstri: Erla Margrét Gunnars- dóttir skipulagsfræðingur, Kristjana E. Sigurðardóttir myndlistarkona og Gunnhildur Guðnýjardóttir innanhúss- arkitekt, báðar úr Staðarsveitinni. Bryndís Geirsdóttir skreytir Vit- brigðafánann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.