Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Lynghálsi, Reykjavík
s
Lónsbakka, Akureyri
Sími 540 1100
Bændafundir Líflands
Föstudagur 28. nóvember:
Dagskrá:
· Hvernig auka má fitu í mjólk á markvissan hátt?
Fyrirlesarar:
Boðið verður upp á veitingar.
Allir velkomnir!
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Flutt verður hin gullfallega jólaóratoría, Oratorio de Noël eftir franska tónskáldið
Camille Saint-Saëns, fyrir kór, einsöngvara og kammersveit. Jólaglögg og piparkökur í hléi.
Eftir hlé færir kórinn sig nær nútímanum og ytur aðventu- og jólalög í ölbreyttum útgáfum
Einsöngvarar:
Elfa Margrét Ingvadóttir mezzosópran, Halldór Hallgrímsson baríton,
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Snorri Wium tenór og Þórgunnur Stefánsdóttir sópran
Sérstakir gestasöngvarar:
Halla Jónsdóttir og Heiðmar Eyjólfsson
Kammersveit Kalmansvalla
Kór Akraneskirkju
Stjórnandi:
Sveinn Arnar Sæmundsson
Aðgangseyrir kr. 3.000 við inngang en 2.500 í forsölu
Forsala hefst í Versluninni Bjargi við Stillholt, föstudaginn 21. nóvember
Aðventutónleikar Kórs Akraneskirkju
á Kalmansvöllum 1
sunnudaginn 30. nóvember kl. 17
Bændur í Ytri-Fagradal
taka við Kindur.is
Um þessar mundir eru að verða eig-
endaskipti á léninu kindur.is. Hléd-
ís Sveinsdóttir frá Fossi í Staðarsveit
stofnaði lénið haustið 2008 og fyr-
irtæki um það. Halla Steinólfsdóttir
bóndi í Ytri-Fagradal segir að áfram
verði byggt á sömu hugmyndafræð-
inni og Hlédís byggði fyrirtækið á,
það er að gefa fólki kost á að verða
sauðfjáreigendur. Um er að ræða
nokkurs konar vefverslun með kind-
ur og þar getur almenningur keypt
sér sína eigin kind og valið á hana
nafn. Auk þess fá kaupendur jólakort
frá kindinni, geta nýtt af henni ull-
ina gegn aukagjaldi, fá kjötafurðirn-
ar sendar niðursagaðar og innpakk-
aðar heim að dyrum og aðgang að
sveit 5-8 sinnum á ári svo eitthvað
sé nefnt. Þeir sem vilja „minni pakk-
ann“ geta valið að fóstra kind í stað
þess að eiga hana en fá ekki kjötaf-
urðirnar sendar heim. Halla segir að
eftir sé að breyta heimasíðunni til að
laga hana að nýju búi, Ytri-Fagradal
í stað Foss. Í Ytri-Fagradal er stund-
aður lífrænn búskapur með vott-
un frá Túni. Þar eru í vetur um 550
fjár á fóðrum. „Okkur finnst spenn-
andi að taka við þessari góðu hug-
mynd og að halda áfram að útfæra
þessa frábæru hugmyndafræði sem
hún byggir á,“ segir Halla í samtali
við Skessuhorn.
Hlédís er ánægð með arftaka
Kindar.is. „Halla er fyrirmynd ann-
arra bænda og mikill frumkvöð-
ull. Hún er nú þegar að framleiða
spennandi vörur og þróar nýjung-
ar. Má þar nefna lífræna hangikjöt-
ið sem pæklað er í hreinum sjósalts-
pækli. Hún er sauðfjárbóndi af lífi og
sál og er tilbúin að brúa bilið á milli
framleiðenda og neytenda. Í því felst
verkefnið. Mér þykir mjög vænt um
að verkefnið lifi áfram og hef fulla
trú á því,“ segir Hlédís Sveinsdóttir.
þá
Einar Kr. Guðfinnsson núverandi forseti Alþingis var sá fyrsti sem eignaðist kind
í gegnum kind.is haustið 2008. Hlédís Sveinsdóttir afhenti honum þá skjal því til
staðfestingar. Ljósm. úr safni Skessuhorns.