Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Sandblásum myndir og texta á spegla, lýsing á bakvið spegla afmælis afsláttur af speglum 30% -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is Gler � speglar � sandblástur � slípun Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land framleiðsla í 45 ár Gæði - Úrval Þjónusta Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 MÁLSTOFA UM MENNINGU SEM ATVINNUSTEFNU 21.NÓVEMBER/KL.10-13 Í HÁSKÓLANUM Á BIFRÖST Málstofa er haldin til þess að ræða um menningarstefnu sveitarfélaga og menningarráða landsbyggðarinnar og hvernig hægt er að hugsa hana til framtíðar. Rætt verður um tilgang menningarstefnu í stjórnsýslu, hvernig hún gagnast í daglegum rekstri og skipu- lagningu menningarverkefna. Þá verður spurt sérstaklega hvernig menningarstefna tengist atvinnustefnu sveitarfélaganna. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson frá Háskólanum á Bifröst en þátttakendur verða m.a. Elísabet Haralds- dóttir frá Menningarráði Vesturlands, Jón Jónsson frá Menningarráði Vestfjarða, Ingibergur Guðmundsson frá Menningarráði Norðurlands Vestra, Ágúst Einarsson og Vilhjálmur Egilsson frá Háskólanum á Bifröst. ALLIR VELKOMNIR Menningarráð Vesturlands. Menningarráð Norðurlands Vestra, Menningarráð Vestfjarða og Háskólinn á Bifröst. Eldvarnafræðsla og afmælisboð hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar Í tilefni af Eldvarnaátakinu 2014 og 80 ára afmælis slökkviliðsins verður opið hús í slökkvistöðinni við Kalmansvelli þriðjudaginn 25. nóvember n.k. milli klukkan 13:00 og 19:00. Gestum gefst kostur á að skoða slökkvistöðina og búnað slökkviliðsins. Heitt á könnunni og allir velkomnir. SK ES SU H O R N 2 01 4 „Já, það eru bara býsna margir sem stoppa hjá mér að skoða varninginn og sumir versla við mig,“ sagði Þóra Þorgeirsdóttir þar sem hún var með sölubás í anddyri Nettó verslunar- innar í Borgarnesi þegar blaðamað- ur Skessuhorns átti þar leið um í síðustu viku. „Ég ætla að reyna að vera hérna í nokkur skipti fram að jólum,“ sagði Þóra. Hún var þarna að selja ýmsan heimagerðan varn- ing, eins og diskaþurrkur, hand- klæði, dúka, vöggusett og prjónless eins og til dæmis húfur. „Já þetta er einmitt eldgosahúsa,“ sagði Þóra þegar blaðamaður spurði nánar út í litskrúðuga húfu sem var fremst á borðinu. Þóra segist alltaf hafa verið býsna dugleg í handavinn- unni heima og það hafi aukist eft- ir að hún keypti nýja Pfaff sauma- vél árið 2007. „Það er hægt að mata vélina í gegnum minniskubb með munstrum og merkingum sem ég set á kubbinn. Hún nýtist ákaflega vel við að merkja handklæði, húf- ur og fatnað. Ekki síst fyrir börnin, sem stundum eru gjörn á því að týna hlutunum eða skilja þá eftir hingað og þangað. Svo merki ég líka heima múla og ábreiður fyrir hestamann- inn. Það er yfirleitt ýmislegt til að dunda við,“ sagði Þóra sem hefur búið í Borgarnesi í nokkur ár og þar áður á Mýrunum. Hún er reyndar ættuð úr sveitinni eins og margir þeir sem búa í þéttbýlinu, nánar til- tekið úr Þverárhlíðinni. þá Viðskiptavinir VÍS á Vesturlandi létu ekki happ úr hendi sleppa þegar þeim bauðst að næla sér í húfu eða eyrnaband á næstu tryggingaskrif- stofu. „Það fóru hátt í tvö þúsund húfur á okkar svæði, þar af 900 hér á Akranesi,“ segir Jón Gunnlaugsson umdæmisstjóri VÍS á Vesturlandi. „Við viljum leggja okkar af mörkum og stuðla að auknu öryggi í umferð- inni með þessum skínandi höfuð- fötum. Þetta er árviss viðburður og gaman að fá þessar frábæru viðtök- ur. Bros barnanna sem hingað koma lýsa ekki síður upp skammdegið en húfurnar og eyrnaböndin. Aukin- heldur er nú hægt að fá hangandi endurskinsmerki á skrifstofunum til að tryggja sýnileika sinn í myrkr- inu.“ -fréttatilkynning Tvö þúsund húfur frá VÍS á Vesturlandi Selur eldgosahúfur og heimagerðan varning Þóra Þorgeirsdóttir við sölubásinn í anddyri Nettó í Borgarnesi. Umrædd eldgos- ahúfa er við enda borðsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.