Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Hér lekur allt sem leka má - Landspítali og ráðuneyti
Vísnahorn
Menn hafa löngum velt því fyrir sér hvað væri
eftirsóknarverðast í lífinu og ekki alltaf orð-
ið sammála. Sumum þykja árlegar utanlands-
ferðir heyra undir frumþarfirnar meðan aðr-
ir telja óheftan aðgang að ungum konum og
gömlu whisky til lífsnauðsynja. Trausti Reyk-
dal á Siglufirði orti:
Best er að hafa á brauði smér.
Betra en nokkur kæfa.
Kvennahylli ekki er
alltaf sama og gæfa.
Svo er annað mál hvort allir hafa þessar
skoðanir til æviloka. Trausti kvað líka:
Breytist rómur, þagnar þrá,
þrýtur hljóm í ljóði.
Það er dómur öllu á.
Allt með tómahljóði.
Reykvíkingum mörgum þykir Esjan feg-
ursta fjall alheimsins og þó víðar væri leit-
að. Sumum öðrum virðist hún líta út eitthvað
líkt og illa uppborinn fjóshaugur. Um Esjuna
kvað Bjarni Ásgeirsson:
Þó að Esjan móður mjúk
myldum skýli grundum
byljaköst af blásnum hnjúk
berast þangað stundum.
Fleiri Mýramenn en Bjarni gátu verið gam-
ansamir og Árni Böðvarsson á Ökrum setti
saman þessa druslu, en svo voru nefnd erindi
sem notuð voru til að æfa sálmalög. Sálmarn-
ir sjálfir þóttu alltof hátíðlegir til þess að nota
þá til einhverra æfinga:
Eg vildi hann Þórður yrði að mús
en hann Magnús að ketti,
Grímur að hrafni gæskufús,
Guðrún að koparhnetti,
hnokin við humrabás,
Herdís að merargás,
Blakkur að blöðrusel,
Baula að öðuskel,
hundurinn þar að hetti.
Margir saklausir sveitaunglingar hafa hras-
að á siðgæðissvellinu þegar komið var til höf-
uðborgarinnar og freistingarnar urðu fleiri en
svo að þeim mætti verjast. Um slík tilfelli kvað
Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum:
Týnist gjarna gata naum,
gleymist kjarni málsins:
Dalsins barn í borgarglaum
brestur varnir tálsins.
Einhvern veginn hefur það komist inn í
kenningar kirkjunnar, eða allavega sumra
greina hennar, að kynlíf sé stórlega syndsam-
legt og um einhverju unga og fyrrverandi sak-
lausa telpukind var kveðið:
Meyjan þyrst af mörgum kysst
meydóm fyrst í vetur
hefur misst, því holdsins lyst
hærra Kristi metur.
Þó eru nú blessaðir foreldrarnir stöð-
ugt að reyna að gefa börnum sínum góð ráð
sem reyndar er sjaldan farið eftir. Björn Leví
Gestsson skrifaði á bréf til dóttur sinnar:
Viljaþrótt og vitið láttu
vaka í snilldunum.
sífellt beygja andann áttu
eftir skyldunum.
Einhvern veginn er það nú svo að oft-
ast þarf tvo til ef eitthvað á að gerast á milli
kynjanna. Jón Bjarnason frá Garðsvík var
staddur á dansleik þar sem nokkurt framboð
var af fögrum konum:
Víst er rétt að varast má
viðbrögð glettin fríðra kvenna.
En hér er létt að hrasa á
hálkublettum freistinganna.
Og síðan þessi vísa eftir sama höfund, er
hann fann sárt til þess, hve semma hann var
i heiminn borinn:
Þótt mín freisti fegurð þín,
flý ég raunamæddur,
af þvi ég var, elskan mín,
allt of snemma fæddur.
Austur í sveitum var eitt sinn sem oftar
haldin veisla, vinum og nágrönnum til gagns
og gleði. Dreif þar að fjölda fólks enda veit-
ingar ekki við nögl skornar. Þar á meðal var
maður úr nágrenninu sem þótti gott vín og
þó sérstaklega ef hann þurfti ekki að borga
það sjálfur. Ekki þótti öðrum hann að sama
skapi skemmtilegur við vín og hann taldi sjálf-
ur vera. Sá var gjarnan siður hans ef hann fór
að finna á sér að bera sig saman við frelsar-
ann þótt öðrum þætti fátt sameiginlegt með
þeim. Var nú tekið það ráð að bera í hann vín
hvað óðast uns hann hallaði sér og var honum
þá velt upp í rúm og síðan bætt á hann eftir
þörfum ef hann bærði á sér. Á þriðja degi var
veislan búin og var þá hætt að hella í karlinn
sem reis þá upp frá dauðum. Þá kvað Kristinn
Bjarnason sem bjó í Borgarholti:
Háttaði karl í heimavist,
hljóð er nótt þess snauða,
eftir að hafa fengið fyrst
flösku af Svartadauða.
Mældi hann sig við meistarann
á mannkærleikans vegi
enda reis hann eins og hann
upp á þriðja degi.
Það er væntanlega hverjum ljóst að ekki
hafa allir þau lífsskilyrði sem almennt eru tal-
in eðlileg eða semsagt ná ekki hinu viður-
kennda framfærslunormi. Reyndar er alltaf
svolítið misjafnt hvað talið er eðlilegt eins og
áður hefur verið nefnt. Eftir Jónas Kristjáns-
son sem bjó á Hellu á Fellsströnd, um og fyr-
ir miðja síðustu öld, er þessi vísa:
Beittir orku þinni þá,
það veit best sá snauði.
Hvað lélegt er að lifa á
litlu af náðarbrauði.
Til að vísnagerð þrífist þokkalega þarf helst
að vera einhver hópur af áheyrendum sem
hafa gaman af vísum og jafnvel geta skotið
inn einni og einni. Svo getur orðið óþægilega
skarð fyrir skildi ef einhver týnist úr hópnum.
Séra Sigurður Einarsson orti:
Óðinn þver, sem áður bar
yfir beran dalinn.
En ei munu verin orðlistar
öll í frera kalin.
Það vona ég svo sannarlega að hafi verið
rétt ályktað hjá séranum en á þeim merka fés-
bókarmiðli sem Boðnarmjöður nefnist þurfa
menn stundum að tjá sig um málefni líðandi
stundar. Um lekamálin yrkir Benedikt Jó-
hannsson:
Lekur einatt fé oss frá.
Fréttir segir Gróa á Leiti.
Hér lekur allt sem leka má,
Landspítali og ráðuneyti.
Og um ræstingarnar segir Hallmundur
Kristinsson:
Ræsta þarf í raun og veru;
rétt ég orða þetta hlýt:
Ráðuneytin oftast eru
algjörlega full af skít.
Gunnar J. Straumland taldi þarna ofmælt:
Upplýst málið, engu leynt,
allt er satt (að flestu leyti).
Alveg virðist orðið hreint
Innanríkisráðuneyti.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Bjartmar Guðlaugsson er nú á
tónleikaferð um landið. Hann
mun koma fram í Landnámssetr-
inu í Borgarnesi laugardaginn
22. nóvember kl. 22:00. Í ár er ís-
lenska lýðveldið sjötugt og af því
tilefni heldur Bjartmar, sem er að-
eins yngri en lýðveldið, tónleika
þar sem hann rýnir í þessi 70 ár og
skoðar lífið sitt í samhengi við þau
á sinn sérstaka hátt. Textarnir hans
fjalla að miklu leyti um persónulega
reynslu hans og upplifun. Á tón-
leikunum segir hann sögurnar á bak
við texta laganna sem hann flytur í
tímaröð í gegnum lýðveldissöguna.
Hann röltir m.a. um ímyndað þorp
þar sem skrautlegar persónur búa,
t.d. þeir Sumarliði og Fúll á móti.
Tónleikagestir fá m.a. að kynnast
fleirum úr fjölskyldum þeirra, pers-
ónum sem hafa dúkkað upp í text-
um Bjartmars, án þess að fólk hafi
áttað sig á tengslum þeirra við þessa
merku menn. Svo er aldrei að vita
nema hann skimi inn í framtíð-
ina og kynni ný lög af væntanlegri
plötu. Tónleikarnir standa í tvær
klukkustundir með einu 15 mín-
útna hléi. „Þetta er skemmtun eins
og hún gerist best hjá Bjartmari.
Miðaverð er 2.000 kr. og hægt að
tryggja sér miða á midi.is eða við
innganginn.“ mm
Í síðustu viku fengu nemendur í
Grunnskóla Snæfellsbæjar góða gesti
í heimsókn. Skáldin Vilhelm Ant-
on Jónsson og Kristín Svava Tóm-
asdóttir heimsóttu nemendur í 1. til
4. bekk og Andri Snær Magnason og
Sigurbjörg Þrastardóttur heimsóttu
nemendur í 5. - 10. bekk. Skáldin
komu á vegum bókmenntaverkefn-
isins Skáld í skólum. Kristín Svava
og Villi spjölluðu við nemendur um
hvernig hægt er að leika sér með
tungumálið og heiminn í kringum
sig. Villi gerði tilraunir úr bók sinni,
Vísindabók Villa, og Kristín Svava
sýndi nemendum margar tegundir
ljóða og las fyrir krakkana ljóð sem
vakti mikla kátínu. Andri Snær og
Sigurbjörg hafa bæði komið víða við
á sínum ferli, hafa skrifað fyrir börn
og fullorðna, meðal annars ljóð, sög-
ur, leikrit og ævintýri. Þau fjölluðu
um yrkisefni og köfuðu ofan í hyl-
dýpi skáldskapar og ímyndunar með
eldri nemendum skólans.
Skáld í skólum er bókmenntaverk-
efni á vegum Höfundamiðstöðv-
ar RSÍ og hóf göngu sína 2006. Þar
er ólíkum höfundum teflt saman og
hafa rúmlega 40 mismunandi dag-
skrár úr ýmsum áttum orðið til inn-
an vébanda verkefnisins. Hefur það
þótt sanna sig sem ómissandi þátt-
ur í kynningu nútímabókmennta í
grunnskólum landsins.
grþ/ Ljósm. Grunnskóli
Snæfellsbæjar.
Dagana 20. og 22.
nóvember verða við-
burðir í Safnahúsinu
í Borgarnesi. Ann-
ars vegar sagnakvöld
fimmtudaginn 20.
nóvember kl. 20.00
þar sem fimm höf-
undar lesa úr verkum
sínum. Boðið verð-
ur upp á veitingar að
kynningunum lokn-
um. Aðgangseyrir er
enginn en safnbauk-
ur hússins tekur við
frjálsum framlögum.
Höfundarnir sem lesa
verða, dr. Guðmund-
ur Eggertsson prófessor sem fjallar
um bók sína Ráðgátu lífsins. Kristín
Steinsdóttir kynnir bók sína Vonar-
landið. Lesið verður upp úr skáld-
verkinu Konan með slöngupenn-
ann eftir Þuríði Guðmundsdóttur.
Ævar Þór Benediktsson kynnir bók
sína Þín eigin þjóðsaga. Loks les
Guðni Líndal Benediktsson, bróð-
ir Ævars, úr bók sinni Ótrúleg æv-
intýri afa - Leitin að
Blóðey.
Hins vegar verður
opnað málverkasýn-
ing Birnu Þorsteins-
dóttir laugardaginn
22. nóvember kl. 14.
Sýning hennar nefn-
ist Sýn. Birna starf-
ar sem tónlistarkenn-
ari en málar í frístund-
um. Hún hefur alla tíð
haft mikinn áhuga á
og sinnt ýmsum list-
formum og lærði
við Myndlistarskóla
Reykjavíkur um tíma.
Hún var meðal stofn-
enda Myndlistarfélags Borgarfjarð-
ar á sínum tíma og hélt í framhaldi
af því nokkrar samsýningar á Vest-
urlandi, en þetta er hennar fyrsta
einkasýning. mm
Bjartmar með tónleika í Landnámssetrinu
Viðburðir framundan í Safnahúsi Borgfirðinga
Andri Snær Magnason og Akurnes-
ingurinn Sigurbjörg Þrastardóttir
heimsóttu nemendur í 5. til 10. bekk.
Góðir gestir heimsóttu
Grunnskóla Snæfellsbæjar
Tilraunir Villa vöktu mikla lukku hjá yngri kynslóðinni.