Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Körfuknattleiksfélag Akraness
Íþróttahúsið við Vesturgötu
1. deild
Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 19:15
ÍA - FSu
Fjölmennum og hvetjum
ÍA til sigurs!
www.skessuhorn.is
Aðventublað
Skessuhorns
kemur út
26. nóvember
Þeim sem vilja nýta sér blaðið til auglýsinga er bent á að
hafa samband við markaðsdeild í síma
433-5500 eða senda tölvupóst á:
palina@skessuhorn.is eða valdimar@skessuhorn.is
Sökum þess hvað blaðið verður stórt að þessu sinni er
síðasti skilafrestur auglýsinga fimmtudaginn
20. nóvember.
Tálgar fallega muni úr íslenskum viði
Handverkskonan Lára Gunnars-
dóttir býr og starfar í Stykkishólmi.
Hún kallar sig enn Reykvíking þrátt
fyrir að hafa búið í Hólminum í
mörg ár ásamt eiginmanni sínum;
Ólafi K. Ólafssyni sýslumanni. Lára
er einn af fremstu handverkslista-
mönnum landsins og hefur starfað
í fjölda ára. Hún hefur tekið þátt í
fjölda sýninga og hefur hlotið nokk-
ur verðlaun fyrir gripi sína, nú síð-
ast Skúlaverðlaunin sem styrkt eru
af Samtökum iðnaðarins.
Gekk í félagsskap
kvenna
„Ég flutti hingað vestur vegna þess
að maðurinn minn fékk vinnu hér.
Nú höfum við búið hér í 22 ár og ég
reikna með því að búa hér áfram,“
segir Lára í samtali við Skessuhorn.
Lára lauk einu ári í arkitektúr við
Portsmouth Polytecninc í Englandi
en hóf að því loknu nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands. Það-
an lauk hún prófi frá grafíkdeild
1983 og sýndi grafík og vatnslita-
verk næsta áratuginn, ýmist ein eða
á samsýningum. „Fljótlega eftir að
ég flutti hingað gekk ég í félagsskap
kvenna í Stykkishólmi. Þar var mér
falið að búa til minjagrip. Fyrir til-
viljun tálgaði ég þá minn fyrsta hlut
úr birkigrein, litla konu,“ segir Lára.
Hún hafði gert mikið af tréristum
í grafíkinni og notaði þau verkfæri
sem hún átti, gömlu grafíkjárnin,
þegar hún byrjaði að tálga. „Í kjöl-
farið vatt ég mínu kvæði í kross og
hætti í þessari myndsköpun og ein-
beitti mér að því að tálga hluti.“
Lára notar eingöngu íslenskan við í
muni sína, yfirleitt birki en einstaka
sinnum lerki.
Tekið þátt í flestum
sýningunum
Það var árið 1994 sem reynslu-
verkefnið Handverk & hönnun var
sett á laggirnar í Reykjavík í fyrsta
sinn. Meginmarkmið Handverks &
hönnunar er að stuðla að eflingu
handverks, listiðnaðar og hönn-
unar og að auka skilning almennt
á menningarlegu, listrænu og hag-
nýtu gildi handverks, hönnunar
og listiðnaðar. „Þá voru fulltrúar í
hverjum landsfjórðungi sem hvöttu
fólk til að auka veg handverksins og
fór ég strax út í að taka þátt í þessu.
Ég byrjaði að taka þátt í sýningum á
þeirra vegum og er enn að,“ útskýr-
ir Lára. Hún segir að verkefnið hafi
þurft að berjast fyrir tilveru sinni
en nú sé Handverk & hönnun orð-
in sjálfseignarstofnun sem rekin er
með stuðningi mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins. Lára hefur
tekið þátt í flestum sýningum Hand-
verks & hönnunar, ýmist sóst eftir
því eða verið boðið sérstaklega. Má
þar nefna sýninguna „Einu sinni er“
sem sett var upp víðsvegar um land-
ið. Þá var Lára einnig þátttakandi í
Kirsuberjatrénu í Reykjavík í tvö ár.
Árið 1998 hlaut Lára fyrstu verð-
laun í samkeppni sem Handverk &
hönnun stóð að í samvinnu við Átak
til atvinnusköpunar. Nokkrum árum
seinna hlaut hún verðlaun í sam-
keppni um minjagrip sem Norska
húsið í Stykkishólmi stóð fyrir.
Notar spegil
fyrir hafsflöt
Verk Láru eru af fjölbreyttum toga.
Hún tálgar ýmsar fígúrur, svo sem
fugla, engla og lítið fólk. Einn-
ig gerir hún svokallaðar lágmyndir
sem hægt er að hengja upp á vegg.
Lágmyndirnar hafa flestar verið úr
náttúrunni, svo sem eyjar á Breiða-
firði og Snæfellsjökull. „Margt sem
ég geri hefur komið til vegna skil-
yrða sem handverk og hönnun hafa
sett fyrir sýningarnar. Til dæmis eyj-
arnar á Breiðafirði. Skilyrðið átti að
vera nytjahlutur sem tengdist vatni.
Ég setti spegilrönd undir myndina,
sem er því í senn spegill og svo er
spegillinn vatnsflötur á myndinni.
Síðan þá hef ég gert margar eyjur og
fleiri myndir þar sem ég nota speg-
ilinn með,“ segir Lára. „Það er gott
að það sé ýtt við manni með þess-
um skilyrðum, þá skapar maður nýja
hluti,“ bætir hún við. Í dag tálgar
Lára aðallega litla fugla. Hún byrj-
aði á því að gera fugla í fyrra og seg-
ir að það hafi gengið vel, mikil eftir-
spurn hafi verið eftir þeim.
Hlaut Skúlaverðlaunin
2014
Lára tók þátt í sýningu Handverks
& hönnunar í Ráðhúsi Reykjavík-
ur fyrr í mánuðinum. Þeir sem tóku
þátt í þeirri sýningu gátu tilkynnt til
Handverks & hönnunar nýja vöru í
verðlaunasamkeppni um besta nýja
hlutinn. Lára hannaði nýja týpu af
smáfuglum fyrir sýninguna og komu
Skúlaverðlaunin í hennar hlut í ár.
Skúlaverðlaun eru kennd við Skúla
Magnússon fógeta, sem var frum-
kvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.
„Skilyrðin voru að hlutirnir máttu
hvorki hafa verið til sýnis né sölu op-
inberlega fyrir sýninguna í Ráðhús-
inu. Með þessum skilyrðum er reynt
að hvetja fólk til að koma með eitt-
hvað nýtt. Þannig eru nýju fuglarnir
tilkomnir. Ég gat ekki notað fuglana
sem ég hafði byrjað að gera í fyrra
og kom því með alveg nýja gerð af
fuglum,“ segir Lára.
Þess má að lokum geta að verk
eftir Láru má sjá á heimasíðu henn-
ar, www.smavinir.is eða á Facebook
síðu hennar; Smávinir.
grþ
Lára Gunnarsdóttir með Skúlaverðlaunin, ásamt leirlistamanninum Ólöfu Erlu
Bjarnadóttir sem hlaut viðurkenningu fyrir verkið „Möttulkvika.“
Ljósm. Handverk & hönnun
Smáfuglarnir sem Lára hlaut Skúlaverðlaunin fyrir eru í ýmsum litum.
Lára tálgar ýmsa hluti úr íslenskum
viði. Hér má sjá „Mann og konu“ eftir
Láru.