Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Bjarni Guðmundsson forstöðumað- ur og verkefnisstjóri á Landbúnað- arsafni Íslands á Hvanneyri vinn- ur nú að fjórðu bók sinni um efni sem tengist sögu verkmenningar og tækni í íslenskum landbúnaði. Und- anfarin ár hefur Barni sent frá sér glæsilega ritröð sem í eru bækurn- ar „...og svo kom Ferguson,“ „Alltaf er Farmall fremstur“ og „Frá hest- um til hestafla.“ Fjórða bókin sem Bjarni vinnur nú að ber vinnutitilinn „Íslensk sláttusaga.“ Kemur væntanlega út að ári „Ef ég er heppinn þá kemur hún vonandi út á næsta ári,“ segir Bjarni þar sem við hittum hann í nýjum húsakynnum Landbúnaðarsafns Ís- lands í gamla fjósinu á Hvanneyri. Þarna er Bjarni svo sannarlega á heimavelli innan um gömul land- búnaðartæki sem flest tengjast með einum eða öðrum hætti því sem er jú ein af undirstöðum búskapar á norðurslóðum. Það er vinnan við að safna forða fyrir veturinn. Um það snýst sláttur og heyannir og það er saga þessa sem Bjarni ritar nú. Hún er jafngömul byggð í landinu eftir að einn af fyrstu landmámsmönnun- um, sjálfur Hrafna-Flóki Vilgerðar- son, lærði þá bitru lexíu að á Íslandi skyldu bændur og búalið nota sumr- in til að afla heyforða fyrir veturinn í stað þess að leika sér. Þegar Landbúnaðarsafn Íslands var opnað í Halldórsfjósi á Hvanneyri 2. október síðasliðinn komu hjón- in Páll Jensson og Ríta Freyja Bach í Grenigerði við Borgarnes færandi hendi. Þau afhentu safninu grip sem við fyrsta augnatillit kann að sýnast hversdagslegur. Hann er það þó alls ekki. Þarna var kominn svokallað- ur sleggjuskalli sem sjálfsagt hefur verið eigendum sínum verðmætur kostagripur. Sleggjuskallinn er efa- lítið forn því hann er orðinn mjög hnoðaður eftir að hafa reiddur til höggs óteljandi sinnum á æviskeiði sínu. Hann er þögull vitnisburð- ur um vinnu erfiðsfólks fyrr á tím- um í áratugana og jafnvel aldanna rás. Verkfærið er óreglulegt að lög- un. Það hefur örugglega ekki ver- ið fjöldaframleitt heldur búið til af járnsmið úr hráefni sem skortur var á fyrr á öldum og því afar dýrmætt. Sleggjuskallinn fannst fyrir hartnær 45 árum síðan og gæti hæglega ver- ið ævaforn. Gróf skalla fram og notaði „Ég fann hann í gömlum ösku- haugi í Trönu, sem er einn af Ferju- bakkabæjunum við Hvítá. Þetta hefur verið um 1970. Sleggjuskall- inn kom í ljós þegar ég sléttaði úr þessum haugi. Ég sá strax að þetta væri ágætis verkfæri þó skaftið vant- aði. Skallinn var þó greinilega mikið notaður því hann hafði hnoðast. Það var sett skefti á hann. Ég tók hann svo til handargagns, notaði sleggj- una svo mjög mikið í girðinga- vinnu og ýmislegt þess háttar mörg næstu árin því þyngd hennar hæfði mér vel,“ segir Ríta Freyja Bach við Skessuhorn. Þegar þetta var bjuggu Páll og Ríta í Trönu. Hún segist ekkert vita um uppruna sleggjuhaussins utan það hvar hann fannst í haugn- um. Hún leggur þó fram tilgátu um fornt hlutverk sleggjuskallans. „Það var smiðja á bænum Hvítárhól, handan Hvítár þar sem við bjuggum í Trönu við Ferjubakka. Þarna voru laxanet lögð í Hvítá. Þetta voru svo- kölluð króknet sem voru mjög gró- friðin net, eins konar leiðarar sem voru lagði út í ána til að beina lax- inum í sjálf laxanetin. Járnstengur voru reknar með sleggjum ofan í ár- farveginn og króknetin fest á þær. Þessi sleggja gæti hafa verið notuð til þeirra verka,“ segir Ríta. Gæti hafa nýst við járnvinnslu og smíðar Bjarni Guðmundsson verkefnisstjóri á Landbúnaðarsafninu sýnir okk- ur sleggjuskallann. Honum hefur verið komið fyrir á safninu þar sem sýnd eru gömul verkfæri til jársmíða á sveitabæjum fyrrum. „Sleggjan hefur greinilega verið mikið not- uð. Formið á skallanum er þann- ig að hef ég velt því fyrir mér hvort hún hafi að einhverju leyti verið nýtt sem reksleggja við járnvinnslu eða járnsmíðar. Við höfum þó engar hugmyndir um það hvernig sleggj- an gæti tengst slíku þarna handan Hvítár. Allt um hugsanlegt hlutverk þessa verkfæris eru getgátur. Þó má alveg velta þessu fyrir sér.“ Þó að sleggjuskallinn sé greini- lega gamall þá er erfitt að ráða beint í aldur hans. „Ég þekki hreinlega ekki til þess hvort aðferðir finnist til aldursgreiningar á járni. Ég efast þó stórlega um að þetta verkfæri hafi verið unnið úr járni sem var búið til hér á landi heldur sé það innflutt. Slíkur innflutningur hófst að ráði á 16. öld. Fram að þeim tíma urðu menn nánast einvörðungu að reiða sig á hérlenda járnvinnslu, til dæmis með rauðablæstri. Sleggjan gæti vel verið frá þeim tíma. Það var mik- ið verk og dýrt að vinna járn með rauðablástursaðferð. Í henni fólst að menn söfnuðu mýrrarauða sem var þurrkaður. Svo var farið með hann á viðarkolaeld, brætt og hamrað úr slaggið eða hratið. Svona sleggja gæti einmitt hafa verið notuð við slík störf.“ Verðmætt djásn til forna Áður fyrr á öldum ríkti járnskortur á Íslandi. „Járn var mjög dýrmætt. Öllu sem fannst var safnað.Til dæm- is stunduðu menn það að bræða upp nagla úr skipum til þess að búa til öngla. Það hefur mikið af verð- mætu járni farið í þennan sleggju- skalla. Þetta var smíðahráefni sem menn hafa haldið utan um eins og sjáaldur auga síns því járnskorturinn var svo mikill. Það er því augljóst að svona verkfæri hefur verið dýrmæt- ur kostagripur fyrr á öldum. Skall- inn gæti svo hafa fallið í verði, far- ið forgörðum og lent í öskuhaugn- um þegar járn varð algengara með auknum innflutningi,“ segir Bjarni. Kannski var þessu gamla verkfæri fleygt fyrir misgáning því það var jú að fullu nothæft. Enda sá Ríta nota- gildi skallans eins og fyrr var greint, fékk hann skeftan og beitti síðan við dagleg störf. Nú hvílist hann á Landbúnaðarsafninu, þögull um ævi sína en samt merkur vitnisburður um mikla vinnu í höndum forfeðr- anna. mþh Forn sleggjuskalli vitnar þögull um erfiði fyrri tíma Ríta Freyja Bach fann sleggjuskallann í gömlum öskuhaug um 1970, notaði um áratugaskeið en færði hann svo Landbúnaðarsafni Íslands á Hvann- eyri. Sleggjuskallinn góði sem kenna má við Trönu er lúinn eftir mikla notkun. Munni hans er orðinn kúptur og járnið hefur elst upp til brúnanna. Óregluleg lögun hans bendir til að hann hafi ekki verið fjöldaframleiddur. Hann gæti hæglega verið mjög forn, kannski allt frá tímum fyrstu landnámsmanna Borgarfjarðar, þeirra feðga Egils og Skallgríms á Borg! Bjarni vinnur að nýrri bók um sögu sláttar á Íslandi Smiðjan gegndi lykihlutverki í slætti Í dag er sláttur og heyskapur orð- ið að tæknivæddu undri þar sem mannshöndin kemur vart nálægt nema þá sitjandi uppi á fokdýr- um og flóknum vélum. Þetta hefur ekki alltaf verið svo. Ekki eru nema örfáir áratugir síðan orfið og ljárinn gegndu lykihlutverki við heyannir. Þannig var það um aldir. Í heim- sókn á Landbúnaðarsafnið fáum við Bjarna til að gefa okkur örlitla inn- sýn í þá sögu þar sem við stöldrum við eftirlíkingu á safninu af gamalli smiðju. „Hér fyrrum var eldsmiðja á hverj- um bæ. Þess vegna reynum við hér á safninu að sýna hvernig menn stund- uðu smiðjustörf á sveitabæjum. Búin urðu að vera sjálfum sér næg um öll minni háttar járnsmíðastörf,“ segir Bjarni. Meginástæða þessa var sú að smiðjurnar voru nauðsynlegur þátt- ur í slættinum. Bjarni útskýrir það nánar. „Ljáirnir úr járni voru not- aðir til grassláttar, lengi vel heima- smíðaðir og jafnvel úr járni sem hér- lendis var unnið, t.d. mýrarrauða. Á sláttutíma á sumrin þurfti að hita smiðju heima á bæ daglega til þess að heitdengja ljái svo viðhalda mætti biti þeirra. Þetta var gert með því að hita ljáina og berja síðan á þá með sérstökum hamri, klöppu, til að egg- in yrði næfurþunn og hárbeitt. Að dengja var gert einu sinni á dag um sláttutímann.“ Ristu galdrastafi í ljáina til að þeir bitu betur Það að hver bær þurfti að hafa smiðjuaðstöðu þar sem eldur var kyntur á hverjum degi um heyskap- artímann kostaði að menn urðu að eiga birgðir af viðarkolum. „Tal- ið er að hverjum sláttumanni hafi þurft að fylgja ein tunna af viðar- kolum fyrir sumarið, bara til að geta dengt ljáina hans eða smíðað þegar þess þurfti. Það er kannski ekki að undra þó gengið hafi á skóga lands- ins því þörfin fyrir viðarkol var mik- il. Í þetta fóru skiljanlega ósköp af viði úr þeim,“ segir Bjarni. Það var þó ekki nóg að eiga viðar- kol og smiðju. Ef vel átti að fara þurfti einnig að tryggja að kunnáttu- menn væru fyrir hendi til að sjá um dengingu ljáanna. „Það að dengja rétt og þar með halda biti í ljáun- um var vandaverk sem krafðist sér- þekkingar. Það varð að vera til stað- ar kunnátta einhvers sem gat unn- ið járn og smíðað úr járni. Í Búalög- um voru ákvæði um það hvað borg- að skuli fyrir dengingu. Þetta var svo mikilvæg vinna að hún var tekin sér- staklega inn í kaupgjaldskerfi þeirra tíma alveg eins og sérfræðikunnátta á okkar tímum. Það var mikils virði að vera með beitta ljái og því mátti borga mönnum sérstaklega fyrir það. Sumir bættu jafnvel um betur og ristu galdrastafi inn í ljáina til að fá fram enn meira bit.“ Íslendingar smíðuðu ljáklöppu Það dró úr stórum hluta af þessu amstri þegar hafinn var innflutn- ingur á ensku ljáunum svoköll- uðu, ljáblöðunum, um 1870. „Þessa ljái þurfti ekki að hita fyrir dengn- ingu. Deigari ljáblöðin var hægt að dengja köld, svokallaðri kalddeng- inu. Þá tóku íslenskir hugvitsmenn upp á því að hanna og smíða sérstak- ar vélar til þessa. Eitt dæmi um það er þessi hér,“ segir Bjarni og gengur að rauðri og svartri vél sem greini- lega er fótstigin. „Þetta er dengingarvél eða ljá- klappa. Menn sátu klofvega á henni og dengdu ljáina kalda með sérstök- um hamri sem var fótstiginn. Vél- in átti að tryggja það að hver sem væri gæti dengt ljáina. Það þurfti ekki lengur sérfræðinga í járnsmíði til þeirra verka. Ég veit ekki ann- að en þessi vél sé byggð á alíslensku hugviti. Það var Guttormur Jóns- son frá Hjarðarholti í Dölum sem hannaði hana og smíðaði um alda- mótin 1900. Hann var ömmubróð- ir Guttorms Jónssonar safnvarðar og myndlistarmanns á Akranesi sem lést nú í haust,“ segir Bjarni Guð- mundsson að lokum. Af þessu stutta spjalli er ljóst að sláttusaga Íslands geymir mikinn fróðleik um gamla verkmenningu sem að einhverju leyti hefur fallið í gleymskunnar dá meðal almenn- ings. Bókin með vinnutitlinum „Ís- lensk sláttusaga“ eftir Bjarna Guð- mundsson verður eflaust áhugavert rit. mþh Hver sveitabær hafði eigin smiðju. Hér má sjá úrval þeirra verkfæra sem notuð voru við smíðastörf úr járni og sýnd eru á Landbúnaðarsafni Íslands. Það er komið úr smiðju Kolbeins Guðmundssonar á Stóra-Ási í Hálsasveit. Bjarni Guðmundsson situr hér klofvega á ljáklöppunni sem Guttormur Jónsson frá Hjarðarholti í Dölum hannaði og er til sýnis á Landbúnaðarsafninu. Hún hefur verið á Hvanneyri um meira en einnar aldar skeið. Ljáklappa, ljár og steðji. Þessi verkfæri ásamt heitum afli voru meðal lykilþátta við slátt fyrr á öldum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.