Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Áætlun Baldurs Frá Sun. - Fös. Stykkishólmi kl. 15:00 Brjánslæk kl. 18:00 SK ES SU H O R N 2 01 4 Stykkishólmsbúar á öllum aldri fjölmenntu um borð í nýja Baldur á fimmtudagsmorgun þegar skip- ið var opið til sýnis fyrir almenn- ing. Hrifningin og ánægjan var al- menn. Það var létt yfir fólki. „Okk- ur líst mjög vel á þetta skip, gífur- lega gott framtak, yndislegt, það er bara ljós yfir þessu, alveg nauðsyn- leg samgöngubót yfir Breiðafjörð- inn,“ var meðal þeirra orða sem heyrðust í troðfullum veitinga- salnum á efra þilfari beint und- ir brú skipsins. Þar buðu Sæferð- ir upp á veitingar. Hugsa hlýtt til Vestfirðinga „Mér líst alveg rosalega vel á þetta. Sérstaklega eftir að við hjónin fór- um Vestfirðina í fyrra og sáum vegakerfið þar á suðurfjörðunum. Þá hugsaði ég; „almáttugur hvað gerir fólkið hérna.“ Mér verð- ur hugsað aftur til þeirra nú. Þau eiga þetta svo sannarlega skilið að fá þessa samgöngubót,“ sagði Þór- hildur Pálsdóttir frá Stykkishólmi í samtali við blaðamann Skessu- horns. Kristján Lárentsínusson skipstjóri og eiginmaður henn- ar tók undir. Hann sagði miklar breytingar hafa orðið á samgöng- um yfir Breiðafjörðinn. Sjálfur var hann í mörg sumur afleysinga- maður á þeim Baldri sem smíðaður var hjá Stálvík í Garðabæ 1966 og í rekstri fram til 1990 að nýsmíði frá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi tók við. Kristján man tímana tvenna frá því hann var á Stálvíkur-Baldri. „Nú aka stærstu bílar beint um borð. Þegar ég var þá hífðum við bílana niður í lest,“ sagði Kristján. Muna tímana tvenna Benedikt Guðbjartsson var sessu- nautur Kristjáns við borðið í veit- ingasal nýja Baldurs. Hann er frá Ísafirði, býr í Reykjavík en á hús í Hólminum ásamt Eddu eigin- konu sinni. „Já, ég er nú gamall Vestfirðingur, fæddur á norður- fjörðunum. Ég man nú vel þá tíma þegar maður fór með Baldri hér í eina tíð og bíllinn manns var hífð- ur niður í lest. Eitt sinn kom ég of seint og þá var bíllinn minn bara settur ofan á lestarlúguna.“ Edda Hermannsdóttir eigin- kona bætti við: „Ég man vel þeg- ar við vorum að fara að sunnan vestur á firði að heimsækja ætt- ingjana svona á árabilinu 1970 til 1980. Þá var rekið sumarhótel þar sem nú er dvalarheimili aldraðra hérna í Stykkishólmi. Þá ókum við frá Reykjavík vestur í Stykkis- hólm og gistum svo þar. Síðan tók- um við Baldur yfir Breiðafjörðinn daginn eftir. Þetta var tveggja daga ferðalag að komast vestur á firði. Þetta er mikil breyting í dag sam- anborið við það sem áður var. Þró- unin í þessum samgöngum er búin að vera mjög skemmtileg á ekki lengri tíma,“ sagði Edda. Hin þrjú við borðið tóku öll undir. mþh Mikil og almenn ánægja með nýja skipið Gestir sem komu að skoða nýja Baldur á fimmtudagsmorgun í síðustu viku voru mjög ánægðir. Hér frá vinstri: Edda Hermannsdóttir, Benedikt Guðbjartsson, Kristinn Lárentsínusson og Þórhildur Pálsdóttir. Sylvía Ösp Símonardóttir, Símon Már Sturluson faðir hennar og Alex Páll Ólafs- son. Öllum leist vel á nýja skipið. Þessir fjórir strákar úr Hólminum sem voru mættir um borð til að skoða nýja skipið sögðust allir aðspurðir ætla að verða sjómenn. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi og fyrrum sam- gönguráðherra 1999-2007 var einn fjölmargra íbúa Stykkishólms sem fögnuðu nýjum Baldri á fimmtu- daginn. „Mér líst mjög vel á nýja skipið. Flutningsgetan er svo miklu meiri. Það var vissulega bylting þegar Baldur sem smíðaður var á Akranesi kom 1990 og hægt var að aka beint um borð. Það var risa- stökk. Að fá nú þetta skip sem getur flutt svona marga af þessum stóru bílum er annað ristastökk.“ Í sam- tali við Skessuhorn benti Sturla á að þungaflutningarnir séu afar mik- ilvægir til og frá Vestfjörðum. Nýja skipið yrði mikið framfaraskref í þeim efnum. „Síðan er það þessi fjöldi ferðamanna sem er einkum á ferð yfir sumartímann. Sú umferð er alltaf að aukast og við erum líka farin að sjá aukinn straum á öðrum tímum ársins.“ Ferjuleiðin er lífæð landshluta Sem sveitarstjórnarmaður, þing- maður Vesturlandskjördæmis og Norðvesturkjördæmis 1991-2009, og þar af ráðherra samgöngumála í tæpan áratug, þekkir Sturla afar vel til þess hvar skóinn hefur kreppt í málaflokknum. „Þessi ferja er líf- æð í samgöngum til og frá sunn- anverðum Vestfjörðum. Þar er svo af nógu að taka í framtíðar verk- efnum í vegamálunum. Því miður hafa umbætur þar gengið of hægt. Það eru vandamál með veginn um Teigsskóg.“ Sturla sagði að vegur um sunn- anverða Vestfirði muni þó aldrei leysa úr allri þörf fyrir stöðug- ar samgöngur til og frá landshlut- anum. „Þrátt fyrir að vegurinn sé mikilvægur og nauðsynlegt að byggja hann upp og bæta, þá mun hann aldrei leysa ferjusiglingar af hólmi héðan frá Stykkishólmi. Þær halda bæði uppi sambandi út í Flat- ey, en viðhalda einnig öryggi sem verður að vera til staðar í flutning- um og samgöngum almennt. Ég nefni sem dæmi þá aðila sem eru í fiskútflutningi frá Vestfjörðum.“ Ný ferja boðar miklar breytingar Sturla sagði engan vafa leika á því að ferjusiglingar um Breiðafjörð eigi góða framtíð fyrir höndum. „Þær eru alls ekki að leggjast af á neinn hátt, það er alveg víst. Þessi öfl- uga ferja sem við höfum nú fengið mun hafa mörg jákvæð áhrif. Með tilkomu þessa skips munum við sjá mikla breytingu hér í Stykkishólmi. Sömuleiðis vestra svo sem varðandi Vestfirði sem búsetukost. Það er engin spurning,“ sagði Sturla Böðv- arsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. mþh Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og fyrrum samgönguráðherra: „Nýr Baldur er risastökk“ Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólms um borð í nýja Baldri á fimmtudags- morgun. Við hlið hans situr Þorbergur Bæringsson húsasmíðameistari í Stykkishólmi. Hann er einn þeirra sem unnið hafa að endurbótum á skipinu eftir að það kom til landsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.