Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Hinn
Hátíðlegi
JÓLAMARKAÐUR
Framfarafélags Borgrðinga &
Sögu Jarðvangs
verður haldinn frá kl. 13 - 17
Laugardaginn 22. nóv.
í Gömlu hlöðunni Nesi í Reykholtsdal
Jóhanna á Háafelli Muurikka Hanna Sjöfn Grímsstöðum
Íris á Kjalvarastöðum Hágæða ólifuolíur frá Spáni, Edda á Húsafelli
Ragnheiður Sjöfn- hannyrðir og álfaskór Þórunn Reykdal Rabarbaradrottning
Kví Kví brjóstsykur Hekluð snjókorn - Sigga Sögufélag Borgfirðinga
Dagatöl 2015 - Kristín ljósmyndari Gestný Rós - hárbönd og leggings
Ósk Maren -Jólahandverk Hespa Matreiðslubókin „Pabbi átt þú uppskrift“
eftir Smára Jónsson Akranesi Tvær úr Bæjarsveitinni - Linda og Ninna með handverk
Félag skógarbænda á Vesturlandi - greinar í aðventukransa og grilla sykurpúða með börnunum
Skógarbændur í Skorradalnum - greinar í aðventukransa og arinviður
„Býflugnaræktun“ örfyrirlestur inná kaffistofunni í Nesi – Hraundís á Rauðsgili.
Freyjukórinn selur kaffi og kökur.
Komið og njótið þess besta
sem sveitin býður!
Á markaðnum verður úrval gæðaafurða
& fagurs handverks.
Patrekur Orri Unnarsson er tólf ára
Akurnesingur sem er margt til lista
lagt. Hann syngur eins og engill og
leikur listavel á gítar. Hann var einn
af keppendum í Jólastjörnunni 2014,
þætti Björgvins Halldórssonar, sem
sýndur var á Stöð 2. Þar söng Pat-
rekur lagið Þessi fallegi dagur eft-
ir Bubba Morthens og lék undir á
gítar. Keppnin Jólastjarnan var nú
haldin fjórða árið í röð. Þar fengu
krakkar, 16 ára og yngri, tækifæri til
að láta ljós sitt skína. Í ár sóttu um
þrjú hundruð börn um að komast í
tíu manna úrtak fyrir framan dóm-
nefnd sem skipuð var Björgvini,
Gissuri Páli Gissurarsyni, Gunn-
ari Helgasyni og Jóhönnu Guðrúnu
Jónsdóttur. Sigurvegarinn í keppn-
inni kemur svo fram á stórtónleik-
unum Jólagestir Björgvins á aðvent-
unni, líkt og verið hefur síðustu ár.
Bubbi í uppáhaldi
Segja má að Patrekur sé sjálflærð-
ur söngvari en hann byrjaði ekki að
syngja af alvöru fyrr en fyrr í haust.
„Ég fór fyrst í gítartíma hjá Arnþóri
Guðjónssyni fyrir tveimur árum.
Ég fór í nokkra tíma en nennti svo
eiginlega ekki að æfa mig. Ég ætl-
aði bara að verða góður strax,“ seg-
ir Patrekur í samtali við blaðamann
Skessuhorns. Hann gafst þó ekki
upp. Svo fór að langamma hans,
Elísabet Karlsdóttir kenndi honum
gítargripin.
„Hún neitaði að kenna honum
öðruvísi en eftir eyranu, nótulaust.
Þá fór allt í gang,“ segir Ragnheiður
Magnúsdóttir móðir Patreks. Síðan
þá hefur Patrekur verið duglegur að
æfa sig á gítarinn og getur nú spil-
að fjöldann allan af lögum. Lög eft-
ir Bubba Morthens eru í miklu upp-
áhaldi hjá drengnum.
„Ég hef alltaf elskað Bubba. Lögin
hans eru uppáhaldslögin mín,“ seg-
ir Patrekur Orri og nefnir sérstak-
lega lagið Sól. Patrekur hefur kom-
ið fram opinberlega í nokkur skipti,
aðallega á samkomum hjá skólan-
um en Patrekur er nemandi í 7. SÓ
í Grundaskóla. Einnig hefur hann
sungið í afmælum og nú nýlega fyr-
ir fullum sal í félagsheimilinu Mið-
garði í Hvalfjarðarsveit, skammt
innan við Akranes. „Við pabbi fór-
um á rúntinn og enduðum í Mið-
garði hjá árshátíð Dvalarheimilisins
Höfða á Akranesi. Ég ætlaði að spila
eitt lag en endaði á því að taka þrjú
lög þar,“ segir hann.
Pabbi glamrar stundum
Það er alveg augljóst að lítið ann-
að en tónlistin kemst að hjá þess-
um unga manni. Blaðamaður spyr
hann út í önnur áhugamál. „Ég er
búinn að æfa sund síðan í mars og
er líka að æfa klifur,“ segir hann.
Ragnheiður bætir því við að sund-
ið liggi vel fyrir honum, hann hafi
keppt tvisvar og unnið til verðlauna
í bæði skiptin. En Patrekur er fljót-
ur að skipta um umræðuefni og fer
aftur að ræða um tónlistina. „Ég var
að fá magnara. Amma Hulda og afi
Óli gáfu mér jólagjöfina snemma.
Mamma og pabbi ætla svo að gefa
mér míkrófón og stand. Þangað til
er ég með annan í láni hjá skólan-
um,“ útskýrir hann. Fjölskyldan er
söngelsk. Þau segja frá því að þau
syngi mikið saman. „Pabbi kann
líka nokkur grip og glamrar stund-
um. Lilja systir mín syngur líka
mikið, sérstaklega í sturtu,“ segir
Patrekur og brosir.
Íslensk tónlist er í uppáhaldi hjá
fjölskyldunni og er mikið hlustað
á Bubba. Patrekur syngur þó ekki
einungis lög eftir hann heldur tekur
hann líka önnur þekkt íslensk lög,
svo sem Undir bláhimni og Fram í
heiðanna ró.
Elskaði mömmu
ekki neitt
En hvernig kom það til að hann ákvað
að taka þátt í Jólastjörnu Björgvins?
Ragnheiður segist hafa skráð hann til
leiks, án þess að hann vissi. „Við vorum
búin að taka upp myndbönd af honum
og setja á Facebook. Eitt þeirra hefur
fengið yfir 31 þúsund áhorf og því hef-
ur verið deilt 500 sinnum. Ég ákvað að
senda það inn,“ útskýrir hún stolt.
„Ég elskaði mömmu mína ekki
neitt þegar ég vissi að hún hefði skráð
mig! Ég ætlaði sko aldrei að taka þátt
í þessu,“ bætir Patrekur við. En hon-
um snerist hugur eftir spjall við föð-
ur sinn, Unnar Örn Valgeirsson. „Við
pabbi fórum saman í gufu og áttum
gott samtal þar. Eftir það áttaði ég mig
á því að ég gæti ekki látið svona tæki-
færi framhjá mér fara,“ segir Patrek-
ur. Hann segist hafa verið mjög stress-
aður daginn sem keppnin fór fram.
„Ég æfði mig mikið en var samt alveg
rosalega stressaður. Ég fór í tvo söng-
tíma til Huldu Gests fyrir keppnina og
spilaði svo fyrir þau fjögur sem voru
í dómnefndinni. Hulda sagði mér að
henni gengi betur að syngja fyrir fram-
an þúsund manns en svona fáa. Eftir
keppnina hringdi ég í Huldu og sagði
henni að þetta hefði ekki verið neitt
mál!“ segir Patrekur og hlær. Hann
segist samt vera sammála henni. „Það
er auðveldara að syngja fyrir framan
marga en fyrir framan dómnefndina,
þetta er svo þekkt fólk.“
Þegar Skessuhorn fór í prentun var
ekki enn komið í ljós hver varð fyrir
valinu sem Jólastjarnan 2014. Patrek-
ur segir að það yrði gaman að vinna.
Þó það gerist ekki ætlar hann sér stóra
hluti í framtíðinni og er hvergi nærri
hættur að syngja.
„Það stendur til að fara með hann í
stúdíó og leyfa honum að prófa að taka
upp,“ útskýrir Ragnheiður.
Aðspurður um framtíðina svarar
Patrekur Orri: „Ég ætla mér að verða
frægur gítarleikari og söngvari þegar
ég verð stór.“ grþ
Söng til úrslita í Jólastjörnunni 2014
Patrekur Orri tók lagið fyrir blaðamann Skessuhorns.