Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Krossgáta Skessuhorns
Hér er krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að
leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/
in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dregið verð-
ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshaf-
inn bókagjöf frá Skessuhorni. Athugið að lausnir þurfa
að berast fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Um þrjá-
tíu lausnir bárust við krossgátu síðustu viku. Lausnin
var: „Efi villir allflesta.“ Vinningshafi í krossgátu síð-
ustu viku er Rúnar Gíslason, Áskinn 5, Stykkishólmi.
Hann fær senda bókagjöf.
Sölu-
!ing
Keyr"u
Níska
Vi"mót
Alú"
La"a"i
Spenna
Fær"
Vi"-
feldin
Rökkur
Fán#ti
Óslétt
Gjóla
Fát
Dráttar-
d#r
Níska
Í hálsi
2
Könnun
Tölur
8 Flan
Stig
Flói
Nægar
Næ"i
Sæl-
gæti
Lumma
Álegg
Máttur
Hrekkir
Óhóf
Fantur
Úrval
Afl
Dreifa
Eldur-
inn
Tala
Blóm
Fögur
Nefna
Spil
Hlé
Böggl
7 6 Gátt
Fjöldi
4 x 50
4
Mikill
Vesæl
Mór
Tangi
Sefa
Skán
Snúin
Áfelli
Fruma
Reku
Hreyfing
Leikfang
Óttast
Hlífa
Hólmi
Ofnar
For
Kona
Rispur
Smá#fan
D#pi
Svifd#r
5
Hljóp
$ak-
brún
Ramb
Vigta"i
Af-
leitur
Föl
Bátinn
Rö" Mjak- a"i
For-
fe"ur
Fæ"i
Hita-
tæki
3
Upp-
hrópun
1 Öldu-
gjálfur
Hanki
Flan
1 2 3 4 5 6 7 8
Háskólinn á Bifröst heldur úti
skólaútgáfu af sýningu um íslenskt
atvinnulíf, sem opnuð var í Háskól-
anum á Bifröst fyrr á þessu ári. Með
sýningunni vill háskólinn leggja sitt
af mörkum við að efla tengsl skóla
og atvinnulífs og leggja áherslu á
mikilvægi alhliða menntunar fyrir
atvinnulífið. Meginuppistaða sýn-
ingarefnisins eru veggspjöld þar
sem starfsfólk fyrirtækjanna segir
sína sögu af þeim verðmætum sem
það skapar í daglegu starfi. Sýning-
in er lifandi og geta fyrirtæki því sí-
fellt haldið áfram að bætast í hóp-
inn.
Vikuna 3.-7. nóvember sl. var
skólaútgáfan sett upp í Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði
og í sömu viku haldinn fjölmenn-
ur viðburður með um 150 nemend-
um úr skólanum ásamt nemend-
um í 8.-10. bekk við Grunnskóla
Grundarfjarðar og Grunnskóla
Snæfellsbæjar. Gestir frá Norður-
áli, Sjávariðjunni Rifi og Lands-
samtökum kúabænda töluðu við
nemendur og svöruðu fyrirspurn-
um. Skýrt kom fram í samtali nem-
enda og fulltrúa fyrirtækjanna að
alhliða menntun og tækniþekking
væru miklvæg verkfæri fyrir fram-
tíðina. Sýningin hefur einnig verið
sett upp í Grunnskólunum í Borg-
arfirði, Grunnskóla Borgarness og
Menntaskólanum í Borgarnesi. Eft-
ir áramót verður haldið með sýn-
inguna í skóla á höfuðborgarsvæð-
inu og víðar um landið.
bbþ
Nemendur og starfsfólk Starfsbrautar Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi stóð fyrir kaffihúsakvöldi síð-
astliðinn fimmtudag á sal skólans. Prýðilega var mætt
á þennan árlega viðburð í skólanum og frábær stemn-
ing. Um afþreyingu sáu m.a. nemendur Starfsbraut-
ar. Þeir sungu og spiluðu undir stjórn og við undirleik
þeirra Heiðrúnar, Samúels og Inga Björns og að sjálf-
sögðu með aðstoð Eyglóar stuð. Bingóið var fyrirferð-
armest í dagskránni og stýrðu þau Eggert og Laufey því
með röggsemi að réttar tölur væru lesnar upp og allt
færi rétt fram. Eggert Halldórsson er tvímælalaust með
betri bingóstjórum síðari tíma; skýr og gamansamur. Í
eldhúsinu voru það svo meðal annarra þeir Albert Máni
og Steini Helga Dan sem bökuðu á þriðja hundruð
vöfflur sem seldar voru í hléi ásamt rjúkandi súkkulaði.
Fjölmargir fleiri komu að vel heppnuðu kvöldi. Versl-
anir og þjónustuaðilar á Akranesi gáfu glæsilega vinn-
inga í bingóinu. Auk þess var selt handverk nemenda,
svo sem jólaskraut og jólakort. Meðfylgjandi myndir
tala svo sínu máli. mm
Atvinnulífssýningin
í FSN í Grundarfirði
Líf og fjör á bingói Starfsbrautar