Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Hvaða skilning leggur þú í orðið „hyski“? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Kristinn Egilsson: Ef ég sé einhvern iðjuleysingja, jafnvel fullan, þá kalla ég hann hyski. Helga Sigurðardóttir: Pakk. Kristín Káradóttir: Slæmt fólk. Francois Claes: Fólk sem maður vill ekki kenna sig við. Óskar Halldórsson: Eitthvað mjög neikvætt. Fjórða Árgangamót ÍA í fótbolta fór fram í Akraneshöllinni síðastlið- inn laugardag. Það voru 22 lið með rúmlega 200 leikmenn innborðs sem mættu til leiks. Mótið tókst vel í framkvæmd og ekki að heyra ann- að á leikmönnum en að mikil ánægja hafi verið með framkvæmd mótsins. Glæsileg tilþrif sáust bæði í karla- og kvennaflokki en eftir harða og gríð- ar spennandi keppni var það árgang- ur 1975+ sem sigraði kvennameg- in. Árgangur 1988-1993 varð í öðru sæti en árgangur 1981-1982 náði því þriðja. Karlamegin var það árgang- ur 1979 sem sigraði eftir gríðarlega spennandi viðurreign gegn nýlið- unum úr árgangi 1984. Þurfti bæði vítaspyrnukeppni og bráðabana til að skera úr um úrslitin en Bjarni Guðjónsson markvörður í liði 1979 tryggði sínum mönnum titilinn með því að verja lokaspyrnuna. Þess má Grunnskólinn í Borgarnesi (GB) er einn af fyrstu skólum landsins til að hljóta styrk til þátttöku í Erasmus+ verkefni. Fyrsti fundur verkefnisins var haldinn í Borgarnesi dagana 10. – 14. nóvember. Verkefnið heitir „Water around us“ og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um vatn í víðum skilningi. Samstarfslöndin eru Finnland, Lettland, Þýskaland, Spánn og Portúgal. Umsjónarmað- ur verkefnisins fyrir hönd GB er Helga Stefanía Magnúsdóttir. „Ísland hefur sérstöðu hvað varð- ar vatn og fengu gestirnir að upp- lifa vatn í mismunandi mynd- um. Auk vatnsins í krananum sem þeim fannst mjög gott var farið í Vatnasafnið í Stykkishólmi, heim- sókn í Ölkeldu í Staðarsveit, Kross- laug í Lundarreykjadal og Deildar- tunguhver í Reykholtsdal. Þá voru Gullfoss og Hraunfossar skoð- aðir, Geysir og farið upp á Lang- jökul. Auk þess var gengið á Grá- brók, Hildibrandur í Bjarnarhöfn heimsóttur, Stefánshellir í Hall- mundarhrauni skoðaður og auðvi- tað þjóðgarðurinn á Þingvöllum,“ segir Helga Stefanía. Hún segir að verkefnið sé til þriggja ára og standi til að fara með hluta af nemendum grunnskólans, þrjá í senn, til allra þátttökulandanna. Helga segir að gestirnir hér á landi hafi verið mjög hrifnir af fjölbreyttri náttúru lands- ins og nutu dvalarinnar í hvívetna. mm Páll Óskar Hjálm- týsson og Monika Abendroth koma fram á tvennum tón- leikum í Fáskrúðar- bakkakirkju á Snæ- fellsnesi sunnudag- inn 30. nóvember kl. 14.30 og 17.00, fyrsta sunnudag í aðventu. Miðaverð er kr. 2900. Hægt er að panta miða með því að senda póst á netfangið pall.olafsson@kirkjan.is -fréttatilkynning Fyrsta sunnu- dag í aðventu, 30. nóvember næst- komandi, verða systurnar Soffía Björg og Krist- ín Birna Óðins- dætur frá Einars- nesi með sína ár- legu jólatónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Flutn- ingur systranna hefur einkennst af uppátektar- semi og óritskoðuðum athugasemdum og munu þær flytja jólalög í bland við önnur lög. Tónleikar hefjast klukkan 20 og hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Landnámssetrinu. Miðaverð er 2000 krónur. mm Margt ungt frjálsíþróttafólk af Vest- urlandi tók þátt í vel heppnuðum og glæsilegum Silfurleikum ÍR sem fram fóru í Laugardalnum síðast- liðinn laugardag. Þar á meðal komu rúmlega tuttugu úr Snæfellsbæ þar sem reglubundnar frjálsíþrótta- æfingar hófust í haust. Silfurleik- arnir eru fyrir 15 ára og yngri og voru skráðir fjórir keppendur frá Grundarfirði, jafnmargir úr Borg- arnesi og Borgarfirði og einn frá Stykkishólmi. Allir stóðu sig með sóma á mótinu og margir voru að bæta fyrri árangur sinn. Með- al athyglisverðs árangurs voru tvö Borgarfjarðarmet Gríms Bjarndal í grindarhlaupi og þrístökki. Kristín Halla Haraldsdóttir frjálsíþrótta- þjálfari á Snæfellsnesi sagði að ár- angur krakkanna hefði verið frá- bær á mótinu, ekki síst með tilliti til þess að margir þeirra hafi verið búnir að æfa í stuttan tíma. Upplif- un þeirra að taka þátt hafi líka ver- ið mikil enda afar skemmtileg um- gjörð um Silfurleikana. þá Einn vatnsmesti hver Evrópu, Deildartunguhver, var skoðaður. Grunnskólinn í Borgarnesi þátt- takandi í alþjóðlegu vatnsverkefni Við Krosslaug í Lundarreykjadal. Grímur Bjarndal setti tvö Borgar- fjarðarmet. Myndin er reyndar ekki tekin á Silfurleikunum um helgina. Vestlendingar fjölmennir á Silfurleikum ÍR Frjálsíþróttakrakkar úr HSH sem tóku þátt í Silfurleikunum. Jólatónleikar í Staða- staðarprestakalli Systur með aðventutónleika í Landnámssetrinu Mikið stuð á árangamóti ÍA í fótbolta Árgangur ’79 sem sigraði í fyrsta skipti í karlakeppninni. Frá vinstri talið: Gunnar Þór Gunnarsson, Ásgeir Sævars- son, Hannibal Hauksson, Sveinbjörn Geir Hlöðversson, Ingi Fannar Eiríksson, Andri Lindberg Karvelsson, Arnar Dór, Þórður Guðlaugsson, Ísólfur Haraldsson, Bjarni Guðjónsson, Eiríkur Jóhannsson, Hermann Geir Þórsson, Reynir Leósson og Garðar Axelsson. Árgangur ‘75+ sem sigraði kvennamegin. Bæði frægt og minna þekkt knatt- spyrnufólk af Skaganum tók þátt í árgangamótinu. geta að 1975+ liðið var að verja tit- ilinn frá fyrra ári en karlaárgangur- inn 1979 var að vinna titilinn í fyrsta sinn. Mótshaldarar voru ánægð- ir með hvernig til tókst og ljóst að keppendur skemmtu sér konung- lega. Árgangamót ÍA laðar að gríð- armikinn fjölda áhorfenda og sýnt að mótið er búið að festa sig í sessi hjá mörgum og er komið til að vera þá/ Ljósm. af Facebook síðu mótsins og Guðm. Bjarki Halldórsson. Aukaspyrna í uppsiglingu. Ljósm. gbh. Þrír hressir úr árgangi 1984. F.v. Axel Freyr Eiríksson, Hjalti Daðason og Brynjólfur Sæmundsson. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.