Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Jólatré Skagamanna hefur nú ver- ið sett upp á Akratorgi á Akranesi. Fyrr á þessu ári stóðu yfir mikl- ar endurbætur á torginu. Í kjöl- farið hefur trénu nú verið val- inn nýr staður framan við minnis- merki sjómanna. Starfsmenn Akra- nesbæjar unnu að því í gærmorgun að setja tréð upp og ganga tryggi- lega frá festingum þess. „Það verð- ur kveikt á jólatrénu laugardaginn 29. nóvember. Þetta tré var sótt í Álfholtsskóg við Fannahlíð í Hval- fjarðarsveit,“ segir Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri Akraness. mþh Á hverju hausti standa lionsklúbbur í landinu fyrir blóðsykursmæling- um fólki að kostnaðarlausu. Síðast- liðinn föstudag og laugardag fóru mælingar fram hér á Vesturlandi á nokkrum stöðum. Meðal annars á Akranesi, Borgarnesi, Snæfellsbæ og Stykkishólmi og e.t.v. víðar. Hár blóðsykur er lúmskur sjúkdóm- ur sem getur leitt af sér sykursýki. Því er mikilvægt að fólk láti mæla blóðsykurinn reglulega og leiti sér lækninga komi óeðlilega hátt gildi í ljós. Verkefni þetta er því þarft og þakklátt sem endurspeglaðist í miklum fjölda sem þáði mælingu um síðustu helgi. mm Þeir kostir sem kynntir hafa ver- ið í sambandi við væntanlega sól- arkísilverksmiðju Silicor Materi- al á Grundartanga gefa til kynna að þetta verði eitt stærsta einstaka verkefni, og jafnframt það umhverf- isvænasta, sem unnið hefur ver- ið að í stóriðju á Íslandi í talsverð- an tíma. Davíð Stefánsson fer fyr- ir verkefnisstjórninni og undirbún- ingi á Íslandi. Skessuhorn átti spjall við Davíð nú í vikubyrjun. Þar kom í ljós hversu stórt verkefnið er og forskotið sem það hefur á aðra hlið- stæða framleiðslu í heiminum, bæði hvað varðar um- hverfismál og arðsemi. Fram- leiðsluverðmæt- in eru auk þess meiri en marg- ir gera sér grein fyrir. Davíð seg- ir seldar afurðir verksmiðjunnar verði sambæri- legar loðnu- og síldveiðum við Íslandsstrendur. „Verkefnið mun styrkja fjölbreytni í íslensku at- vinnulífi. Við þurfum að styrka stoðir íslensks atvinnulífs og Silicor mun þar leggja drjúgt að mörkum,“ segir Davíð. Hann segist bjartsýnn á að lokamarkið sé innan seilingar, það er að ljúka fjármögnun verk- efnisins. Það muni vonandi gerast í desembermánuði. Næstu daga eru horfur á að stórum áföngum verði náð, varðandi skipulags- og orku- mál. Davíð segir að huga þurfi að mörgum þáttum og allir ferlar þurfi að vera í lagi og unnir í réttri röð. „Þetta eru tugir ef ekki hundruð samningar sem að endingu þarf að ná. Ég er að vona að lánasamning- um miði einnig áfram og allt komi þetta saman á sama tíma, sem og heimild frá Seðlabanka Íslands vegna undanþága frá gjaldeyris- höftum,“ segir Davíð. Stór hluti framleiðsl- unnar þegar seldur Sem kunnugt er mun áætluð verksmiðja Silicor á Grundar- tanga hreinsa sólarkísil fyrir notk- un á sólarrafhlöðum. Framleiðsl- an byggist á nýrri tækni sem Sili- cor hefur einkarétt á og er talin um þriðjungi ódýrari en hefðbundn- ar vinnsluaðferðir. Aðferð Silicor byggir á framleiðslu í lokuðu kerfi og er án nokkurrar teljandi meng- unar, enda þurfti verkefnið ekki að gangast undir mat á umhverfisá- hrifum. Guðjón Jónsson efnaverk- fræðingur hjá VSÓ verkfræðiráð- gjöf sem unnið hefur með verk- efnið hefur sagt að flestir málm- sérfræðingar nagi sig í handabökin yfir að hafa sést yfir þá tækni sem Silicor býr yfir. Móðurfélag fyrirtækisins er með höfuðstöðvar sínar í Kaliforníu og félagið er með starfsemi í tveimur löndum til viðbótar, með tilrauna- verksmiðju í Toronto í Kanada og rannsókna- og þróunarstöð í Berl- ín í Þýskalandi. Fyrirhuguð ár- leg framleiðslugeta verksmiðjunn- ar á Grundartanga er áætluð allt að 19.000 tonn, sem þó er einung- is lítill hluti heimsmarkaðar sem áætlaður er að verði um 360.000 tonn árið 2020. Þá vekur athygli að nú þegar sé búið að tryggja sölu 85% fram- leiðslunnar. Sólarkísillinn verð- ur að mestu seldur til Kína (75%), Kóreu og Taívan. Útflutningsverð- mæti verksmiðjunnar er áætlað á bilinu 50 til 60 milljarðar króna á ári. Áætlaður byggingakostnað- ur verksmiðjunnar á Íslandi er um 750 milljónir bandaríkjadollara, um 90 milljarðar króna. Samið er við hið þekkta fyrirtæki SMS Siemag í Þýskalandi um alút- boð verkefnisins. Þar af er tækja- búnaður áætlaður um 450 milljónir dollara. Áætluð stærð verksmiðju- byggingarinnar á Íslandi er um 93.000 m2 og framkvæmdasvæði alls um 223.000 m2. Fleiri í startholunum Þegar séð verður fyrir að fjör- mögnun verksmiðjunnar ljúki, væntanlega í lok þessa árs eða byrjun næsta, verður stofnað verk- efnis- og rekstarfélag Silicor á Ís- landi, sem á og rekur verksmiðjuna við Grundartanga. Davíð segir að eins og staðan sé í dag verði verk- efnið í meirihlutaeign erlendra aðila, en innlend félög og sjóðir hafi einnig sýnt verkefninu mik- inn áhuga. Áætlanir gera ráð fyrir að bein störf hjá Silicor verði 450, en ljóst að afleidd störf og starf- semi verður mun meiri í umfangi. Davíð segir að flutningastarf- semi verði mikil í kringum Silicor. „Við vitum af nokkrum fyrirtækj- um í startholunum sem bíða eft- ir að Silicor bindi alla enda,“ segir Davíð. Skessuhorn hefur einmitt frétt að fyrirtæki hafi sýnt bygg- ingu vöruhótels á Grundartanga áhuga í tengslum við áform Sili- cor. Þar er verið að tala um kostn- aðarsamar framkvæmdir til við- bótar. Þá segir Davíð að fyrirtæki sem vinna að fullframleiðslu á sól- arkísil og vinnslu úr aukaafurðum fylgist einnig með þróun mála og sýni verkefninu áhuga. Aukaaf- urðir þessa framleiðsluferlis eru nýttar í iðnað sem notar álblendi og fyrir vatnshreinsun. Fullum afköstum verði náð vorið 2018 Áætlað er að bygging verksmiðj- unnar á Katanesi við Grundar- tanga hefjist í ársbyrjun 2015 og væntingar standa til þess að full- um framleiðsluafköstum verði náð haustið 2017 eða vorið 2018. Verksmiðjan á Íslandi mun þurfa 85 MW orku sem kemur frá Orku Náttúrunnar (Orkuveitu Reykja- víkur) og Landsvirkjun. Davíð Stefánsson segir að stór hluti starfa hjá Silicor verði fyrir háskóla- menntað og tækni- og iðnmennt- að fólk. Allir verðandi starfs- menn muni þurfa á starfsnámi að halda og þar mun væntanlega ný- lega stofnaður Stóriðjuskóli verða góð fyrirmynd. „Það verða marg- ir verkþættir eftir þó að fjármögn- un og stóru undirbúningsþættirnir verði að baki þegar uppbyggingin hefst. Það er til dæmis ráðningar- og menntunarmálin sem er stór pakki og verktakar verða fengnir til að sinna. Það ríður á að sam- félögin í kringum Grundartanga verði tilbúin að taka þátt í þessu stóra verkefni með okkur,“ segir Davíð Stefánsson. þá Í Grunnskóla Grundarfjarðar er mikil samvinna við bókasafn stað- arins. Árið 2002 var orðið þröngt á þingi í skólanum og því var brugð- ið á það ráð að flytja bókasafn skól- ans yfir í bókasafn bæjarins sem þá var hinum megin við götuna. Þetta reyndist vel og fóru krakkarnir yfir á bókasafnið þar sem að þeir höfðu aðgang að ýmsum fróðleik. En í fyrra breyttist aðstaðan þegar bæj- arbókasafnið var flutt yfir í Sögu- miðstöðina til að rýma fyrir nýj- um bæjarskrifstofum. Þá lengd- ist nú vegurinn fyrir fróðleiksfúsa námsmenn skólans sem vildu næla sér í bækur á bókasafninu. En nú er breyting á því þegar bókasafn opn- aði að nýju innan veggja skólans. Þetta er mikil búbót fyrir grunn- skólann og mun betri þjónusta við nemendur. Salbjörg Nóadóttir verður bóka- vörður á skólabókasafninu. Af þessu tilefni veitti Sunna Njálsdóttir for- stöðumaður bókasafns Grundar- fjarðar viðurkenningar fyrir þátt- töku í bókaverðlaun barnanna 2014. Það voru þau Daníel Em- anuel Kwakie úr 1. bekk og Aníta Sól Valdimarsdóttir úr 6. bekk sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. tfk Silicor yrði sterk stoð til viðbótar íslensku atvinnulífi Spjallað við verkefnisstjóra væntanlegs stóriðjuvers á Grundartanga Af hverju velur Silicor Ísland? Gott viðskiptaumhverfi / Mikil fag-• mennska. Aðgengi að fjármögnun.• Fríverslunarsamningur við Kína.• Orka á samkeppnishæfu verði.• Sterkir innviðir (höfn, vegir, stöðug orka, • o.s.fv.). Þekking á áliðiðnaði. • Mögulegir birgjar og kaupendur fram-• leiðslunnar. Davíð Stefánsson verkefnisstjóri Silicor á Íslandi. Séð yfir væntanlegt afhafnasvæði Silicor við Grundartanga (innan gulu línunnar). Af hverju ætti Ísland að velja Silicor? Silicor er grænt og vænt fyrirtæki.• Silicor skapar fjölda starfa, beint og • óbeint. Silicor styður við núverandi áliðnað.• Silicor gæti verið umtalsverður kaupandi • á kísilmálmi frá þeim fyrirtækjum sem nú eru að hasla sér völl á því sviði hér á landi. Silicor skapar mikinn gjaldeyri. • Silicor mun auka fjölbreytni íslensks at-• hafnalífs. Salbjörg er hér að lesa sögu og kynna bókasafnið fyrir nemendum. Viðurkenningar fyrir bókaverðlaun barnanna Sunna Njálsdóttir með verðlaunahöfunum Anítu og Daníel. Þeir Magnús Sigurðsson og Haf- steinn Jóhannesson starfsmenn Akranesbæjar settu jólatréð upp á Akratorgi. Jólatréð á Akratorgi Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ buðu upp á blóðþrýstings- og blóðsykursmælingu í samstarfi við heilsugæslu HVE. Góð mæting var í Átthagastofuna í Ólafsvík þar sem mælingin fór fram og voru alls 85 sem mættu. Þegar mælingu var lokið var boðið upp á kaffi, djús og ávexti. Ljósm. þa. Mældu blóðsykurinn víða um land Stöðugur straumur fólks var í blóðsykursmælingu þegar lionsklúbbarnir í Borgarnesi buðu upp á slíkt á föstudaginn í Hyrnutorgi. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.