Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Rafræn áskrift kostar kr. 1.950. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Dökkar hliðar upplýsingaaldar Því fylgja ýmsir kostir að leiðum til upplýsingaöflunar hefur fjölgað. En ókostir ofmiðlunar eru engu að síður til staðar og eiga sínar skuggahliðar. Óprúttnir einstaklingar, þjófar, hafa óþarflega miklum upplýsingum úr að moða þegar þeir skipuleggja myrkraverk sín heima í stofu í Lazy boy - stól- unum. Nú geta þessir herramenn farið á netið. Þeir velja sér fórnarlömb, fara svo til dæmis inn á ja.is og finna þar þessar fínu ljósmyndir af húsum fólks. Einnig geta þeir farið á Google og séð húsa- og götumyndir tekn- ar með bestu myndgæðum að sumri. Á vefnum geta þeir svo fært sig eftir götunum, talið glugga og hurðir á húsum, grandskoðað hversu margir ná- grannar mögulega geta séð heim að viðkomandi húsi, séð hvaða bílar eru til staðar og svo framvegis. Þegar þessari leit er lokið velja þeir fórnarlömb úr húsunum og fara svo á Faceook til að lesa sig betur til um fólk. Sumir notendur þess samskiptamiðils eru duglegir að skrifa, t.d: „Hlakka til helg- arinnar í sumarhúsinu,“ eða „fjölskyldan búin að panta Spánarferð í byrj- un júlí.“ Svo getur jafnvel verið að þjófar þessir hafi sérstakan augastað á húsum sem eru til sölu á vefjum fasteignasala. Þá komast þeir fyrst í feitt! Á fasteignasölusíðum má oft finna margar, jafnvel tugi, ljósmynda úr híbýl- um fólks. Fasteignasalarnir með fínu myndavélarnar fara náttúrlega inn í hvert herbergi og mynda þau í bak og fyrir. Þar geta þjófarnir séð hversu dýr húsgögn eru í íbúðinni, mávastellin í gegnum glerhurðir stofuskápanna og ef vel ber í veiði, glittir í hornið á peningaskápnum inni í klæðaskáp eða á skrifstofunni. Nýverið var fjallað um það hér í blaðinu að það hefur færst í vöxt að fólk geymi fjármuni heima hjá sér. Jafnvel töluverða fjármuni í formi pen- inga, skartgripa, frímerkjasafna eða annarra verðmæta. Í ljós kom í þessari umfjöllun að ástæðurnar eru margþættar. Fólk treystir ekki bankastofnun- um eins og það gerði, eldra fólk vill ekki hafa peninga inni á bankareikn- ingum því fjármagnstekjur skerða greiðslu lífeyris úr opinberum sjóðum, líkt og greiðslur úr lífeyrissjóðum sannanlega gera. Samfélagið er einfald- lega ekki fullkomnara þrátt fyrir að einhverjir vilji kenna það við norræna velferð. Hér á landi er þeim refsað sem gera allt samkvæmt bókinni. Þeim sem spara til efri áranna, greiða lífeyri í þar til gerða sjóði, borga skatta og skyldur alla tíð. Hafi þeir óreglulegar tekjur er þeim umsvifalaust refs- að í formi lækkunar ellilífeyris eða örorkubóta. Engu líkara en að þeir sem gera allt eins og af þeim er ætlast, sé refsað harðast. Margt fullorðið fólk er búið að uppgötva þetta. Sumir nurla því undir koddann eða geyma í hólf- um og hirslum heima hjá sér. Það hafa fyrrgreindir þjófar uppgötvað. Þetta er þeirri nýi markhópur. Mér finnst afar sorglegt þegar ég heyri lýsingar fórnarlamba innbrots- þjófa á því persónulega inngripi sem það upplifir þegar einhverjir hafa lát- ið greipar sópa heima hjá þeim. Þegar óviðkomandi hafa rótað í persónu- legum eigum, stolið verðmætum, sem jafnvel tók ár og áratugi að nurla fyr- ir. Oftar en ekki er tjón af þessum völdum því óbætanlegt, bæði peninga- og sálarlega. Sú staðreynd að hægt sé að fara á netið og sækja þar ljósmyndir af hí- býlum fólks á upplýsingavefjum eins og ja.is kemur mér alltaf jafn mik- ið á óvart. Hvað voru starfsmenn Persónuverndar að hugsa sem gáfu leyfi til slíkra myndbirtinga? Þá er ástæða til að hvetja fólk til að íhuga vel það sem það skrifar á Fésbók og aðra samfélagsmiðla um hagi þess og ferða- venjur. Þær upplýsingar allar eru sem vatn á myllu þjófanna. Þá þurfa fast- eignasalar að íhuga þetta einnig. Að endingu hvet ég fólk til að styrkja ná- grannavörslu hvar sem það býr. Á það við um sveitir, fjölbýlishús eða sér- eignahverfi í þéttbýli. Það er að mínu viti sjálfsagt mál að hvetja til ná- grannavörslu og fá grannana til að fylgjast með eignum manns þegar farið er í ferðalög, jafnvel þótt þau standi stutt. Með því móti verður þjófahysk- inu allavega gert erfiðara fyrir. Magnús Magnússon. Lýsingar vegna tveggja skipulagstillagna í Borgarbyggð Skotæfingasvæði í landi Hamars Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. ágúst 2014 að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipu- lagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir skotæfingasvæði í landi Hamars. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðisins úr landbúnaði í íþróttasvæði. Reið- og gönguleið sem liggur að svæðinu verður skilgreind sem vegur og ný veglína reið- og gönguleiðar verður staðsett fjær skotæfingasvæðinu. Húsafell Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 8. október 2014 að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulags lóðar í landi Húsafells 1. Markmið deiliskipulagsins er að byggja upp sýningarskála, menningarhús og þjónustuhús vegna menningartengdrar starfsemi í Húsafelli. Lýsingarnar eru til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 21. nóvember til 1. desember 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. desember 2014 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarbyggð eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is Borgarnesi, 18. nóvember 2014 Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingarfulltrúi S K E S S U H O R N 2 01 4 Forsvarsmenn knattspyrnumála í Grundarfirði tilkynntu KSÍ í gær- morgun að Ungmennafélag Grund- arfjarðar ætlaði ekki að senda lið til keppni í þriðju deild næsta sumar og myndu því draga sig út úr keppn- inni. Tómas Freyr Kristjánsson talsmaður fótboltaliðsins í Grund- arfirði og helsti leiðtogi liðsins seg- ir það fúlt að þurfa að taka þessa ákvörðun. Hann segir að vinnan við að halda úti liði hafi lent á alltof fáum. Erfitt hafi verið að manna lið. Í ekki stærri bæ séu iðkendur ekki á hverju strái og leitað hafi verið liðs- styrks erlendis frá. Það sé dýrt auk þess sem kostnaðarsamt er að taka þátt í þriðju deildinni. Grundfirð- ingar hafa staðið sig vel í fótbolt- anum síðustu árin og eftirsjá verð- ur af þeim á Ísalandsmótinu næsta sumar. Meistaraflokkur Grundar- fjarðar var endurvakinn fyrir fimm árum og náði liðið að vinna sér sæti í nýju þriðju deildinni árið 2012. Sæti Ungmennafélags Grundar- fjarðar í þriðju deild næsta sum- ar tekur KFS frá Vestmannaeyjum sem varð í þriðja sæti í fjórðu deild- inni í haust. þá Minningarsjóður Valtýs Guð- mundssonar í Stykkishólmi stóð í sumar fyrir söfnun fyrir hjarta- hnoðtækinu Lúkasi til notkun- ar í sjúkrabíl HVE í Stykkishólmi. Valtýr lést í bílslysi í Stykkishólmi í desember 2006, aðeins 22 ára að aldri. Hann hefði orðið þrítug- ur í júlí og var hvatinn að söfnun- inni að láta gott af sér leiða í minn- ingu hans. Það var fjölskylda Valtýs sem stóð fyrir söfnuninni. Að sögn Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur, systur Valtýs, gekk söfnunin vonum framar. „Við mættum alls staðar mikilli jákvæðni hjá fólki og fengum væg- ast sagt góðar viðtökur. Það tók ekki nema rétt tæpar sjö vikur að safna fyrir Lúkasi,“ segir Hafrún Bylgja. Alls söfnuðust tæpar þrjár millj- ónir og gátu aðstandendur Valtýs því látið gott af sér leiða víðar en í sjúkrabílnum. Auk hjartahnoðtæk- isins keyptu þeir Ipad spjaldtölvu til notkunar í sjúkrabílnum, ásamt nýrri brunndælu fyrir Slökkvi- lið Stykkishólms. Þá keypti minn- ingarsjóðurinn einnig tölvubúnað, tölvuborð og þrjá skrifborðsstóla fyrir Ásbyrgi, vinnustofu fatlaðra í Stykkishólmi. „Eftir þessi kaup átt- um við 160 þúsund krónur í afgang og styrktum félagsmiðstöðina og Ásbyrgi fyrir þá upphæð.“ Hafrún segir sjóðinn hafa mætt mikilli jákvæðni og þess vegna hafi söfnunin gengið vonum fram- ar. Hún nefnir að Pizzastaðurinn Stykkið hafi til dæmis gefið alla innkomu til söfnunarinnar í einn dag. Þá hafi einnig verið haldn- ir tónleikar í Sjávarpakkhúsinu, þar sem heimamenn gáfu vinnu sína. Aðgangseyrir var 1000 krón- ur en Sjávarpakkhúsið gaf 2000 kr. á móti hverjum seldum miða. „Fyr- ir hönd sjóðsins vil ég þakka góð- ar móttökur og jákvæðar undir- tektir. Þetta fór framar okkar björt- ustu vonum með hjálp fólksins hér í bænum,“ segir Hafrún þakklát að endingu. Formleg afhending gjaf- anna fór fram á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands í Stykkishólmi síð- astliðinn miðvikudag. Víða um land hefur verið safn- að fyrir hjartahnoðtækjum undan- farin misseri. Tækin eru sjálfvirk og koma í stað eins manns við endur- lífgun og veita þar að auki mun ár- angursríkara hnoð en nokkur mað- ur getur enda þreytast þau ekki. Tækið er ekki fyrir öðrum við end- urlífgun en með notkun þess skap- ast mun betra rými fyrir bráða- liða, t.d. til að veita öndunaraðstoð og lyfjagjöf samhliða því að tæk- ið hnoðar. Fyrr á árinu hefur ver- ið safnað fyrir hjartahnoðtækjum á Akranesi, í Búðardal og Ólafsvík með góðum árangri. grþ Fjölskylda Valtýs heitins afhenti gjafirnar formlega sl. miðvikudag. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Hjartahnoðtæki og fleiri gjafir gefnar í Stykkishólmi Grundfirðingar draga sig úr þriðju deildinni í knattspyrnu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.