Skessuhorn - 19.11.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Styttist í afhendingu fyrstu íbúðar
á Sólmundarhöfða
Framkvæmdum miðar ágætlega við
byggingu fjölbýlishússins við Sól-
mundarhöfða 7 á Akranesi, sem er
sjávarmegin við hjúkrunar- og dval-
arheimilið Höfða. Íbúðirnar eru
seldar markhópnum fimmtíu ára og
eldri. Ragnar Már Ragnarsson hjá
félaginu SH7 ehf., sem stendur fyr-
ir byggingu hússins, segir að fyrsta
íbúðin í húsinu verði afhent 1. febrú-
ar og síðan fjölgi íbúum í húsinu upp
frá því. Aðspurður segir Ragnar að
væntanlegir kaupendur séu búnir
að skrifa sig fyrir tíu íbúðum í hús-
inu, en í því er 31 íbúð, frá 73,9 til
131,2 fermetrar að stærð. Ragnar
segir að á næstunni verði Akurnes-
ingum boðið að skoða tilbúnar íbúð-
ir í húsinu en þá verði sýningaríbúð-
ir tilbúnar á fyrstu hæð. Íbúðahæð-
irnar eru átta í húsinu auk bílakjall-
ara. Þessar vikurnar er unnið á öllum
hæðum byggingarinnar. Ragnar Már
er bjartsýnn á sölu íbúðanna enda sé
fasteignamarkaðurinn á Akranesi á
uppleið að nýju. „Ég heyri það frá
fasteignasölum að góðar eignir selj-
ist fljótt og ég held það sé alveg ljóst
að spurn eftir húsnæði kemur til
með að aukist mikið á næstu mán-
uðum og árum,“ sagði Ragnar Már
í samtali við Skessuhorn. Blaðamað-
ur brá sér út á Sólmundarhöfða síð-
astliðinn föstudag enda gleðilegt að
sjá nú turninn á höfðanum upplýst-
an og að langt er komið með frágang
á húsinu að utan.
þá
Frágangi við utanhúsklæðningu er að mestu lokið á Sólmundarhöfða 7.
Múrararnir Ragnar Ragnarsson og Sverrir Fannberg voru ánægðir í haustblíðunni
en þeir eru þessa dagana að steina bílageymsluna að utan.
Jorge Rodrigers pússar loft, en aðal-
lega voru það verktakar við málningu
og múrverk sem voru að störfum
á Sólmundarhöfða 7 síðastliðinn
föstudag.
Eins og fram hefur komið í fréttum
Skessuhorns hefur bæjarstjórn Akra-
neskaupstaðar samþykkt breytingar
á skipuriti bæjarins sem endurspegl-
ast m.a. í nýrri verkaskiptingu milli
sviða. Samhliða því þarf að auglýsa
stöður nýrra sviðsstjóra. Á fundi
bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag
var samþykkt að auglýsa til um-
sóknar stöðu nýs sviðsstjóra vel-
ferðar- og mannréttindasviðs. Var
Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra
falið að annast umsjón með ráðn-
ingarferlinu, ásamt utanaðkomandi
ráðgjafa og sviðsstjóra stjórnsýslu-
og fjármálasviðs. Ákveðið var hins
vegar á fyrrgreindum fundi bæj-
arráðs að fresta ráðningu í stöðu
sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs
um eitt ár. „Helga Gunnarsdótt-
ir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, hefur
fallist á að gegna hinni nýju stöðu
tímabundið á árinu 2015 þar til nýr
sviðsstjóri verður ráðinn. Með þess-
ari tilhögun verður meiri samfella
í skiptingu verkefna á milli mála-
flokka þar sem núverandi sviðsstjóri
fjölskyldusviðs mun aðstoða við að
koma nýjum stjórnanda í velferðar-
og mannréttindamálum inn í starf-
ið. Einnig er þessi ráðstöfun gerð
til að draga úr kostnaðaraukningu
vegna stjórnkerfisbreytinganna,“
segir Regína Ásvaldsdóttir bæjar-
stjóri. Hún segir að staða sviðsstjóra
skóla- og frístundasviðs verði síðan
auglýst haustið 2015. Búið er hins
vegar að birta auglýsingu um stöðu
sviðsstjóra velferðar- og mannrétt-
indasviðs og má m.a. lesa hana í
Skessuhorni vikunnar.
mm
Auglýst ný staða sviðs-
stjóra en annarri frestað
Eldvarnafræðsla og afmælisboð
hjá slökkviliðinu á Akranesi
Slökkvilið Akraness
og Hvalfjarðarsveit-
ar býður almenning
velkominn á slökkvi-
stöðina þriðjudaginn
25. nóvember klukk-
an 13-19 í tilefni
af Eldvarnaátakinu
2014 og 80 ára af-
mæli slökkviliðsins.
Gestum gefst kostur
á að skoða slökkvi-
stöðina og búnað slökkviliðsins.
Fyrr um daginn fá öll átta ára börn
á starfssvæði slökkviliðsins og for-
eldrar þeirra fræðslu um eldvarnir
á slökkvistöðinni. Regína Ástvalds-
dóttir bæjarstjóri og Skúli Þórðar-
son sveitarstjóri munu taka þátt í
fræðslunni sem er liður í Eldvarna-
átaki Landssambands slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna sem hald-
ið er í lok nóvember ár hvert.
Þráinn Ólafsson slökkviliðs-
stjóri segist vonast til að sjá sem
flesta gesti á slökkvistöðinni klukk-
an 13-19 þennan dag. „Við ætlum
að sýna búnaðinn okkar og hvernig
hann virkar, kenna fólki að slökkva
eld með handslökkvitæki og eld-
varnateppi og jafnvel að leyfa fólki
að spreyta sig á því. Ég hvet íbúa á
svæðinu til að koma og taka þátt í
því með okkur að fagna 80 ára af-
mæli slökkviliðsins,“ segir Þráinn.
Í Eldvarnaátakinu fræða slökkvi-
liðsmenn um allt land nemendur
í 3. bekk grunnskólanna um eld-
varnir heimilisins.
Börnin fá öll að gjöf
handbók Eldvarna-
bandalagsins um eld-
varnir heimilisins og
söguna af slökkviálf-
unum Loga og Glóð
og baráttu þeirra við
Brennu-Varg. Börn-
unum býðst einn-
ig að taka þátt í
Eldvarnagetraun-
inni og eru vegleg verðlaun í boði
sem jafnan eru afhent á 112-dag-
inn, 11. febrúar. Svörin við spurn-
ingunum er að finna í sögunni af
Brennu-Vargi. Að þessu sinni af-
henda slökkviliðsmenn börnunum
einnig fræðsluefni um varnir gegn
vatnstjóni en gríðarlegt eignatjón,
rask og jafnvel heilsutjón verður
af völdum vatnsleka á heimilum ár
hvert.
Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna hefur stað-
ið fyrir Eldvarnaátakinu samfleytt í
rösklega tvo áratugi og frætt um eitt
hundrað þúsund börn um eldvarn-
ir. Þau elstu eru nú um þrítugt. Ný-
leg könnun Capacent Gallup sýn-
ir að yfirgnæfandi meirihluti þátt-
takenda telur Eldvarnaátakið mik-
ilvægt. Þá sýnir könnunin jafnframt
að slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
menn njóta trausts meðal almenn-
ings langt umfram helstu stofnan-
ir samfélagsins.
-fréttatilkynning
Þakka óvenjulega hlýjar móttökur
Eins og landsmenn vita standa
kennarar í Félagi íslenskra tón-
listarkennara í kjarabaráttu við
viðsemjendur sína og hafa verið í
verkfalli í nokkrar vikur. Pattstaða
er í deilunni þrátt fyrir 26 samn-
ingafundi. Á fésbókarsíðu félags-
ins segir frá heimsókn FÍT fólks
til forsvarsmanna Akraneskaup-
staðar síðastliðinn fimmtudag
þar sem sérstaklega er fram tekið
hversu jákvæðar móttökur hópur-
inn hafi fengið. Þar segir: „Bæjar-
ráð Akraneskaupstaðar bauð okk-
ur tónlistarkennurum í heimsókn
13. nóvember til þess að ræða
málin. Þar fengum við mannleg-
ar móttökur og komið var fram
við okkur sem jafningja. Okkur
var boðið að sitja við sama borð,
fengum kaffi og kleinur. En síðast
en ekki síst þá voru málin rædd af
áhuga og alvöru af báðum aðilum
og leitaðist bæjarráðið virkilega
eftir því að setja sig vel inn í málin
og skilja,“ segir í færslu tónlistar-
kennara sem þakka fyrir móttök-
urnar.
mm/ Ljósm. Kristín Lárusdóttir.
Fimmta Borgarnesdagatalið komið út hjá Tolla
Þorleifur Geirsson í Borgarnesi hef-
ur nú gefið út Borgarnes dagatalið
2015. Þetta er í fimmta skipti sem
hann gefur út dagatal með ljósmynd-
um úr Borgarnesi og hafa þau not-
ið vaxandi vinsælda ár frá ári. „Borg-
arnes veggdagatalið 2015 prýða 13
ljósmyndir úr Borgarnesi úr „Borg-
arnes Today“ myndasafninu mínu.
Eru myndirnar frá öllum mánuðum
ársins. Hægt er að skoða myndirnar
og sjá nánari upplýsingar með því að
smella á slóðina: www.hitatravel.is/
dagatal,“ segir Tolli. mmEin myndanna úr nýja dagatalinu.
www.skessuhorn.is
Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi
Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar
Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi?
Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is