Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 35

Læknablaðið - 15.07.2002, Page 35
FRÆÐIGREINAR / GLERUNGSEYÐANDI DRYKKIR basa til hlutleysingar hjá fimm mismunandi flokkum drykkja. Niðurstöður leiddu í ljós að sýrustigið er ekki í beinu sambandi við magn basa sem þarf til hlutleysingar, dæmi er samanburður á epla- og app- elsínusafa. Eplasafinn er súrari (pH 3,59) en appel- sínusafinn (pH 3,83) en hins vegar þarf appelsínusaf- inn meira magn basa (NaOH: 3,75 ml) en eplasafinn (NaOH: 2,43 ml) til að hlutleysast. Helstu niðurstöður flokkanna eru þeir að flestir gosdrykkir (tafla I), djús og ávaxtasafar (tafla II) auk íþrótta- og orkudrykkja (tafla IV) hafa pH gildi undir 5,5 og eru því taldir glerungseyðandi. Hreint sóda- vatn mældist með pH 5,50 og pH 5,92 og getur því ekki talist glerungseyðandi. Það var áberandi hvað það þurfti hlutfallslega lítið af basa til að hlutleysa kóladrykki (0,59-0,98mI af 1M NaOH) í samanburði við ávaxtasafana (2,43-5,92ml af 1M NaOH). Kaffi, te, ásamt flestum mjólkurdrykkjunum höfðu hærra pH en 5,5, að undanskilinni mysu og mysudrykkjum (samanber Garpur, tafla III). Léttvín hafði lægra sýrustig en pH 5,5 en bjór var rétt undir krítísku sýru- stigi munns og þurfti lítið magn basa til að hlutleysa bjórinn (tafla V). Að lokum má sjá súlurit (mynd 1) af samanburði á einum óhagstæðum drykk úr hverjum flokki, metið út frá magni basa (ml af 1M NaOH) sem þurfti til að hlutleysa drykk að pH 5,5. Umræða Glerungseyðing er alvarlegur sjúkdómur vegna mik- ils sársauka, eyðingar tanna og kostnaðarsamrar en nauðsynlegrar viðgerðar. Talið er að tíðni glerungs- eyðingar fari vaxandi en helsti áhættuhópur íslend- inga eru böm og unglingar (Árnadóttir, óbirtar niður- stöður). Neyslumynstur glerungseyðandi drykkja er talið vera mikilvægur orsakaþáttur glerungseyðingar, en hingað til hefur lítið verið vitað um glerungseyð- andi áhrif drykkja á íslenskum markaði. Áður var talið að sýrustig drykkja hefði mest að segja um gler- ungseyðandi áhrif þeirra en erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að rúmmál basa til að hlutleysa drykk er betri mælikvarði til að meta glerungseyðandi áhrif hans (13). Sýrur, svo sem sítrónusýra, eplasýra og fosfórsýra, eru oft notaðar í svaladrykki en ekki er þekktur teljanlegur munur á glerungseyðandi áhrif- um þeirra þó að vísbendingar séu til þess að sítrónu- sýra (samanber appelsínusafa) hafi meiri glerungs- eyðandi áhrif en eplasýra (samanber eplasafa) eða fosfórsýra (samanber kók). Aukinn styrkur kalsíums og fosfórs er talinn draga úr glerungseyðandi mætti drykkja (15), en kalk hefur verið notað í þeim til- gangi að draga úr glerungseyðandi áhrifum í erlend- um drykkjartegundum (16-18). Heimildir um fyrir- byggjandi áhrif flúors á glerungseyðingu tanna eru misvísandi en nýjustu heimildir sýna að flúor sé ekki verndandi (19). Upplýsingar um þróun drykkja á ís- Tafla IV. Mælingar á upphafs pH og magni basa til hlutleysingar í íþrótta- og orku- drykkjum. Mjólkurdrykkir PH mlNaOH aö pH 5,5 ml NaOH aö pH 7.0 mlNaOH aö pH 10,0 Aquarius 2,82 1,38 1,88 2,12 Batterí 2,78 3,52 5,61 9,03 Gatorade/appelsínu 3,28 1,66 2,38 2,62 Gatorade/ávaxta 3,20 1,67 2,33 2,56 Gatorade/peru 3,17 1,69 2,30 2,56 Leppin 2,81 1,57 2,68 4,21 Magic 2,90 3,56 5,73 7,66 Red Evil 2,56 3,27 5,42 7,74 Orka 2,67 1,68 3,28 5,55 Tafla V. Mælingar á upphafs pH og magni basa til hlutleysingar I ýmsum drykkjum. Ýmsir drykkir PH ml NaOH aö pH 5.5 ml NaOH aö pH 7.0 ml NaOH aö pH 10,0 Bjór 4,63 0,47 2,30 4,49 Hvítvín 3,18 3,67 4,48 5,26 Kaffi 5,00 0,19 0,42 1,26 Rauðvín 3,48 2,58 3,09 3,85 Te 5,37 0,02 0,08 0,41 Sítrónu Konsentrate 2,54 30,91 38,62 40,22 ml NaOH að pH 5,5 Kók (plast) Trópí - appelsínu Garpur Leppin Hvítvín Glerungseyöandi drykklr úr flokki l-V. lenskum markaði með kalsíum og fosfór hafa verið takmarkaðar en mikilvægi hollustu matvæla eykst stöðugt með aukinni heilbrigðisvitund almennings. Það vakti athygli í þessari rannsókn að það fannst ekki samband á milli sýrustigs drykkja og magn basa til hlutleysingar. Flestir gosdrykkir eru súrari en safar og því talið að gosdrykkir séu óhagstæðari, en komið hefur í ljós að það þarf meira magn basa til að hlut- leysa safana en gosdrykkina. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði eru safarnir ríkir af vítamínum eins og C- vítamíni sem aftur eykur upptöku á járni og öðrum næringarefnum. Stuðla þarf að þróun drykkja sem yrðu næringarfræðilega hagstæðir og hefðu lítil eða engin glerungseyðandi áhrif. Auk þess væri nauðsyn- legt að skoða neyslumynstur súrra drykkja hérlendis þar sem tekið yrði fyrir magn og tíðni neyslu en talið Mynd 1. Myndin sýnir fimm algenga glerungs- eyðandi drykki á íslensk- um markaði úrflokki l-V. Drykkirnir erti Kók úr flokki gosdrykkja, App- elstnutrópí úr flokki safa og djús, Garpur tir flokki mjólkurdrykkja, Leppin tír flokki íþrótta- og orktt- drykkja og hvítvín tir flokki ýmissa drykkja. Læknablaðið 2002/88 571

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.