Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 7

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 7
RITST JÚRIUARGREIIUAR Um læknisþjónustu sérgreina utan sjúkrahúsa -----------------■ Undanfarna mánuði hafa sérfræöilækna Tryiigingaslofnunar ríkisins (TR) vcrið til umfjöllunar víða. Sú umfjöllun hefur ein- kennst af lítilli þekkingu og innsæi en meira af upphróp- TkSöf unum og stórum orðum. ^Hfl^^H Fyrir sérfræðinga hefur þessi Þórður umræða verið meiðandi en Sverrisson áhugi og vilji til að skoða málið af alvöru er takmark- aður hjá fjölmiðlum og eru þeir dyggilega studdir af ýmsum hrópendum af vettvangi stjórnmála og þjóðmála. Þessi umræða er þannig að trúlega er rétt að fyrirgefa þeim því þeir vita ei hvað þeir gjöra. Megináhættan er þó að almannatrygginga- kerfinu verði unnið óbætanlegt tjón og heilbrigðis- þjónusta versni, samanber barnalæknaþjónustuna sem nýlega var í fréttum. Heilbrigðisþjónustan hvílir á þrem meginstoðum, heilsugæslu, sjúkra- húsum og -stofnunum og síðan sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Síðastnefndi hópurinn hefur haft sérstöðu þar sem miðstýring hefur verið minnst þar og áherslan á að veita þjónustu mest. Þessi megin- stoð hefur því sætt harðastri gagnrýni og er grunuð um ýmis þaulhugsuð samsæri gegn almenningi og skattgreiðendum í baráttu sinni gegn stofnanavæð- ingu og afkastaleysi. Svo mun alltaf verða. Merki- legt er að öll umræða um heilbrigðismál snýst fljót- lega um launakjör lækna, líkt og menntamál snúast í umræðu um kjör kennara, og jafnvel trúmál um laun presta. Viðfangsefnið gleymist, - því að þjón- usta skal hin sjúka, nemandann og sóknarbarnið. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar hafa árum saman rekið stofur sínar og hefur þeim vaxið fiskur um hrygg þar sem tæknibyltingin hefur gert læknum kleift að veita meiri þjónustu á stofum. Þessi breyt- ing bætir þjónustuna og er mun ódýrari en aðrir valkostir. Mestar hafa breytingarnar orðið á síðustu íjór- um til fimm árum. Nú starfa yfir 370 sérfræðingar innan þessa kerfis og sinna yfir 370.000 komum og 15.000 aðgerðum á ári hveiju. Þessi vinna er unnin innan almannatryggingakerfisins þar sem hvert verk er skráð í svo gegnsæju kerfi að erfitt er að hugsa sér betrumbót á. Öll verk eru skráð á ein- staka lækna og er það einn af annmörkum kerfis- ins. Svo virðist sem viðkomandi læknir hafi þessar greiðslur sem laun. Svo er ekki því þetta eru laun Höfundur er formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur. Hann er einnig sérfræðingur við Augndeild Landspítala og sjálfstætt starfandi augnlæknir. móttökuritarans, sjúkraliðans, hjúkrunarfræðings- ins, - þær borga tækin sem notuð eru, tryggingar og svo framvegis. Þá hefur umræðan aðallega snúist um útreikn- ing á nokkrum einstaklingum sem eru undantekn- ingar kerfisins en þjóna vel upphrópunum hinna hreinlyndu hneykslara. Reyndar má lfkja því við að lýsa loftslagi með því að lýsa fjórum til fimm af- brigðilegustu dögunum og draga síðan ályktanir af því. Vöxtur þessarar starfsemi hefur verið mikill síð- ustu ár. Þetta sýnir hversu vel þetta kerfi er fallið til að veita heilbrigðisþjónustu. Stór hluti svokallaðra ferliverka fluttist út af sjúkrastofnunum á stofur lækna á árunum 1998 til 2000. Fjárveitingarnar urðu hins vegar eftir á stofnunum. Meginvanda- málið er að sá sparnaður hefur ekki skilað sér þótt verkefnum stofnana hafi fækkað. Stórar stofnanir ná ekki fram spamaðinum sem þar ætti að koma fram. Niðurstaðan er að sérfræðingar eru sakaðir um að reyna að þurrausa sjóði heilbrigðiskerfisins. Það gera þeir ekki. Reyndar sýna staðtölur TR að kostnaður sérfræðilækna hefur hækkað minna en aðrir hlutar sjúkratrygginga. En hver hefur áhuga á því? Hver hefur áhuga á því að greiðslur fyrir tann- lækningar eru 50% af öllum kostnaði sérfræðilækna. Tennumar einar sér kosta helming af öllum sjúk- lingakomunum, öllum blóðrannsóknunum, röntgen- rannsóknunum og aðgerðunum 15.000 hjá sérfræð- ingum! Þó er sjúklingahlutinn lágur hjá sérfræðing- um miðað við tannlækna. En þetta vekur engan áhuga. Og þó að greiðslur sjúklinga séu hvergi hærri í almannatryggingakerfinu en hjá sérfræðing- um þá er mesta eftirspurnin eftir þjónustu þar og mesti vöxturinn því þetta er þó kerfi sem enn getur veitt þjónustu þó markvisst sé unnið að því að gera sérfræðiþjónustu óaðgengilega. Læknafélag Reykjavíkur hefur ítrekað sett fram tillögur sem miða að því að skapa samkeppni innan þessa kerfis. Hið pólitíska vald hefur hins vegar engan áhuga á því. Óttinn við að læknar kunni að hagnast á breytingum kemur í veg fyrir að hægt sé að fá fram samkeppni. Einnig er skráning allra verka á einstaka lækna til þess fallin að gera þessar læknastofur vanmáttug fyrirtæki. Þó mikið hafi áunnist síðustu ár eru fyrirtækin ekki nægjanlega sterk til að taka að sér stærri verkefni og munu ekki ná þroska og slagkrafti til viðameiri reksturs með- an þeim er haldið í núverandi spennutreyju af- slátta, skerðinga og bakreikninga. Helsta áhyggjuefnið nú er að TR nái að vinna almannatryggingakerfinu verulegt og varanlegt tjón. Samningar sérfræðinga eru nú fullir af skerð- ingum og takmörkunum um hvað einstaka læknar Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://lb.icemed.is/ Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2002/88 883

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.