Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 11

Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Að ónáða lækna á móðurmálinu Það getur ekki verið markmið læknasamtakanna að sínu leyti, að halda úti vísindariti, sem býr við þverrandi áhuga eigenda sinna. Áhugi okkar á ís- lenskri tungu og menningu, nýorðasmíð og fleiru af því tagi má ekki ganga af Læknablaðinu dauðu. (1) Hvers vegna Læknablað? í fyrsta tölublaðinu í janúar 1915 birtist ritstjórnar- grein, þar sem rakið var, hvemig Læknafélag Reykja- víkur varð til þess að stofna Læknablaðið og þar segir síðar: „Oss eru allar bjargir bannaðar til þess að bæta úr einangrun vorri og tengja stétt vora saman, nema þessi eina: að halda úti læknablaði. Það gerum vér ef vér viljum og það getur nægt til að ræða mál vor, nægt til þess að við gætum hagsmuna læknastéttarinnar, ef þess gerist þörf, og tengt oss saman í félagslynda bróðurlega heild (2).“ Frá byrjun hefir þannig verið ljóst, að Lækna- blaðinu er ætlað að vera málgagn læknasamtakanna, fréttablað og félagslegur miðill og í mínum huga á blaðið því sjálfstæðan tilverurétt, hvort sem í því eru fleiri eða færri vísindagreinar á íslenzku. Hér mætti vera amen eftir efninu, en nú er Lækna- blaðið sagt búa við þverrandi áhuga eigenda sinna (1). Áður hafði Hannes Petersen vakið athygli á því, að „hin mikla gróska sem margir hafa þóst merkja í vísindastarfi á íslandi [hafi] ekki skilað sér inn á síður Læknablaðsins nema síður sé (3).“ Tómas Guðbjartsson varpaði síðan fram þeirri hugmynd (4), að Læknablaðið birti allar vísinda- greinar bæði á ensku og íslensku og er hliðstæðu þess að finna hjá Læknafélaginu danska (5). Annar kostur er nefndur í sömu andránni, því að talið er „eðlilegt að spurt sé hvort tímabært sé að vísindagreinar séu birtar eingöngu á ensku (1).“ Ég fagna hugmynd Tómasar, en þykir síðari kosturinn afleitur, þar sem hann leiddi aðeins til þess, að „stflæfingar“ (1) færu fram á ensku í stað íslenzku áður. í báðum tilvikun- um yrði að ráða aukalega sérfróðan ritstjóra enska hlutans og myndi það stórauka útgáfukostnað Lækna- blaðsins, því varla myndi slíkur sérfræðingur sætta sig við, að vinna kauplaust, eins og ritstjórnarmenn hafa gert síðastliðin áttatíu og átta ár. Mótbára gegn læknablaði í fyrrnefndri ritstjórnargrein frá 1915 er sagt, að ein mótbáran gegn íslenzku læknablaði sé sú, „að læknar muni ekki fást til að láta blaðinu í té nauðsynlegar fréttir og skýrslur, muni hvorki hafa hirðusemi eða nenningu til þess. Ef þetta rætist er blaðið dautt." Þar segir einnig, að hver sá sem kaupir Læknablaðið á heimtingu á því, að vita með fullri vissu allt sem ber til tíðinda í læknamálum og heilbrigðisástandi í hér- uðum (2). Það ætti ekki að vera þörf á því, að vekja athygli á þeirri sjálfsögðu skyldu lækna, að greina stjórnmálamönnum og stjórnvöldum og öllum þegn- um þessa lands, á auðskilinni íslenzku, frá þeim rann- sóknum, sem fram fara innan heilbrigðiskerfisins og frá því hvað hefir fengizt fyrir það almannafé, sem beint og óbeint er veitl tii þessara fræða og vísinda. Hvers vegna nýyröasmíð? Guðmundur Hannesson markaði þá stefnu ritstjórn- ar Læknablaðsins, að íslenzkað skuli allt sem íslenzk- að verður (6) og hann bætti við: „Undistöðuatriði ýmsra fræðigreina eru kennd í flestum skólum lands- ins, og þar er ekki unnt að nota erlendu heitin. Þau verða heldur ekki notuð í bókum, ritgerðum eða út- varpserindum, sem eiga að vera við alþýðuhæfi. Að- eins íslenzk heiti koma hér til greina (6).“ Þessari stefnu var til dæmis fylgt í ritinu Heilsurækt og mannamein. Læknisfræði nútímans fyrir almenning (7), sem út kom 1943. Þar voru erlendu heitin sett í sviga, ef um nýyrði var að ræða. Íðorðasmíðin er ekki markmið í sjálfri sér. Hún er hins vegar nauðsynleg til þess, að íslenzkir læknar geti tjáð sig í ræðu og riti um heilsurækt og manna- mein á móðurmálinu. Hér er ekki úr vegi, að vekja athygli á því, að það eru fleiri en læknar, sem leggja stund á íðorðasmíð. Um áratuga skeið hefir verið mælt fyrir um það í löggjöfinni, að lyfjaauglýsingar skuli vera á íslenzku (8) og lyfjum fylgja auðskildar og gagnorðar leiðbeiningar, einnig á íslenzku. Eiga þeir, sem þar halda á málum hrós skiiið fyrir það, hversu vel hefir til tekizt. Vera má að einhverjum þyki þetta tóm þjóðernis- remba, en geta menn í raun og veru hugsað sér, að taka upp hálf-enskuna, sem nú tröllríður sumum ljós- vakafjölmiðlunum? Þannig gæti heiti þessara hug- leiðinga verið á því máli: Að bögga doktorana með móðurtungunni! Tilvitnanir 1. Sigurbjöm Sveinsson. Um skurðlækna og gengi Læknablaðs- ins. í umræðu og fréttum / Af sjónarhóli LI. Læknablaðið 2002; 88; 578-9. 2. Læknablaðið. Ritstjómargrein. Læknablaðið 1915; 1:1-3. 3. Hannes Petersen. Læknablaðið - frá Iæknum til lækna. Rit- stjómargrein. Læknablaðið 2002; 88:183. 4. Tómas Guðbjartsson. Vangaveltur um framtíð Læknablaðsins sem vísindarits. Ritstjórnargrein. Læknablaðið 2002; 88:471-2. 5. Sjá Danish Medical Bulletin. Journal of the Health Sciences. 2002; Vol 49. Free of charge for foreign medical institutions on request: Den Almindelige Danske Lægeforening, Trond- hjemsgade 9, DK-2100 Köbenhavn 0, Danmark. 6. Anatomia Islandica. íslensk líffæraheiti eftir Guðmund Hann- esson. Fylgir Árbók Háskóla íslands 1936-1937. Reykjavík MCMXLI. 7. Heilsurækt og mannamein. Læknisfræði nútímans fyrir al- menning. Níels Dungal prófessor sá um útgáfuna. Reykjavík: Bókaútgáfan Dagrenning. Prentsmiðjan Hólar H.F. 1943. 8. Lyfjalög nr. 93/1994; 14. grein. „Auglýsa má og kynna lyf sem markaðsleyfi hafa hér á landi á íslensku ...“. Örn Bjarnason Höfundur er að mestu hættur lækningum og nýyrðasmíð. Hann vinnur nú að útgáfu á Læknabók Þorleifs Bjömssonar (hirðstjóra) frá fimmtándu öld og er hún rituð á íslenzku. Læknablaðið 2002/88 887
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.