Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 16

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 16
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar út frá tveimur sjónarmiðum; hvernig þær voru í heildina tekið og hvernig íslenski rann- sóknarhópurinn kom út gagnvart þátttakendum frá öðrum þjóðum. Rannsóknin sýndi mikinn landfræði- legan mun á algengi asma, annarra einkenna frá önd- unarfærum og auðreitni í berkjum og ofnæmi. Þannig var í fyrri áfanga rannsóknarinnar áttfaldur munur á surg, sexfaldur munur á asma, meira en tífaldur mun- ur á læknisgreindum asma og fjórfaldur munur á of- næmiseinkennum í nefi milli rannsóknarsetranna. Enskumælandi lönd skáru sig úr með háar algengis- tölur fyrir öndunarfærasjúkdóma, en ísland, hluti Spánar, Þýskaland, Ítalía, Alsír og Indland voru á neðri enda skalans. I seinni hluta rannsóknarinnar kom fram nærri þrefaldur munur á ofnæmi og átt- faldur munur á auðreitni í berkjum. Nýgengi asma hækkaði með hækkandi fæðingarári (lækkandi aldri). Bráðaofnæmi (mælt sem jákvætt próf fyrir einu eða fleiri sértækum IgE mótefnum) var mest í Astralíu en önnur enskumælandi lönd og Sviss voru með algengi yfir 40%, en Island var lægst (algengi 23,6%) og Grikkland, Noregur og Italía voru með algengi <30%. Heildarmagn IgE mældist hæst í Grikklandi, Frakklandi, írlandi og Ítalíu (>50kU/L) en það mældist lægst á íslandi (13,2 kU/L). Sagt er frá niðurstöðum úr Evrópurannsókninni sem fjalla um það hvernig aðstæður í umhverfinu hafa áhrif á algengi surgs, asma, auðreitni í berkjum og ofnæmis. Samantekt: Evrópurannsóknin Lungu og heilsa hef- ur sýnt fram á mikinn mun á algengi asma meðal þátt- tökuþjóðanna svo og annarra öndunarfærasjúkdóma, auðreitni í berkjum og ofnæmis. Þessir sjúkdómar eru algengastir meðal enskumælandi þjóða en sjald- gæfastir á íslandi, þeirra þjóða sem þátt tóku í rann- sókninni. Fjallað er um hugsanlega skýringu á sérstöðu íslands að þessu leyti. Inngangur A árunum 1990-94 var ráðist í mjög umfangsmikla fjölþjóðlega rannsókn á asma og ofnæmi. A ensku fékk rannsóknin heitið The European Community Respiratory Health Survey (ECRHS) og á íslensku Evrópurannsóknin Lungu og heilsa. Tilgangur rann- sóknarinnar var þnþættur (1): 1) að kanna og bera saman algengi asma, asmaeinkenna og ofnæmis í ýms- um löndum í Evrópu, 2) að kanna útbreiðslu þekktra eða hugsanlegra áhættuþátta asma, meta tengsl þeirra við sjúkdóminn og hvernig þeir skýra mismunandi algengi asma í Evrópulöndum, 3) að gera grein fyrir mismunandi meðferð á asma í Evrópu. Hvatinn að rannsókninni var ekki síst mikil fjölg- un asmatilfella víða um heiminn (2-4) og vaxandi dánartíðni (5-8). Þessi óheillaþróun var hraðari en svo að hún yrði skýrð út frá erfðafræðilegum lögmál- um. Fyrir henni hlutu því að vera aðrar orsakir. Til stuðnings þeirri skoðun voru niðurstöður rannsókna sem sýndu að asmi kom oftar fyrir í þéttbýli en strjál- býli (9, 10). Fjöldi þeirra sem fengu meðferð vegna asma (11) og dánartíðni vegna asma (12) var hvort tveggja verulega breytilegt í löndum Evrópu sem gat bent til þess að einkenni asma væru mismikil eftir landsvæðum. Til þess að athuga hvort breytingar í umhverfinu gætu skýrt þennan landfræðilegan mun var farið á stað með þessa rannsókn sem bar saman tíðni og alvarleika asma og ofnæmissjúkdóma í mis- munandi löndum og landsvæðum. Fyrri rannsóknir höfðu sýnt aukningu á ofnæmis- sjúkdómum á ákveðnum svæðum á seinni hluta síð- ustu aldar (13-15). Þessar rannsóknir voru hins vegar unnar á mismunandi hátt, með mismunandi prófum og prófefnum. Þess vegna var erfitt að slá einhveiju föstu um þann landfræðilega mun sem fannst á tíðni ofnæmis og asma. Evrópurannsóknin Lungu og heilsa er fyrsta rannsóknin sem gerð er til að kanna algengi asma og ofnæmissjúkdóma með nákvæmlega sömu aðferðum í mörgum löndum. Rannsóknin var ekki eingöngu bundin við Evrópu því rannsóknarsetur voru einnig í Afríku, Asíu, Eyja- álfu og Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þátttökusetr- in voru í 21 landi og nærri 140 þúsund einstaklingar veittu heilsufarsupplýsingar. Nú þegar um áratugur er liðinn frá því rannsóknin hófst hefur gögnum verið safnað í annarri umferð hennar (ECRHSII). Þess vegna er eðlilegt að líta um öxl og draga saman helstu niðurstöður fyrstu um- ferðar Evrópurannsóknarinnar. Vitað er um hátt á annað hundrað greinar úr rann- sókninni sem birtar hafa verið á ensku, auk fjölda greina á öðrum tungumálum. Á þriðja tug greina hef- ur birst úr sameiginlegum gagnabanka rannsóknarinn- ar og höfum við leitast við að draga hér fram helstu niðurstöður þeirra og leggjum sérstaka áherslu á rann- sóknargögn þar sem íslenskir þátttakendur koma einnig við sögu. Hins vegar sneiðum við að mestu hjá greinum sem birtar voru um niðurstöður frá einstök- um rannsóknarsetrum eða löndum. Efniviður og aðferð Rannsóknarhópar: Hvert rannsóknarsetur valdi úr- takssvæði með að lágmarki 150.000 íbúa. Rannsókn- inni var skipt í tvo hluta. í fyrri hlutanum voru minnst 1500 konur og 1500 karlar á aldrinum 20-44 ára valin af handahófi úr þjóðskrá. Þau fengu senda spurn- ingalista í pósti um asma, asmatengd einkenni, lyfja- notkun við asma og ofnæmi í nefi (16). I seinni áfanga könnunarinnar voru 800 einstak- lingar valdir af handahófi úr fyrri rannsóknarhópn- um og kallaðir til viðtals og rannsókna. Þeir svöruðu ítarlegri spurningalista en í fyrra skiptið. Einnig var framkvæmd ofnæmisrannsókn með pikkprófi og blóð- 892 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.