Læknablaðið - 15.12.2002, Page 20
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA
úr hvað varðaði heimsóknir til lækna, fjölda asma-
kasta og innlagnir á sjúkrahús (28).
Einnig var könnuð notkun asmalyfja við asma-
tengdum einkennum. Eftirfarandi einkenni voru köll-
uð asmatengd: 1) surgur fyrir brjósti; 2) að vakna upp
með andþyngsli; 3) mæðiköst að degi til í hvfld; 4)
mæðiköst við erfiði; 5) að hafa vaknað upp með mæði-
kast á síðustu 12 mánuðum. Við þessum einkennum
fengu flestir meðferð í Ástralíu (29%), Nýja-Sjálandi
(27%) og Bretlandi (27%). Hins vegar voru samsvar-
andi tölur lægstar á íslandi og Noregi (8%) og á
Spáni (9%) (28). Þeir sem höfðu asmatengd einkenni
og reyktu voru síður líklegir til að taka lyf en þeir sem
höfðu einkennin og reyktu ekki. í öllum þátttöku-
löndunum nema á Italíu og Islandi var FEVj lægra
hjá þeim sem fengu meðferð en hjá hinum sem ekki
fengu meðferð (29).
Meðferdarheldni: Könnun var gerð á meðferðar-
heldni hjá 1771 einstaklingi frá 34 rannsóknarsetrum
og 14 löndum sem fengu meðferð vegna asma (30).
Þeir sem fengu lyf við asma voru spurðir hvort þeir
tækju venjulega öll þau lyf samkvæmt fyrirmælum
sem þeim var ætlað að taka. Þeir voru einnig spurðir
að því hvort þeir tækju venjulega öll lyfin samkvæmt
fyrirmælum sem þeim væri ætlað að taka við versnun
á asma. Meðferðarheldnin var best á íslandi (78%)
en lökust í Bandaríkjunum (40%). Miðgildi fyrir
könnunina var 67%. Við versnun á asma batnaði þó
meðferðarheldnin og var miðgildið þá 72%. Ekki var
þó munur á meðferðarheldni eftir því hve slæmur
sjúkdómurinn var og ekki var heldur munur á með-
ferðarheldni eftir kynjum. Eldri einstaklingar sýndu
betri meðferðarheldni en þeir sem yngri voru. Nei-
kvætt samband var milli meðferðarheldni og fjölda
heimsókna á bráðamóttöku vegna asma. Aðeins
25% álitu að þeir ættu að taka eins mikið af lyfjum
við asma eins og þyrfti til að verða einkennalausir.
Table V. BHR (bronchial hyperresponsiveness), specific IgE to four allergens and Total IgE for subjects with BHR data in 15 countries included in the studv.
Country BHR Specific IgE Total igE geom. mean
"Slope" mean PD20<1,0 mg Cat % % HDM % Grass % Cladosp. % Any %
lceland 8,35 7,0 7,2 9,0 11,8 6,4 21,5 13,2
Norway 7,72 7,9 7,3 13,2 14,9 1,8 23,9 25,3
Sweden 7,84 9,4 13,7 9,6 17,6 2,2 29,1 23,3
The Netherland 7,58 12,4 8,0 27,1 20,0 4,1 36,1 33,2
Belgium 7,53 12,7 8,6 24,0 15,6 4,1 33,2 29,4
Germany 7,47 13,4 9,6 16,9 23,4 4,4 25,2 30,9
Switzerland 7,97 8,7 14,4 17,7 33,7 7,3 41,1 28,1
France 7,25 17,6 7,9 23,6 16,6 2,4 32,3 50,1
UK 7,23 19,1 8,9 23,4 24,2 2,5 37,5 27,2
Ireland 7,38 16,7 7,6 33,3 15,2 1,9 40,0 46,5
Italy 7,98 9,9 5,3 11,9 17,9 1,1 25,4 44,8
Spain 7,92 11,4 5,1 17,5 11,6 2,3 25,3 34,9
New Zealand 7,04 24,4 9,7 32,0 26,4 2,0 42,3 41,1
Australia 7,01 21,5 9,0 31,3 29,2 2,5 44,8 37,5
USA 7,22 18,2 18,2 19,6 32,7 4,4 42,9 22,7
HDM: house dust mite. Results from Greece not included.
lyfja og berkjuvíkkandi lyfja. Berkjuvíkkandi lyf voru
alls staðar meira notuð en hlutfallið var hæst í Belgíu
(0,66), Hollandi (0,63), Bretlandi (0,61) og Eyjaálfu
(0,58-0,59) (28). Það var lægst á íslandi (0,35). í Nor-
egi var þetta hlutfall 0,51 og í Svíþjóð 0,43 (28).
Lagt var mat á asmaeinkennin síðustu 12 mánuði
með því að spyrja um heimsóknir til lækna, hvort við-
komandi einstaklingur hefði vaknað vegna asma,
hvort hann hefði fengið asmakast og hvort hann hefði
verið lagður inn á spítala. Einnig voru öndunarpróf
þeirra metin (tafla IV). Á íslandi höfðu 8% asmasjúk-
linga lægra FEV, en 80% af áætluðum normalgildum.
I Bretlandi höfðu 23% asmasjúklinga FEV, lægra en
80% af áætluðum gildum. Niðurstöður fyrir aðrar
þátttökuþjóðir voru á bilinu þar á milli. í Þýskalandi
höfðu 24% asmasjúklinga vaknað vegna andþyngsla
og25% á íslandi en á Spáni höfðu 52% asmasjúklinga
vaknað vegna andþyngsla en gildin fyrir aðrar þátt-
tökuþjóðir voru þar á milli. Islendingar skáru sig ekki
Table IV. Doctor consultations and asthma severity in subjects with physician-diag-
nosed asthma (%).
Country Seen doctor* Nocturnal awakenings* Asthma attacks* Hospital- izations* FEVl** <80% pred.
lceland 33 25 98 2 8
Norway 25 32 100 0 19
Sweden 37 33 72 4 10
Ireland 49 41 93 8 14
UK 53 44 100 2 23
Germany 50 24 44 3 19
Netherlands 54 42 100 2 16
Belgium 60 45 100 8 17
France 37 43 100 2 16
Spain 37 52 100 7 16
italv 38 40 77 0 9
USA 32 27 100 2 10
New Zealand 49 45 97 4 15
Australia 48 39 99 1 19
*ln the last 12 months. ** Forced expiratory volume in one second.
896 Læknablaðið 2002/88