Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 21

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 21
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA Berkjuauðreitni: Auðreitni í berkjum var mæld á 35 rannsóknarsetrum og hjá 16 þjóðum (31). Við samanburð milli landa kom fram minnst auðreitni á íslandi, en þátttakendur í Noregi, Sviss, Svíþjóð, Spáni og Ítalíu höfðu einnig litla auðreitni. Auðreitn- in var hins vegar mest í Eyjaálfu, Bretlandi og Banda- ríkjunum (31) (tafla V). Ný asmatilfelli eftir árgöngum: Til könnunar á nýj- um asmatilfellum eftir árgöngum voru lögð til grund- vallar svör úr spurningunum: „Hefur þú nokkurn tím- ann fengið asma?“ og „Hvað varst þú gamall/gömul í fyrsta skipti sem þú fékkst asmakast?“ Þátttakendur voru 17,613 frá 35 rannsóknarsetrum og 15 löndum (32). Nýgengi asma hækkaði eftir því sem fæðingar- árin færðust nær okkur í tíma. Ahættustuðlarnir (OR) voru 1,13 (0,94-1,34), 1,39 (1,17-1,66), 2,01 (1,60-2,51) og 2,33 (1,81-2,98) fyrir tilsvarandi árganga 1951-55, 1956-60,1961-65 og 1966-71 þegar nýgengi asma þess- ara árganga var borið saman við nýgengi árganganna 1946-50. Aukning varð hjá báðum kynjum og óháð því hvenær asmi byrjaði. Árlegt nýgengi asma var 3,3 á þúsund íbúa fyrir aldurshópinn 0-15 ára og 1,2 á þús- und íbúa í aldurshópnum 16-44 ára (tafla VI). Fyrir ísland voru þessar tölur 1,9 og 1,0. Nýgengi asma eftir kyni: Með sömu spurningum var nýgengi asma hjá kynjunum borin saman frá barnæsku og fram að 44 ára aldri (33). í barnæsku voru minni líkur á því að stúlkur fengju asma en drengir (OR: 0,74 og 0,56 fyrir aldurshópana 0-5 og 6- 10). Um kynþroskaaldur voru líkur á asma svipaðar hjá báðum kynjum en eftir það voru meiri líkur til þess að konur fengju asma en karlmenn (OR: 1,38- 5,91). Þessi munur á kynjum kom fram hjá öllum þátttökuþjóðunum. Ofnœmissjúkdómar og erfðir: Spurt var um asma, ofnæmi í nefi og exem. Spurningar sem lagðar voru til grundvallar voru: Hefur þú nokkurn tímann fengið asma? Hefurðu haft nokkuð ofnæmi í nefi þar með talið frjókvef? Hefurðu nokkurn tímann haft exem eða einhvers konar húðofnæmi? Einnig var spurt um asma, ofnæmi í nefi og exem hjá systkinum og for- eldrum. Þannig var hægt að kanna hvaða áhrif það hafði að eiga foreldra eða systkini með þessa sjúk- dóma (34). Ofnæmisasmi (extrinsic asthma) var skil- greindur sem asmi samfara ofnæmissjúkdómum (exem/ofnæmi í húð eða ofnæmi í nefi og ftjókvefi). Gögn voru fullnægjandi frá 13.963 einstaklingum frá 30 rannsóknarsetrum og 13 löndum. I heildina höfðu 6,9% þátttakenda einhvem tímann fengið asma og 6,1% foreldra þeirra. Asmi hjá foreldrum var sterkur áhættuþáttur fyrir asma. Þegar faðir hafði asma voru líkur á astma (OR) 2,9 faldar (á íslandi 0,6 faldar) og þegar móðir hafði asma voru líkurnar 3,2 faldar (á íslandi 2,7 faldar). Þegar báðir foreldrar höfðu asma var hættan á astma 7,0 föld. Ef ofnæmisasmi var til staðar hjá öðru foreldri var hættan á ofnæmisasma 4,9 föld. Table VI. Description by country, yearly incidence of asthma, and prevalence of par- ental asthma. Country Participation rate n Yearly incidencePrevalence of asthma* 0-15 16-44 of parental asthma Australia 41 666 6,7 2,9 19,9 Belgium 68 1118 2,9 0,3 7,8 France 20 2107 5,9 1,8 11,3 Germany 46 1981 1,3 0,9 8,5 lceland 84 559 1,9 1,0 12,5 Ireland 76 427 2,8 1,0 8,4 Italy 49 890 3,2 1,2 10,2 Nederlands 65 1243 2,2 0,3 9,0 New Zealand 63 1236 6,3 2,0 14,7 Norway 87 834 3,1 1,0 10,5 Spain 70 1940 1,5 0,5 11,1 Sweden 89 1854 3,1 1,2 14,2 Switzerland 72 854 2,7 1,5 10,9 UK 66 1532 4,1 1,7 12,4 USA 45 381 4,7 2,0 12,8 Total 63 17613 34 1,2 11,4 Participation rate and prevalence of parents asthma are given as percentages. *Yearly incidence from 0- 15 years of age, and from 16-44 years. Age 15 was the median age of asthma onset. Yearly incidence =(number of incident cases/sigma persone-year) x 1000. Table VII. Odds rations for asthma in occupations with excess asthma risk >30%. Occupation n Odds ratios (95% CL)* Bronchial hyper responsiveness and asthma symptoms or asthmamedication Asthma symptoms or medication Farmers 71 2,62 (1,29-5,35) 1,73 (1,00-3,01) Other painters 65 2,34 (1,04-5,28) 1,44 (0,80-2,59) Plastics 34 2,20 (0,59-8,29) 1,96 (0,87-4,40) Cleaners" 443 1,97 (1,33-2,92) 1,82 (1,44-2,30) Spray painters 56 1,96 (0,72-5,34) 2,83 (1,53-5,24) Agricultural 181 1,79 (1,02-3,16) 1,41 (0,98-2,02) Other non-metal, non-electrial 189 1,65 (0,82-3,31) 1,30 (0,88-1,92) Textiles 212 1,59 (0,94-2,68) 1,13 (0,79-1,61) Glass, ceramics 36 1,38 (0,31-6-13) 1,02 (0,38-2,71) Chemicals 75 1,33 (0,46-3,38) 0,98 (0,51-1,89) Construction and minmig 285 1,31 (0,78-2,20) 1,28 (0,94-1,76) Welders 100 1,26 (0,56-2,83) 1,30 (0,80-2,11) Flousewives 845 1,23 (0,89-1,70) 1,34 (1,11-1,62) Bakers 65 1,12 (0,43-2,90) 1,32 (0,71-2,43) Metal-making 139 1,10 (0,49-2,45) 1,65 (1,10-2,47) Other food 143 1,06 (0,47-2,36) 1,47 (0,99-2,20) Professional, clerical, administrative'" 8878 1,00 1,00 ♦Adjusted for age, sex, smoking status, and study sentre. **(Cleaners, caretakers, window-cleaners, chimney and road sweepers). ***Reference group (35) Atvinna og asmi: Spurt var um atvinnusögu þátt- takenda og könnuð tengsl atvinnu og asma. I þessari athugun voru þátttakendur 15.637 frá 26 rannsóknar- setrum og 12 löndum (35). Asmi var skilgreindur út frá svörum í spurningalistum, notkun asmalyfja og út- komu á metakólínprófi. Niðurstaðan var sú að bænd- ur væru í mestri hættu að fá asma, þá málarar og þar næst starfsmenn í plastiðnaði og fólk við hreinsunar- störf (tafla VII). Áhætta hreinsunarstarfsmanna var könnuð eftir löndum og var hún hæst á íslandi (OR: 4,50) en aðeins tíu einstaklingar voru taldir hér til þessara starfsgreina. Næst mest var áhættan meðal hreinsunarstarfsmanna á írlandi (OR: 2,75). Atvinna Læknablaðið 2002/88 897

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.