Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA
skyldustærðinni. Áhrifin af fjölda systkina og sam-
nýtingu svefnherbergja komu aðeins fram hjá þeim
sem ekki áttu foreldra með ofnæmi. Hundar á heim-
ilum í æsku drógu úr líkum á ofnæmi (OR: 0,85).
Þetta átti einnig við um ketti og önnur gæludýr, en
marktækni þeirra áhrifa hvarf þegar leiðrétt hafði
verið fyrir áhrifum af hundum. Meðal þátta sem ekki
höfðu áhrif á útbreiðslu ofnæmis var dagvistun í
æsku, saga um alvarlegar öndunarfærasýkingar fyrstu
fimm æviárin og reykingar foreldra.
Með þessar niðurstöður í huga vaknar sú spurning
hvort það hafi áhrif á ofnæmi að alast upp í sveit. Til
að leita svara við því var farið í gögn 6251 einstak-
lings úr Evrópukönnunin Lungu og heilsa í Svíþjóð,
Belgíu, Hollandi, Frakklandi og Nýja-Sjálandi (48).
Fæstir þátttakenda komu úr sveit í Antwerpen (2%)
en flestir í Umeá (30%). Leiðrétt var fyrir þeim atrið-
um sem gátu haft villandi áhrif á niðurstöðurnar, svo
sem dýrahaldi í æsku, fjölda systkina og ofnæmi hjá
foreldrum. Að alast upp við búskap minnkaði hætt-
una á ofnæmi á fullorðinsárum (OR: 0,76). Petta var
sérstaklega greinilegt varðandi ofnæmi fyrir köttum
(OR: 0,63) og grasfrjóum (OR: 0,68).
Innflytjendur: En skyldi það skipta máli hvort
maður elst upp á öðru menningarsvæði en foreldr-
arnir þegar asmi, auðreitni og ofnæmi er annars veg-
ar? I Evrópukönnuninni var spurt um fæðingarland
þátttakenda og ef það var annað en það land sem
hann bjó í þegar könnunin var gerð var litið á hann
sem innflytjanda. Samtals voru 1678 (8,6%) innflytj-
endur í seinni áfanga könnunarinnar. Asmi var al-
gengari meðal innflytjenda (OR: 1,21) en auðreitni
og ofnæmi var jafn algengt meðal innflytjenda og
þeirra sem fæddir voru í rannsóknarlandinu (49).
Samspil bólgu í nefi og asma: I stóru úrtaki eins og
Evrópukönnuninni eru góðir möguleikar á að kanna
samspil sjúkdóma. Því var athugað hvort einhver
tengsl væru milli asma og þrálátrar bólgu í nefi (per-
ennial rhinitis) (50). Gögn voru athuguð frá 34 rann-
sóknarsetrum. Þeir töldust hafa þrálátar bólgur í nefi
sem svöruðu játandi spurningunum: „Hefur þú of-
næmi í nefi, þar með talið frjókvef?" og „Þegar þú ert
nálægt dýrum, svo sem köttum, hundum eða hestum
og þegar þú notar fiðurkodda eða fiðursængur eða
ert innan um húsryk, færðu þá nefrennsli, hnerra eða
nefstíflur?" Þeir sem svöruðu þessum spurningum
játandi voru 1412 en 5198 svöruðu báðum spurning-
unum neitandi. Þeir mynduðu viðmiðunarhóp. I báð-
um hópunum var vitað um asma, ofnæmi, auðreitni
og hvort asmi væri í ættum. Sterk tengsl voru milli
asma og þrálátrar bólgu í nefi hjá þeim sem höfðu
ofnæmi (OR: 8,1) og enn sterkari tengsl hjá þeim sem
ekki höfðu ofnæmi (OR: 11,6). Tengslin milli asma
og þrálátrar bólgu í nefi voru ennþá sterkari þegar
samanburðurinn var einskorðaður við þá sem ekki
höfðu ofnæmi en voru með IgE < 80 kU/L (OR:
13,3). Þeir sem ekki höfðu asma en voru með þráláta
bólgu í nefi mældust oftar með auðreitni en þeir sem
ekki höfðu bólgur í nefi (OR: 1,7). Þessar
niðurstöður benda til þess að bólga í nefi sé
sjálfstæður áhættuþáttur fyrir asma (50).
Matarœði, sjúkdómar og þyngdarstuðlar: Nokkrar
spumingar fjölluðu um mataræði þátttakenda og
hvort þeim yrði illt af að borða einhverja sérstaka
fæðu. Einnig var spurt um einkenni sem þeir tengdu
ákveðinni fæðu. Unnið var úr niðurstöðum þessara
gagna frá 17.280 einstaklingum í 15 löndum (51).
Áður hefur verið birt grein um þetta efni úr íslenska
efniviðnum (52). Þeir sem svöruðu játandi spurning-
unni: „Hefurðu nokkurn tímann veikst eða orðið illt
af að borða einhveija sérstaka fæðu eða mat?“ voru
19% (22,2% á Islandi) og þeir sem svöruðu játandi
spurningunni: „Hefurðu næstum alltaf veikst með
sama hætti eða orðið illt á sama hátt af að borða þessa
sérstöku fæðu?“ voru 12,2% (15,0% á íslandi). Já-
kvæðar svartölur fyrir þessa spurningu voru hæstar í
Ástralíu (19,1 %) en lægstar frá Spáni (4,6%). Súkku-
laði var oftast nefnt sem orsök einkenna, þá epli og
heslihnetur, jarðarber og mjólk. Á Islandi voru ávextir
í fyrsta sæti, þá kjötvörur, fita og mjólkurvörur.
Spurt var sérstaklega hvort matur ylli eftirtöldum
einkennum: Utbrotum og kláða, niðurgangi eða upp-
köstum, nefrennsli eða nefstíflu, slæmum höfuðverk
eða mæði. Algengustu einkennin voru frá húð, melt-
ingarvegi og höfuðverkur. í töflu IX eru borin saman
einkenni af mat hjá löndunum 15 í Evrópurannsókn-
inni og hjá þátttakendum á Reykjavíkursvæðinu. Um
60% á Reykjavíkursvæðinu og 41% í Evrópurann-
sókninni gátu ekki flokkað óþægindi sín undir einhver
áður talinna einkenna. Þeim hætti frekar til að fá fæðu-
tengd óþægindi sem höfðu ofnæmi, asma einhvem
tímann á ævinni, surg síðustu 12 mánuði, svo og þeir
Table IX. Reported svmptoms that occur nearlv everv time followine eatine oarticular foodlsl.
Symptom type n (percentage of responses) in ECRHS study n (percentage of responses) in Reykjavík Most commonly reported food items responsible for symptoms in the ECHRS study (percentage of responses)
Rash/itchy skin 800 (37,0) 17 (20,0) Strawberries (10,1), apple (7,0), hazelnut (6,7)
Diarrhoea/vomiting 797 (36,9) 32 (37,6) Milk (6,9), oyster (6,0), chocolate (4,2)
Runny/stuffy nose 207 (9,6) 4 (4,7) Apple (9,2), hazelnuts (8,4), milk (6,9)
Severe headaches 326 (15,1) 11 (12,9) Chocolate (10,7), hard cheese (4,3), milk (4,1)
Breathlessness 217 (10,0) 6 (7,0) Hazelnuts (12,8), apple (7,0), peach (4,3)
Other 878 (40,6) 52 (61,1) Apple (7,0), hazelnuts (6,8), milk (4,7)
900 Læknablaðið 2002/88