Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 25

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 25
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA sem notuðu asmalyf síðustu 12 mánuði fyrir rannsókn- ina. Á íslandi fengu konur oftar fæðutengd einkenni en karlar (OR:l,72) og það var einnig í Noregi (OR: 2,00), Svíþjóð (OR: 1,98) og Pýskalandi (OR: 1,76). Á Spáni fengu færri konur en karlar einkenni af mat. Þeir sem sögðust fá mæði tengda ákveðinni fæðu höfðu oftar en hitt asma, ofnæmi eða auðreitni. Á Islandi voru þátttakendur látnir svara nokkrum spurningum um mígreni, ofsakláða, ofsabjúg og lyfja- ofnæmi sem ekki voru lagðar fyrir þátttakendur í öðrum löndum. Við athugun á svörum við þessum spurningum kom fram sterk fylgni þessara sjúkdóma við einkenni tengd einhverjum fæðutegundum (52). Hæð og vigt var meðal þeirra atriða sem skráð voru í Evrópurannsókninni. Meðalhæð íslenskra karlmanna var 181 cm, en karlmenn voru hæstir í Groningen í Hollandi, 182 cm, og lægstir í Huelva á Spáni, 171 cm. Konur á Islandi voru að meðaltali 167 cm, en þær voru hæstar í Groningen, 168 cm, og lægstar í Galdakao, Ovieda og Huelva á Spáni, 159 cm (53). Þyngdarstuðull (mean bodymass index (kg/m2)) var einnig reiknaður út fyrir hverja þátt- tökuþjóð. Þyngdarstuðull Islendinga var 24,0 sem var sá sami og meðaltal allra þátttökuþjóðanna. Hæstur var þyngdarstuðullinn í Bandaríkjunum (26,5) en lægstur í Frakklandi (22,8 ) (51). Þátttakendum var einnig skipt upp í hópa eftir þyngdarstuðlum (<20,20 - <25,25 - <30, > 30) (54). Á íslandi voru 6,9% karla og 4,9% kvenna með þyngd- arstuðul >30. íslendingar voru í tíunda sæti af 16 þjóð- um neðan frá hvað þessar tölur varðar en Frakkar voru neðstir með 2,6% karla og 3,6% kvenna. Efstir á listanum voru Bandaríkjamenn en 16,1% karla og 23,3% kvenna höfðu þyngdarstuðul > 30. Kannað var samband líkamsþyngdar og öndunar- færaeinkenna. Þeir sem höfðu þyngdarstuðul >30 voru í aukinni hættu að fá surg eða mæði (OR fyrir karla 1,85 og fyrir konur 2,03) (54). Svipað samband kom fram milli þyngdar og annarra einkenna sem bentu til asma. Hins vegar fannst ekki samband milli líkamsþyngdar og ofnæmiseinkenna í nefi né líkams- þyngdar og sértækra IgE mótefna fyrir rykmaurum, köttum og grösum. Það fannst heldur ekki samband milli líkamsþyngdar og heildarmagn IgE í sermi (54). Svefnrannsóknir í Evrópurannsókninni: I seinni áfanganum voru þátttakendur í Reykjavík, Uppsöl- um, Gautaborg og Antwerpen beðnir að svara spurn- ingum um svefngæði og svefnháð einkenni, en þessar spumingar höfðu áður verið notaðar í rannsóknum í Reykjavík og Uppsölum (55, 56). Spurningum um svefntruflanir svöruðu 2202 einstaklingar og þátttak- endur í Reykjavík og Svíþjóð svöruðu einnig spurn- ingum um svefnvenjur og svefnlengd (57). Langvinn- ir erfiðleikar að sofna sem vöruðu í meira en þrjár vikur komu fyrir hjá 6-9%, þá áttu 5-6% í erfiðleik- um með svefn í morgunsárið. Um 0,9-1,1% vöknuðu á nóttunni og 0,9-6,8% nefndu að þeir fengju mar- traðir. Þessar tölur voru marktækt lægri fyrir Reykja- vík en hin rannsóknarsetrin. Notkun svefnlyfja var minnst í Uppsölum (0,4%), en hún var mest í Ant- werpen (2,0%). í Reykjavík notuðu 1,7% svefnlyf. Einnig var kannað í sama úrtaki frá Svíþjóð, Reykjavík og Antwerpen hvort asmi hefði áhrif á svefntruflanir og dagsyfju (58). I hópnum voru 267 einstaklingar með einkenni um asma sem greindir höfðu verið af lækni. Erfiðleikar með að sofna og erf- iðleikar með að sofa í morgunsárið voru helmingi al- gengari meðal asmasjúklinga en annarra þátttakenda og dagsyfja var 50% algengari meðal þeirra sem greinst höfðu með asma. I tengslum við asma var reiknuð áhætta (OR) fyrir erfiðleika með að sofna (1,8), erfiðleika með að sofa í morgunsárið (2,0), dag- syfju (1,6), hrotur (1,7) og öndunarhlé í svefni (3,7). Af þeim sem greindust með asma sögðust 71% hafa of- næmi í nefi og reyndist það óháður áhættuþáttur fyrir svefntruflanir. Einnig var kannað samband bakflæðiseinkenna og einkenna frá öndunarfærum (59). Bakflæðisein- kenni voru skilgreind sem brjóstsviði eða nábítur einu sinni eða oftar á viku eftir að gengið var til hvflu á kvöldin og gengust 101 (4,6%) þátttakenda við þessum einkennum. Þeir sem höfðu bakflæði voru þyngri en samanburðarhópurinn og var sá munur marktækur. Þeir höfðu líka oftar ofnæmiseinkenni frá nefi, hrutu oftar, svitnuðu oftar í svefni, fengu öndunarhlé í svefni og martraðir oftar en saman- burðarhópurinn. Einkenni frá öndunarfærum voru borin saman hjá þeim sem höfðu bakflæði og saman- burðarhópnum og hafði bakflæðihópurinn oftar surg, hvfldarmæði, mæði við áreynslu, næturmæði, hósta og uppgang. Áhættustuðullinn (OR) fyrir þessi einkenni var á bilinu 1,7-3,0. Áhættustuðull fyrir asma var 2,2 (p<0,05) í bakflæðihópnum. Umræða í fyrri áfanga rannsóknarinnar var þátttaka góð hjá flestum rannsóknarsetrum en lægst 54%. I seinni áfanga var þátttaka lakari hjá nokkrum rannsóknar- setrum. Má þar nefna Sevilla og Huevala á Spáni, þátttökusetrin á ftalíu, Cambridge í Englandi, Aþenu í Grikklandi og Hawkes Bay á Nýja-Sjálandi. Þátt- tökuhlutfallið var gott á íslandi (77% fyrir svörun spurningalistans í seinni áfanga) sem og á hinum Norðurlöndunum. Samanburður á niðurstöðum frá íslandi við meðaltal alls rannsóknarþýðisins er því vel marktækur þótt niðurstöður frá einstaka rann- sóknarþýðum kunni að vera ómarktækar vegna lítill- ar þátttöku. Skoða má niðurstöður Evrópurannsóknarinnar út frá tveimur sjónarhólum; annars vegar sem hnattræn- ar niðurstöður í þjóðfélögum sem flest eru með þeim best stæðu í heiminum og hins vegar út frá stöðu ís- lands í samanburði við aðrar þátttökuþjóðir. Rann- Læknablaðið 2002/88 901

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.