Læknablaðið - 15.12.2002, Page 28
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA
þarmaflóra örvi ónæmiskerfið á mismunandi hátt í átt
til eða frá ofnæmi eftir tegundum sýkla í þörmunum.
I samræmi við þær niðurstöður sem hér hafa verið
nefndar er því haldið fram að sýklar vinni móti
ofnæmi með því að beina þroskaferli ThO fruma frá
myndun Th2 fruma sem stuðla að bráðaofnæmi og
myndun IgE-mótefna, yfir í Thl frumur með minni
framleiðslu af IgE (76, 80, 85). Lipopolysaccharidar
úr frumuveggjum Gram-neikvæðra sýkla örva fram-
leiðslu á interlaukin (IL)-12 og interferon gamma
sem bæði stýra þroskaferli T fruma í átt að Thl frum-
um og frá Th2 frumum, og endotoxín í húsryki örvar
ónæmissvörun af Thl gerð (85-87).
Sú niðurstaða er athyglisverð að saman fari ann-
ars vegar fjöldi katta í samfélaginu og hins vegar al-
gengi kattaofnæmis, asma og annarra öndunarfæra-
einkenna sem og algengi þeirra sem fá meðferð við
asma (46). Þetta gefur til kynna að ofnæmisvakar frá
köttum séu dreifðir í samfélaginu í magni sem nægir
til að valda ofnæmi og einkennum, en að þetta magn
sé annaðhvort of lítið til að vekja þol gegn köttum
eða að þolmyndun af nábýli við dýr verði ekki til fyrir
áhrif ofnæmisvakanna sjálfra, heldur fyrir áhrif ein-
hverra annarra umhverfisþátta sem tengjast dýrun-
um, hugsanlega endotoxína.
Hvergi í niðurstöðum Evrópurannsóknarinnar
var sérstaða Islendinga greinilegri en við mælingu á
heildarmagni IgE sem mældist nærri helmingi lægra
en hjá Svíum sem komu næstir (36). Mikil umræða
hefur verið um erfðir sem ákvarðandi þátt í myndun
IgE, en það verður að teljast ólíklegt að erfðir eigi af-
gerandi þátt í þeim mismun í meðalgildum IgE sem
fram komu milli rannsóknarsetranna þegar horft er á
mikinn mun milli nátengdra rannsóknarsetra, svo
sem í Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni. Það er ekki
heldur líklegt að sníkjudýr í innyflum valdi miklu unt
IgE gildin þótt vitað sé að þau hafi áhrif í löndum þar
sem sníkjudýr eru algeng. Þótt ekki væri tölfræðilegt
samband milli IgE og sértækra IgE mótefna fannst
þó marktækt samband IgE við auðreitni í berkjum
bæði við heildarúrvinnslu rannsóknargagnanna (39)
og við skoðun á gögnum frá Spáni (88) og Italíu (89).
Að tvennu leyti má segja að Islendingar komi síst
betur út úr Evrópurannsókninni en aðrar þátttöku-
þjóðir: það er varðandi reykingar, þar sem Islending-
ar voru um miðjan hóp, og atvinnutengdan asma þar
sem þeir voru meðal efstu þjóða.
Þegar efri aldursmörk í Evrópurannsókninni voru
ákveðin 45 ár var einkum haft í huga að sjúkdómar
tengdir reykingum væru ennþá sjaldgæfir við þann
aldur. Þrátt fyrir það greindust um 2,6% með lang-
vinna berkjubólgu. Það kemur ekki á óvart að reyk-
ingar skyldu vera aðal áhættuþáttur langvinnrar
berkjubólgu með allt að 17 faldan áhættustuðul fyrir
stórreykingafólkið. Einnig er vert að benda á áhrif
óbeinna reykinga. í könnuninni var sýnt fram á slæm
áhrif óbeinna reykinga á lungnaeinkenni þeirra sem
ekki reykja, svo sem mæði, asma og auðreitni. Stað-
festir þetta svipaðar niðurstöður eldri rannsókna (90,
91). Þegar reykingar íslendinga eru skoðaðar í sam-
anburði við nágrannaþjóðirnar þá eru þær svipaðar
og í Noregi en miklu meiri en í Svíþjóð.
Hvað atvinnusjúkdómum viðkemur vekja niður-
stöður Evrópurannsóknarinnar upp spurningar um
það hvort ekki þurfi að huga betur að vinnuvernd á
íslandi þó svo að rannsóknarþýðið hafi verið lítið sem
vissulega dregur úr áreiðanleika niðurstaðnanna.
Samanburður á einkennum af ákveðinni fæðu er
erfiður vegna þess hve venjur þjóða varðandi matar-
æði eru ólíkar. Þó er Ijóst að afar algengt er að fólk
telji sig fá óþægindi eða verði illt af að borða ein-
hverja ákveðna fæðu og varðandi það voru aðeins
fjórar þjóðir með meiri einkenni en íslendingar. Það
er einnig ljóst að aðeins lítill minnihluti þeirra sem
telja að sér verði illt af ákveðinni fæðu hafa raunveru-
legt ofnæmi fyrir mat (92,93). í grein um þennan þátt
rannsóknarinnar kom fram að það fóru saman
einkenni tengd ákveðinni fæðu annars vegar og surg-
ur fyrir brjósti, mígreni, ofsakláði, ofsabjúgur og
kvartanir um lyfjaofnæmi/óþol (52). Einnig var at-
hyglisvert að konur voru þarna í miklum meirihluta.
Þar sem spurningar um mígreni, ofsakláða, ofsabjúg
og lyfjaofnæmi voru eingöngu lagðar fyrir íslenska
þátttakendur er ekki vitað hvernig sambandi þessara
einkenna er varið annars staðar.
Evrópurannsóknin Lungu og heilsa var ekki við
það miðuð að kanna áhrif svefnháðra einkenna frá
öndunarvegum, en aukaspumingar varðandi svefn-
venjur og einkenni tengd svefni sem lagðar voru fyrir
þátttakendur í Reykjavík, tveimur rannsóknarsetr-
um í Sviþjóð og Antwerpen sýndu fram á afar nei-
kvæð áhrif asma á svefngæði sem lýsir sér meðal ann-
ars með aukinni dagsyfju hjá þeim sem greindust
með asma. Sambandi bakflæðiseinkenna við skert
svefngæði og einkenni frá öndunarfærum í svefni
hefur ekki verið lýst áður. í ritstjórnargrein í Chest er
fjallað um þessar niðurstöður og bent á að offita,
hrotur og dagsyfja séu vel þekkt einkenni tengd kæfi-
svefni, en þessar rannsóknir sýni hins vegar fram á
þátt bakflæði í svefnháðum öndunartruflunum og að
einstaklingar með bakflæði séu helmingi líklegri til
að hafa asma en aðrir þótt tillit sé tekið til aldurs,
kyns, þyngdarstuðuls og annarra einkenna sem fylgja
kæfisvefni (94). Þannig hafi verið sýnt fram á bak-
flæði sem óháðan áhættuþátt fyrir hrotur, dagsyfju og
svefntruflanir.
Enn er ósvarað þeirri spurningu hvers vegna ís-
land sker sig úr með minna ofnæmi og asma miðað
við fjölda þjóða með svipaðan efnahag og menntun-
arstig. Þegar niðurstöður ofnæmisrannsókna í Evr-
ópurannsókninni eru skoðaðar fyrir ísland með tilliti
til aldurs sést að veruleg aukning verður á ofnæmi hjá
þeim sem fæddir eru eftir 1960 (37), en sambærilegar
niðurstöður eru því miður ekki handbærar fyrir Evr-
904 Læknablaðið 2002/88