Læknablaðið - 15.12.2002, Page 33
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR
Greining atvinnusjúkdóma
Dæmi úr kúfiskvinnslu
Gunnar
Guðmundsson1
Kristinn
Tómasson2
Vilhjálmur
Rafnsson3
+Ásbj örn
Sigfússon4
Ólafur Hergill
Oddsson5
Unnur Steina
Björnsdóttir1
Víðir
Kristjánsson2
Sigurður
Halldórsson6
Helgi Haraldsson2
'Lyflækningadeild Landspítala
Fossvogi, 2Vinnueftirliti
ríkisins, ’rannsóknastofu
háskólans í heilbrigðisfræöi,
4rannsóknastofu háskólans í
ónæmisfræði, 'héraðslæknir
Norðurlands, hHeilbrigðis-
stofnun Þingeyinga.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Gunnar Guðmundsson,
Lyflækningadeild E-7,
Landspítala Fossvogi, 108
Reykjavík. Sími: 543-6876,
fax: 543-6568,
ggudmimd@landspitali.is
^Ásbjörn Sigfússon lést hinn
8. september 2001.
Lykilorð: atvinnusjúkdómar,
ofsanœmislungnabólga,
kúfisksótt.
Ágrip
Mikilvægt er að tilkynna um atvinnusjúkdóma til
Vinnueftirlits ríkisins því þá er hægt að greina þá,
rannsaka ítarlega og gera tillögur til úrbóta. Hér er
lýst veikindum starfsmanna í kúskelvinnslu á Þórs-
höfn sem leiddu til mjög yfirgripsmikillar rannsóknar
og til greiningar kúfisksóttar sem er tegund ofsa-
næmislungnabólgu. Margir aðilar tóku þátt rannsókn-
inni sem leiddi til endurbóta á verksmiðjunni sem
hafa komið starfsfólki til góða.
Inngangur
Atvinnusjúkdómar eru frábrugðnir öðrum sjúkdóm-
um og hafa sérstöðu á margan hátt. Þeir ná oft til
hóps fólks sem fær svipuð einkenni og vinnur á sama
stað en á að öðru leyti ekki margt sameiginlegt. Ein-
kenni atvinnusjúkdóma eru oft óljós og ekki alltaf
augljóst að hægt sé að rekja þau til atvinnu. Þá bland-
ast einnig inn þættir eins og hagsmunir atvinnurek-
anda, svo sem fjarvistir frá vinnu, afköst og kostnað-
ur vegna endurbóta atvinnuumhverfis. Leiðir þetta
stundum til þess að erfitt er að viðurkenna að um at-
vinnusjúkdóm sé að ræða. Á hinn bóginn koma hags-
munir launþegans sem óttast að umkvartanir leiði lil
atvinnumissis eða breytinga á starfsumhverfi. Þá get-
ur einnig verið tregða hjá læknum að viðurkenna að
um atvinnusjúkdóm sé að ræða því þeir óttast að það
að upplýsa um slíkan sjúkdóm geti leitt til mikillar
skriffinnsku og aukavinnu fyrir þá, auk þess að draga
úr trausti þeirra í bæjar- eða sveitarfélaginu þar sem
þeir starfa. Ef marka má fjölda tilkynninga um at-
vinnutengda sjúkdóma til Vinnueftirlits ríkisins
mætti halda að þeir væru mjög fátíðir á fslandi. Hér
verður rakin frásögn af rannsókn á atvinnutengdum
einkennum sem upp komu í kúfiskvinnslu og reynt
að sýna fram á hversu flókin og yfirgripsmikil slík
rannsókn getur orðið og hve margir aðilar koma að
rannsókninni og mikilvægi þess að allir aðilar vinni
markvisst að lausn vandans og þá ekki síst atvinnu-
rekendur og starfsmenn.
Kúskel og kúskelvinnsla
Kúskel (arctica islandica) finnst nánast í kringum allt
ísland og lifir á 0-100 metra dýpi í leir- eða sandbotni
þar sem hún liggur niðurgrafin í sjávarbotninn. Hún
er langlíf og vex hægt en hún getur orðið yfir 200 ára
gömul. Slíkar skeljar eru verðmæt neysluvara vegna
mikils prótíninnihalds og bragðgæða. Þær hafa verið
ENGLISH SUMMARY
Guðmundsson G, Tómasson K, Rafnsson V, Sigfússon
Á, Oddsson ÓH, Björnsdóttir US, Kristjánsson V,
Halldórsson S, Haraldsson H
Diagnosing occupationai diseases
Examples from shellfish industry
Læknablaðið 2002; 88: 909-12
It is very important to report suspected occupational
diseases in lceland to the Administration of Occupational
Safety and Health, so they can be diagnosed, investigated
in details and improvements made. This article describes
the illness of clam workers at Þórshöfn, a small village in
the northern part of lceland. It lead to a detailed
investigation and the diagnosis of clamworkers
hypersensitivity pneumonitis. Many specialists participated
in the study that lead to improvement in the factory that
has benefitted the workers.
Keywords: occupational diseases, hypersensitivity
pneumonitis, clam workers disease.
Correspondance: Gunnar Guðmundsson,
ggudmund@iandspitaii.is
veiddar við austurströnd Bandaríkjanna frá 1944 og
eru þar verksmiðjur sem vinna fiskinn úr skelinni í
neytendaumbúðir. Kúskelin hefur lengi verið veidd
við ísland til beitu en árið 1995 hófust veiðar til út-
flutnings (1). í nóvember 1996 hófst vinnsla til út-
flutnings á Bandaríkjamarkað hjá Hraðfrystistöð
Þórshafnar. Vinnslan fer þannig fram að skelin kem-
ur inn í hús á færibandi og fer síðan í sjóðheitt vatn og
opnast þá skelin og fiskurinn losnar frá. Hann flyst
síðan á færibandi þar sem skeljabrot og önnur
óhreinindi eru losuð frá sem og sandur og innyfli. í
fremri sal þar sem skelin kom í hús á færibandi fór
hún í suðukatla og mynduðust þar miklar gufur auk
þess sem skeljabrot duttu af (sal 1). Síðan fór skelin á
færibandinu inn í sal 2 þar sem sandur og innyfli voru
skilin frá. Þar var lofti dælt í gegnum bandið til þess
að hreinsa sand og skeljaleifar og fóru við það
úðadropar út í loftið. Þarna var fiskurinn síðan unn-
inn frekar og pakkað til útflutnings. Salur 1 og 2 voru
skildir að með þykku plasthengi. Fiskurinn var síðan
frystur. Mikið vatn var notað við allt ferlið og var það
endurnýtt.
Læknablaðið 2002/88 909