Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 34

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 34
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR Upphaf rannsókna á atvinnutengdum einkennum I nóvember 1996 hafði heilsugæslulæknir á Þórshöfn samband við Vinnueftirlit ríkisins vegna nýhafinnar kúskelfiskvinnslu og lýsti ýmiss konar öndunarfæra- einkennum hjá starfsmönnum þar. í ársbyrjun 1997 barst Vinnueftirlitinu síðan erindi frá Hraðfrystistöð Þórshafnar (HÞ) vegna veikinda starfsfólks í kúskel- fiskvinnslu. Þar var greint frá óþægindum frá öndun- arvegum, hósta, mæði, særindum og surgi fyrir brjósti. Þessi óþægindi komu fram ýmist á vinnutíma, í lok vinnudags eða að honum loknum. Oft voru flensulík einkenni og hrollur samfara. Fór þá af stað rannsókn á starfsfólki í samvinnu HÞ, Vinnueftirlit ríkisins, Rannsóknastofu háskólans í ónæmisfræði, göngudeildar ofnæmis á Vífilsstaðaspítala og héraðs- læknis Norðurlands. Hjúkunarfræðingur frá Vífils- staðaspítala fór til Þórshafnar og gerði öndunarmæl- ingar, húðpróf og starfsmenn fylltu út spurningalista um fyrri ofnæmi og einkenni. Húðprófin voru nei- kvæð og ekki fannst teppa við öndunarmælingar. Afram var haldið rannsóknum. Athugun á fimm starfsmönnum HÞ leiddi í ljós fjölgun á hvítum blóð- kornum, lækkun á komplímentþætti C4 og væga hækkun á komplímentþætti C3d í blóði undir lok vinnudags. Komu þannig fram merki um bólgusvör- un. Mótefnamælingar í blóðvatni gegn prótínum úr kúfiski sýndu að af 33 starfsmönnum í vinnslunni voru 30 með mótefni en enginn af 27 starfsmönnum á Landspítala sem notaðir voru sem samanburðarhóp- ur var með mótefni. Til samanburðar voru tekin fjög- ur sýni frá starfsmönnum í kúskelfiskvinnslu í Rhode Island í Bandaríkjunum og þeir reyndust allir með mótefni. Verksmiðjan þar var heimsótt og borin sam- an við verksmiðju HÞ. Kom fram í heimsókninni að veikindi væru ekki vandamál hjá starfsmönnum bandarísku verksmiðjunnar. Var þetta túlkað þannig að það væri ekki kúfiskurinn sem slíkur heldur þættir sem tengdust sérstöðu vinnslulínunnar sem yllu veik- indunum hjá starfsmönnum HÞ. Voru gerðar tillögur um breytingar á vinnslulínunni en vinnsla á þessum tíma hafði einkennst af miklum „gufumekki“ sem var um allt vinnslusvæðið bæði í sal þar sem suða fór fram (sal 1) og einnig í sal þar sem hreinsun og pökk- un fór fram (sal 2). Skömmu síðar hætti vinnsla þar eð báturinn sem veiddi kúskelina sökk. Rannsókn á atvinnutengdum einkennum heldur áfram Þegar vinnsla hófst að nýju haustið 1999 höfðu verið gerðar endurbætur þannig að gufa og úði var mun minni í sal 1 og salur 2 var orðinn „gufulaus". Þann 15. nóvember 1999 voru fengin sýni að nýju frá 11 starfsmönnum og sýndu einvörðungu tvö þeirra væga fjölgun á hvítum blóðkornum. Þetta var talin vís- bending urn að árangur væri að nást í málinu. í janúar 2000 kom hins vegar fram að starfsmenn ættu enn við veikindi að stríða. Einkenni voru svipuð og áður. Við skoðun á vinnslulínunni 15. mars 2000 var áberandi mikil gufa í sal 1 þar sem fiskur er soð- inn, pökkunarsalur var hins vegar laus við gufu. Vatn var gruggugt en það er endurnýtt við skolun á fiskin- um. Einnig voru áberandi dropaslettur frá færibandi í átt að vitum starfsmanna. Loftræsing var mikil en reykprófanir sýndu að loft þeyttist í ýmsar áttir bæði að og frá vitum starfsmanna. Fiskurinn var volgur út alla vinnslulínuna. A þessum tíma var einungis verið að vinna kúfiskinn í beitu. I viðræðum við hóp starfs- manna kom fram að einkenni voru enn veruleg hjá þeim. Þann 22. mars 2000 voru skoðaðir sjö einstakling- ar sem vinna eða hafa unnið í kúfiski og fimm ein- staklingar sem valdir voru úr almennu fiskvinnslunni. Af sjö starfsmönnum var einn án einkenna, einn starfsmaður hafði einkenni frá því áður en hann byrj- aði í kúskelfiskvinnslu og tveir höfðu þurft að hætta vegna einkenna. Einkenni voru þau sömu og áður er lýst auk þess að nokkrir höfðu fengið blóðnasir. Einn starfsmaður var rannsakaður með háskerpu- tölvusneiðmynd af lungum sem reyndist eðlileg og síðan var gerð berkjuspeglun og blóð tekið til rann- sóknar. Hvít blóðkorn voru innan eðlilegra marka í blóðsýni. Berkjuspeglun sýndi vægt aukna æðateikn- ingu í stórum berkjum sem er merki um bólgu. Berkju- og lungnablöðruskol leiddi í ljós aukningu á heildarfjölda frumna þar sem eitilfrumur voru um 50% en meirihluti þeirra voru T-frumur, CD4/CD8 hlutfallið var 1,2. Fjörutíu og tvö prósent voru kleif- kjarnafrumur og 8% voru átfrumur (macrophagar) en undir eðlilegum kringumstæðum eru átfrumur um 95-100% af frumum úr skolvökva sem þessum. Niðurstaða læknisviðtals og lungnaskoðunar á fimm starfsmönnum HÞ sem ekki vinna við kúskel- vinnslu var eðlileg utan að einn starfsmaður með langa reykingasögu var með væga lungnateppu. Við loftsýnamælingu í vinnslusal fyrir breytingar kom fram mikið magn prótína. Þannig var um að ræða 949 p-g/m3 af heildar köfnunarefni sem var sú mæliaðferð sem notuð var. Mæliflöskurnar höfðu mettast áður en söfnun var lokið og getur því hafa verið um vanáætlun að ræða. Þetta magn samsvarar þó að minnsta kosti 5,9 mg/m3 af prótínum. Enn komu fram ráðleggingar um endurbætur á verksmiðjunni til að draga úr prótínmengun í lofti og þar með að prótín úr kúfisknum kæmust í öndunar- færi starfsmanna og væru að valda bólguviðbrögðum. Endurbætur væru gerðar meðal annars á loftræsingu til að tryggja að ferskt loft væri alltaf fyrir vitum starfsmanna og síðan var dregið úr endurnýtingu vatns. Starfsmenn hafa frá 1.2.2001 til 1.2.2002 verið í ná- kvæmu heilsufarseftirliti sem framkvæmt hefur verið af starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Eftirlitið hefur verið í því fólgið að starfsmenn hafa svarað spurningalistum um heilsufar og öndunar- færaeinkenni og blásturspróf hafa verið framkvæmd. 910 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.